03.02.2013 14:34

Skemmtilegt ísmót á Gauksmýrartjörn

Máltækið "allt er þegar þrennt er" átti við í gær þegar ísmót var haldið á Gauksmýrartjörn en tvo síðustu ár hefur alltaf komið svo mikil hláka þegar ísmót hefur verið auglýst á tjörninni að því hefur verið aflýst. Í ár kom reyndar hláka og var um 6°hiti þegar mótið fór fram en engu að síður var ísinn alveg traustur og sléttur.  Því var hægt að halda stórskemmtilegt ísmót og var þátttaka mjög góð. 

Við hjónin á Lækjamóti II skelltum okkur með tvo unga stóðhesta sem eru alveg reynslulausir í keppni, þetta voru þeir Vaðall frá Akranesi og Hausti frá Kagaðarhóli.  Vorum við mjög ánægð með hvernig þeir virkuðu á ísnum og létu þeir sé fátt um finnast að verið væri að horfa á þá. Það var helst að undirrituð væri aðeins stíf þar sem hún hef aldrei áður riðið á ís, en nú er ekki aftur snúið með það enda stórskemmtilegt :)



Ísólfur og Vaðall stóðu sig mjög vel á ísnum, ansi góð frumraun Vaðals á ís en þeir hlutu í einkunn 8,0 og urðu í 2.sæti á eftir Fanneyju og Gretti frá Grafarkoti.


Vigdís og Hausti frá Kagaðarhóli skemmtu sér vel á ísnum :)  (ljósm.Birna Agnarsdóttir)

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Tölt 1.flokkur

1. Fanney Dögg Indriðadóttir og Grettir frá Grafarkoti eink 8,16 (fork. 7,67)

2. Ísólfur L Þórisson og Vaðall frá Akranesi eink. 8,00 (fork. 7,83)

3. Herdís Einarsdóttir og Brúney frá Grafarkoti eink. 7,33 (fork. 7,16)

4. Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum eink. 7,16 (fork. 8)

5. Sverrir Sigurðsson og Dröfn frá Höfðabakk eink. 5,66 (fork. 7,33)


Tölt 2.flokkur

1. Ragnar Smári Helgason og Kóði frá Grafarkoti eink. 7,16 (fork. 6,67)

2. Jóhann Albertsson og Morgunroði frá Gauksmýri eink. 7,00 (fork. 6,83)

3. Anna - Lena Aldenhoff og Kreppa frá Stóhól eink. 5,83 (fork. 6,83)

4. Guðný Helga Björnsdóttir og Elfa frá Kommu eink. 5,67 (fork. 6,5)

5. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Líf frá Sauðá eink. 4,5 (fork. 5,67)


Unghrossaflokkur ( 4 og 5 vetra hross) (riðið frjálst)

1. Krossgáta frá Grafarkoti. M. Trú frá Grafarkoti. F. Þristur frá Feti. Knapi: Kolbrún Stella Indriðadóttir

2. Mynd frá Bessastöðum. M. Vilma frá Akureyri. F. Andvari frá Ey. Knapi: Jóhann B Magnússon

3. Katla frá Hrísum 2. M. Glóey frá Gröf. F. Hófur frá Varmalæk. Knapi: Elvar Logi Friðriksson

4. Kvörn frá Hrísum 2. M. Alin frá Grafarkoti. F. Geisli frá Sælukoti. Knapi: Fanney Dögg Indriðadóttir

5 - 6. Glufa frá Grafarkoti. M. Glæta frá Grafarkoti. F. Grettir frá Grafarkoti. Knapi: Herdís Einarsdóttir

5 - 6. Sálmur frá Gauksmýri. M. Svikamylla frá Gauksmýri. F. Borði frá Fellskoti. Knapi: Jóhann Albertsson

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]