08.03.2013 15:58
Norður yfir heiði
Fyrir skömmu tóku erlendir vinir okkur þá ákvörðun að kaupa sér nokkra góða hesta á Íslandi en þau eiga hesta í Bretlandi og eru miklir aðdáendur íslenska hestsins og íslenskrar náttúru. Þau vilja hafa hestana áfram hér á landi og í þjálfun og umsjón okkar Ísólfs og Vigdísar á Lækjamóti. Við erum að sjálfsögðu verulega spennt yfir þessu og getum ekki beðið eftir að kynnast þessum frábæru hestum betur, en þeir eru komnir norður yfir heiði og líkar það vel
Í gæðingahópinn á Lækjamóti hafa því bæst eftirfarandi hestar:
Sólbjartur frá Flekkudal (f. Huginn frá Haga m. Pyttla frá Flekkudal) hefur sýnt að hann er frábær fimmgangari
Gulltoppur frá Þjóðólfshaga (f. Hugi frá Hafsteinsstöðum m. Gylling frá Kirkjubæ) er sérfræðingur í slaktaumatölti
Flosi frá Búlandi (f. Rammi frá Búlandi m. Tíbrá frá Búlandi) er efnilegur alhliða gæðingur
Vaðall frá Akranesi (f. Aðall frá Nýjabæ m. Þræsing frá Garðabæ) frábær gæðingur sem er búin að vera hjá okkur frá því í desember en hefur nú skipt um eigendur og verður áfram hjá okkur í þjálfun.
Korði frá Kanastöðum er mikill vekringur sem er gaman að þjálfa
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]