09.02.2013 21:04
Sögn frá Lækjamóti kemur sterk inn!
Í gærkvöldi fór fram fyrsta mót af fjórum í Húnvetnsku liðakeppninni á Hvammstanga. Keppt var í 4.gangi og voru alls 80 skráningar. Lækjamótsfólkið keppti að sjálfsögðu á þessu móti sem fulltrúar liðs 3 en auk þess skráði undirrituð til leiks lið í "bæjarkeppninni" undir nafninu FLESK.
Það er óhætt að segja að vel hafi gengið, þau Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti sigruðu fjórganginn í 1.flokki eftir harða keppni við marga góða hesta en Ísólfur var eftir forkeppni efstur með Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Vigdís kom svo önnur með Freyði frá Leysingjastöðum II og þriðji eftir forkeppni var Ísólfur svo með Sögn.
Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi voru lang efstir eftir forkeppni með 7,07
Ísólfur ákvað að leyfa Sögn að spreyta sig og mætti með hana í úrslitin og sigraði þau svo glæsilega.
Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti byrja vel í sinni fyrstu keppni saman
A-úrslitin í 1.flokki urðu eftirfarandi:
1 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti liði 3 6,96
2 Ragnhildur Haraldsdóttir / Börkur frá Brekkukoti liði 1 6,88
3 Líney María Hjálmarsdóttir / Þytur frá Húsavík liði 1 6,83
4 Sæmundur Sæmundsson / Völsungur frá Húsavík liði 1 6,75
5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II liði 3 6,67
6 Þorsteinn Björnsson / Króna frá Hólum liði 3 6,54
2 Ragnhildur Haraldsdóttir / Börkur frá Brekkukoti liði 1 6,88
3 Líney María Hjálmarsdóttir / Þytur frá Húsavík liði 1 6,83
4 Sæmundur Sæmundsson / Völsungur frá Húsavík liði 1 6,75
5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II liði 3 6,67
6 Þorsteinn Björnsson / Króna frá Hólum liði 3 6,54
Í Bæjarkeppninni var svo efst að stigum liðið FLESK eftir frábæra frammistöðu allra 4 meðlima sem komust allar beint í A-úrslit í sínum flokkum. Fékk liðið eftir kvöldið 28 stig og 1.sæti, í 2.sæti var lið Grafarkots með 21 stig og 3.- 4.sæti lið Lindarbergs og Syðri-Valla með 14 stig.
Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum II, urðu í 5.sæti í 1.flokki
Gréta B. Karlsdóttir og Dropi frá Áslandi sigruðu glæsilega 2.flokkinn
Malin Person og Vorrós frá Syðra-Kolugili urðu í 4 sæti í 3.flokki
og Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þróttur frá Húsavík urðu í 2-3 sæti í unglingflokki
Í liðakeppninni er staðan þannig eftir fyrsta kvöldið að lið 1 (Draumaliðið) leiðir með 57,5 stig, lið 2 (2Good) í 2. sæti 55 og í þriðja sæti er lið 3 (Víðidalurinn) með 47,5 stig.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]