11.04.2013 00:59
Frábærri töltveislu KS lokið
Í kvöld fór fram töltkeppni Meistaradeildar Norðurlands og voru margir góðir hestar skráðir til leiks. Keppnin var spennandi og úrslitin frábær og skemmtileg á að horfa. Ísólfur og Freyðir stóðu sig mjög vel, voru í fjórða sæti inn í A-úrslit en enduðu í 2-3 sæti ásamt sigurvegurum B-úrslitanna, Mettu og Trymbil frá Stóra-Ási. Sigurvegari töltkeppninnar voru hinsvegar Bjarni Jónasar og Randalín frá Efri-Rauðlæk.
Mette, Bjarni, Ísólfur, Teitur og Hekla
Ísólfur og Freyðir voru glæsilegir saman
Stigakeppnin lítur þá svona út eftir 3 greinar:
Ísólfur Líndal 27,5 stig
Bjarni Jónasson 22 stig
Viðar Bragason 14 stig
Mette Mannseth 13,5 stig
Elvar Einarsson 11 stig
Úrslitin í kvöld urðu þessi:
A úrslit
Bjarni Jónasson Randalín frá Efri Rauðalæk 8,22
Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,61
ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum 7,61
Teitur Árnason Ormur frá Sigmundarstöðum 7,56
Hekla Katarína Kristinnsdóttir Vígar frá Skarði 7,50
B úrslit
Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,67
Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalandi 7,50
Líney María Hjálmarsdóttir Sprunga frá Bringu 7,22
Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 6,94
Þorbjörn Hreinn Mathíasson Hekla frá Hólshúsum 6,89
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]