16.03.2013 20:14
5-gangur Húnvetnska
Það var hámarksárangur í 5-gangi Húnvetnsku liðakeppninnar sl. föstudagskvöld þegar allir Lækjamótsmeðlimir sem tóku þátt í keppninni komust í úrslit. Í b-úrslit komust James með Flugar frá Barkarstöðum og Friðrik með Sigurrósu frá Lækjamóti. í A-úrslit komust svo Þórir og Alúð frá Lækjamóti og Ísólfur með nýjan hest, Flosa frá Búlandi. Í úrslitunum gekk hinsvegar ekki alveg eins vel og vorum við sammála eftir mótið að best væri að fara heim og æfa brokk en ekkert hrossana var almennilega til í að brokka í úrslitunum...Fór því svo að neðstu sætin í úrslitum voru okkar þetta kvöld og erum við fegin að næsta mót í Húnvetnsku snýst um tölt
Ísólfur og Flosi frá Búlandi komust í A-úrslit en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á Flosa innandyra, honum fannst úrslitin erfið og vildi hvorki brokka né feta...
Þórir á hryssunni sinni Alúð frá Lækjamóti urðu í 4.sæti
Friðrik kom úr Skagafirði með Sigurrósu frá Lækjamóti en þetta var fyrsta mót hennar og flottur árangur, þau enduðu í 8.sæti.
James og Flugar urðu í 9.sæti
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 2071
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 1135
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 752161
Samtals gestir: 66837
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 23:48:22
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]