02.05.2013 09:26

Fyrsta kynbótasýning ársins 2013 - tvær 1.verðlaunahryssur bætast í hópinn

Fyrsta kynbótasýning ársins fór fram á Sauðárkróki í vikunni. Ísólfur sýndi þar þrjár hryssur, Sögn frá Lækjamóti, Alúð frá Lækjamóti og Vissu frá Torfunesi. Þær hækkuðu allar verulega frá fyrri sýningu og fóru alhliðahryssurnar Vissa og Alúð í mjög góð 1.verðlaun, Alúð í 8,24 þar af 8,40 fyrir hæfileika. Vissa hlaut 8,26 í aðaleinkunn þar af 8,23 fyrir hæfileika. Klárhryssan Sögn frá Lækjamóti fór í 7,94 með 8,5 fyrir alla eiginleika í hæfileikadómi (f.utan skeið).  Í sumar fara hryssurnar Alúð og Vissa í ræktun á Lækjamóti en Sögn verður áfram undir hnakk og mun væntanlega sjást meira á keppnisbrautinni á komandi misserum.


Vissa frá Torfunesi í eigu Ísólfs Líndal og Torfunes ehf. var hæst dæmda hross sýningarinnar.
Hún hlaut 8,29 f. byggingu og 8,23 f. hæfileika, aðaleinkunn 8,26. (ljósmynd af fax.is)
IS2007266201 Vissa frá Torfunesi
Örmerki: 352098100015522
Litur: 7500 Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt
Ræktandi: Ræktunarbúið Torfunesi ehf.
Eigandi: Ísólfur Líndal Þórisson, Torfunes ehf
F.: IS2003165555 Stáli frá Ytri-Bægisá I
Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli
Fm.: IS1993265489 Nótt frá Akureyri
M.: IS1998266210 Röst frá Torfunesi
Mf.: IS1995186050 Hersir frá Oddhóli
Mm.: IS1991266201 Bylgja frá Torfunesi
Mál (cm): 141 - 140 - 64 - 149 - 29,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,0 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 8,29
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 = 8,23
Aðaleinkunn: 8,26
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 7,0
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson



Alúð frá Lækjamóti í eigu Þóris Ísólfssonar, hlaut hæsta dóm sýningar fyrir hæfileika eða 8,40, hún hlaut 8,0 f. byggingu, aðaleinkunn 8,24. (ljósmynd af fax.is)
IS2006255108 Alúð frá Lækjamóti
Frostmerki: 6V108
Örmerki: 352098100028076
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Ræktandi: Páll Þórir Viktorsson, Þórir Ísólfsson
Eigandi: Páll Þórir Viktorsson, Þórir Ísólfsson
F.: IS1998180917 Þorsti frá Garði
Ff.: IS1993188025 Ögri frá Háholti
Fm.: IS1990286301 Þröm frá Gunnarsholti
M.: IS1986257987 Von frá Stekkjarholti
Mf.: IS1975137620 Brúnblesi frá Hoftúnum
Mm.: IS19ZZ236214 Brúnblesa frá Þverholtum
Mál (cm): 137 - 137 - 62 - 143 - 27,5 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,4 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 8,00
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,40
Aðaleinkunn: 8,24
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson



klárhryssan Sögn frá Lækjamóti í eigu Vigdísar Gunnarsd. hlaut í kynbótadómi 7,98 í byggingu og 7,92 fyrir hæfileika með 8,5 fyrir alla eiginleika í hæfileikadómi. Aðaleinkunn 7,94.
IS2005255104 Sögn frá Lækjamóti
Frostmerki: 5V104
Örmerki: 352206000070826
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Þórir Ísólfsson
Eigandi: Vigdís Gunnarsdóttir
F.: IS2002155116 Veigar frá Lækjamóti
Ff.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II
Fm.: IS1986257987 Von frá Stekkjarholti
M.: IS1987255107 Setning frá Lækjamóti
Mf.: IS1968188801 Fáfnir frá Laugarvatni
Mm.: IS1968255113 Stóra-Brúnka frá Lækjamóti
Mál (cm): 140 - 138 - 65 - 143 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 7,9 - V.a.: 7,3
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 7,98
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 7,92
Aðaleinkunn: 7,94
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
 

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]