21.03.2013 01:17
Ísólfur og Sólbjartur frá Flekkudal með sigur í KS
Ísólfur og Sólbjartur frá Flekkudal stóðu sig vel í kvöld þegar þeir sigruðu 5-gang Meistaradeildar Norðurlands. A-úrslitin voru nokkuð jöfn og spennandi en þeir félagar tryggðu sér sigur með stórglæsilegum skeiðsprettum. Sólbjartur er nýlega komin til okkar í þjálfun og hlökkum við mikið til að kynnast honum enn betur enda á allan hátt frábær hestur.
Ísólfur varð efstur með 7,50, Viðar Bragason varð í öðru sæti 7,33, Elvar Einarsson í þriðja 7,21, Mette Mannseth í fjórða með 7,19 og Baldvin Ari fimmti með 6,98.
Ísólfur og Sólbjartur á fleygiferð
Húnvetnskir stuðningsmenn voru að sjálfsögðu mættir á KS keppnina enda fjórir Þytsfélagar að keppa :)
Bjarni Jónasar var svangur eftir úrslitin og fékk bita hjá Þorbirni meðan beðið var eftir niðurstöðum úr b-úrslitum
Eftir 5-ganginn líta stigin svona út meðal fimm efstu knapa:
1. Ísólfur Líndal 20 stig
2. Viðar Bragason 14 stig
3. Bjarni Jónasson 13 stig
4. Elvar Einarsson 11 stig
5. Þorbjörn Hreinn 7 stig
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]