06.04.2013 22:00
Húnvetnsku liðakeppninni lokið
Töltkeppni lokamóts Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram í gærkvöldi.
Allir úr Lækjamótsfjölskyldunni komust í b-úrslit, James, Ísólfur, Vigdís og Sonja og svo fór að Ísólfur sigraði b-úrslitin á Sögn frá Lækjamóti og vann sig upp í 4.sæti í a-úrslitunum.
Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti sem er stöðugt að bæta sig sem keppnishross í fjórgangi og tölti.
Úrslitin í 1.flokki urðu þessi:
1 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,83
2 Líney María Hjálmarsdóttir / Sprunga frá Bringu 7,78
3 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 7,44
4 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,17
5 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti 7,00
2 Líney María Hjálmarsdóttir / Sprunga frá Bringu 7,78
3 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 7,44
4 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,17
5 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti 7,00
b-úrslit í 1.flokki
5 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,00
6 Sonja Líndal Þórisdóttir / Björk frá Lækjamóti 6,94
7 Vigdís Gunnarsdóttir / Sýn frá Grafarkoti 6,61
8 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ 6,61
9 Sæmundur Sæmundsson / Lyfting frá Fyrirbarði 6,56
10 James Bóas Faulkner / Jafet frá Lækjamóti 6,50
6 Sonja Líndal Þórisdóttir / Björk frá Lækjamóti 6,94
7 Vigdís Gunnarsdóttir / Sýn frá Grafarkoti 6,61
8 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ 6,61
9 Sæmundur Sæmundsson / Lyfting frá Fyrirbarði 6,56
10 James Bóas Faulkner / Jafet frá Lækjamóti 6,50
Fyrirfram var ljóst að okkar lið (lið 3) ætti ekki möguleika á sigri en baráttan stóð á milli liða 1 og 2. Í bæjarkeppninni var hinsvegar munurinn lítill og allt gat gerst.
Svo fór að lið 1 (Draumaliðið) sigraði liðakeppnina en í bæjarkeppninni sigraði lið FLESK en skammstöfunin stendur fyrir bæjunum Lækjamót, Efri-Fitjar og Syðra-Kolugil og stóðu Vigdís á Lækjamóti, Malin á Syðra-Kolugili og Gréta á Efri-Fitjum á bak við liðið auk þess að fá valinkunna knapa sér til aðstoðar.
tekið á móti farandgrip fyrir bæjarkeppnina þar sem FLESK sigraði. Á myndinni eru nokkrir af keppendum FLESK en á myndina vantar nokkra sem ekki komust þetta kvöld.
Í einstaklingskeppninni varð Ísólfur í 3.sæti eftir þátttöku í 3 greinum af 5. Fanney í öðru sæti og Líney í 1.sæti
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]