11.01.2013 15:29

Velkomið 2013

Nýtt ár gengið í garð og lífið gengur sinn vanagang eftir hátíðirnar. Janúar hefur verið óvenju hlýr og er stundum eins og sé að koma vor! En þar sem maður veit að veturinn á eftir að láta finna fyrir sér er eins gott að njóta góða veðursins og vera glaður :)

Í dag skartaði himinninn sínu fegursta og stóðs undirrituð ekki mátið að smella af myndum á meðan við fórum með stóðhestana í "rekstur" en við búum svo vel að geta teymt þá við hliðina á bílnum frá og leyft þeim svo að hlaupa frjálsum heim í hús. Það finnst þeim auðvitað frábært frelsi og taka oft vel á því.  
Svona leit Víðidalsfjallið út í morgun þegar við lögðum af stað í rekstur


Nýr stóðhestur er kominn í húsið, Hausti frá Kagaðarhóli - hann er hér á heimleið á móti sólinni


Freyðir á fleygiferð með fjöllin á bakgrunni

Flettingar í dag: 1275
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 819
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 619460
Samtals gestir: 61746
Tölur uppfærðar: 9.4.2025 03:22:07
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]