01.02.2013 12:58
Úrtöku Meistaradeildar Norðurlands lokið
Í vikunni fór fram úrtaka fyrir Meistaradeild Norðurlands, 15 keppendur börðust um 8 laus pláss í deildinni. Keppnin var hörð og var gaman að fylgjast með þessu fyrsta móti ársins. James var einn þeirra sem tók þátt og tryggði sig inn sem 7.knapi en hann fór með hestana Sóma frá Ragnheiðarstöðum og Flugar frá Barkarstöðum í úrtökuna. Þess má geta að Jóhann Magnússon komst einnig inn og eru því alls 4 Þytsfélagar sem taka þátt í KS deildinni í vetur en fyrir eru Tryggvi Björnsson og Ísólfur Líndal.
félagarnir James og Flugar á góðri stund
Það verða nokkur ný andlit í Meistardeildinni í ár og er ekki laust við að manni hlakki mikið til, eftirtaldir knapar tryggðu sinn inn í vikunni:
1. Líney María Hjálmarsdóttir
2. - 3. Hekla Katarína Kristinsdóttir
2.-3. Teitur Árnason
4. Hörður Óli Sæmundarson
5. Þorsteinn Björnsson
6. Jóhann Magnússon
7. James Bóas Faulkner
8. Bergrún Ingólfsdóttir
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]