30.03.2013 10:41

Gulltoppur og Korði byrja vel hjá nýjum knapa


Korði frá Kanastöðum og Ísólfur flugu yfir gólfið á Akureyri í gær

Lokamót KEA mótaraðarinnar fór fram í gær á Akureyri. Ísólfur ákvað að fara þangað með Gulltopp frá Þjóðólfshaga og Korða frá Kanastöðum til að kynnast þeim betur en þeir eru nýlega komnir til okkar á Lækjamót í þjálfun.  Það er óhætt að segja að ferðin hafi heppnast vel, sigur í báðum greinum og hestarnir frábærir.  


Ísólfur og Gulltoppur með slaka tauma í góðum gír

James keppti einnig á mótinu með þá Kardinála frá Síðu í slaktaumatölti og Flugar frá Barkarstöðum í skeiði. Gekk það vel, Kardináli í sinni fyrstu keppni stóð sig vel og fór í 6,33 og Flugar skeiðaði af miklu öryggi og endaði í 4.sæti á tímanum 5,30

félagarnir James og Flugar á fleygiferð

Í dag og á morgun verður þjálfað í rólegheitum heima en á mánudaginn (annan í páskum) verður farið aftur af stað með hesta en þá á reiðhallarsýningu á Hvammstanga sem ber heitið "Hestar fyrir alla" þar verða fjölbreytt atriði frá knöpum á öllum aldri. 

Úrslitin urðu s.s. þessi:

A-úrslit Tölt T2
1 Ísólfur Líndal Þórisson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7,83
2 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Hekla frá Hólshúsum 7,71
3-4Viðar Bragason Binný frá Björgum 6,92
3-4 Baldvin Ari Guðlaugsson Orka frá Efri-Rauðalæk 6,92
5 Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík 6,58

Úrslit í Skeiði
1. Ísólfur Líndal Þórisson Korði frá Kanastöðum tími: 5.08
2. Svavar Örn Hreiðarsson Jóhannes Kjarval frá Hala tími: 5.09
3. Þorbjörn Hreinn Matthíasson Djásn frá Tungu tími: 5.17
4. James Bóas Faulkner Flugar frá Barkarstöðum tími: 5.3
5. Stefán Birgir Stefánsson Skerpla frá Brekku, Fljótsdal tími: 5.38

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]