25.04.2013 01:12
Sigurvegari Meistaradeildar Norðurlands 2013
Í kvöld fór fram æsispennandi lokakvöld Meistaradeildar Norðurlands þar sem hart var barist. Fyrir kvöldið var Ísólfur efstur að stigum en Bjarni Jónasson aðeins 5 1/2 stigi á eftir og því ljóst að allt gat gerst. Svo fór eftir harða keppni að Ísólfur varð samanlagður sigurvegari 3 1/2 stigi á undan Bjarna sem varð annar.
Guðmar fór niður á gólf og beið spenntur eftir niðurstöðu stigakeppninnar
Úrslit kvöldsins urðu þau að Ísólfur varð stigahæstur, Bjarni Jónasson í 2.sæti og Þórarinn Eymundson í 3.sæti.
Kvöldið hófst á slaktaumatölti og var greinilegt að menn höfðu æft slaka tauminn vel því margar mjög góðar sýningar sáust og var ekkert gefið eftir. Ísólfur og Gulltoppur komu í 4 sæti inn í A-úrslit með 7,37. Upp úr B-úrslitum komu hinsvegar Hekla Katharina og Vaki frá Hólum sem gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu A-úrslitin.
5 efstu knapar í slaktaumatölti, Tóti, Hekla, Teitur Árna, Bjarni og Ísólfur.
Ísólfur og Gulltoppur stóðu sig mjög vel í kvöld
Eftir slaktaumatöltið var Bjarni búin að ná einu stigi á Ísólf og því 4 1/2 stigi á eftir og því allt opið þegar skeiðið hófst. Ísólfur og Korði frá Kanastöðum voru hinsvegar í stuði í skeiðinu og tryggðu sér 4.sæti á tímanum 5,07 sek.
Tóti sigraði, Teitur Árna varð í 2.sæti, Bjarni Jónasson í 3, Ísólfur í 4. og Mette í 5.sæti.
Korði er fljúgandi vakur hestur sem verður gaman að halda áfram að þjálfa
Steini fékk Björk frá Lækjamóti lánaða í slaktaumatöltið og gekk þeim mjög vel, komust í b-úrslit enduðu í 8.sæti.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]