29.03.2013 00:40
Húnvetnskir sigrar í Skagafirði
Í kvöld fór fram hið árlega kvennatölt Norðurlands haldið á Sauðárkróki. Það var góð þátttaka, sérstaklega í flokknum "meira keppnisvanar" en þar voru alls 24 skráningar. Bæði Vigdís og Sonja tóku þátt og gekk þeim báðum rosalega vel. Sonja keppti á Björk frá Lækjamóti og urðu þær í 5.sæti eftir forkeppni. Þær fóru því í B-úrslit og unnu þau og urðu svo jafnar í 3-5 sæti í A-úrslitum ásamt Grétu Karlsdóttur og Pernillu Möller. ![](http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=51881ddf-9659-4e17-bac2-84a37b4be71e)
![](http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=4af39991-0337-4f38-acee-a2cd20590a17)
![](http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=a9ce56cd-9990-4db3-9881-49fe2c77911c)
![](http://cs-002.123.is/DeliverFile.aspx?id=3cb9d307-a674-4e4d-8616-5a25b83038cc)
Sonja og Björk frá Lækjamóti
Vigdís fór með þær Sögn frá Lækjamót og Sýn frá Grafarkoti, þeim gekk mjög vel og enduðu með nákvæmlega sömu einkunn eftir forkeppni og 4. sæti. Vigdís varð því að velja hvora hún færi með í A-úrslitin og valdi Sýn frá Grafarkoti og enduðu þær í 2.sæti með 7,17.
Vigdís og Sýn frá Grafarkoti
Vigdís og Sögn frá Lækjamóti (sem slapp við úrslit í þetta sinn)
Húnvetnskar konur fjölmenntu á mótið og komust þær allar í úrslit í sínum flokkum, 6 keppendur af 9 í úrslitum hjá meira vönum voru Þytsfélagar og í minna keppnisvönum varð 1. og 3 sætið einnig Þytsfélaga. Glæsilegur árangur, áfram Þytur
![emoticon](http://admin.123.is/images/Emoticons/1.gif)
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]