04.05.2013 21:20
Stóðhestar til notkunar á Lækjamóti sumarið 2013
Hér koma upplýsingar um þá fjóra stóðhesta sem eru til notkunar á okkar vegum sumarið 2013.
Til notkunar á Lækjamóti 2013 frá og með 16.júlí
Til notkunar á Lækjamóti 2013 frá og með 16.júlí
Verð 80.000.- ISK með 1. fylskoðun, girðingagjaldi og vsk. pr. folatollur.
Freyðir frá Leysingjastöðum II
IS2005156304
Freyðir er undan Sæ frá Bakkakoti og Dekkju frá Leysingjastöðum. Freyðir hlaut 2011 8,17 í aðaleinkunn þar af 8,41 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt og fet. Freyðir hefur einstaklega gott geðslag og frábæra ganghæfileika og hefur sannað sig meðal þeirra bestu á keppnisvellinum.
Freyðir er undan Sæ frá Bakkakoti og Dekkju frá Leysingjastöðum. Freyðir hlaut 2011 8,17 í aðaleinkunn þar af 8,41 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt og fet. Freyðir hefur einstaklega gott geðslag og frábæra ganghæfileika og hefur sannað sig meðal þeirra bestu á keppnisvellinum.
Gandálfur frá Selfossi
IS2004187660
Gandálfur er frábærlega ættaður hestur undan Álfadís frá Selfossi og Gust frá Hóli. Hann er með 125 í BLUP og í kynbótadóm hefur hann hlotið 8,46 í aðaleinkunn þar af 8,72 fyrir hæfileika og bar þar hæst 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag. Gandálfur er mikill rýmis hestur með miklar hreyfingar og á hann án efa eftir að sanna sig á keppnisbrautinni í framtíðinni, sérstaklega í A-flokki gæðinga.
Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
IS2004181813
Gulltoppur er frábær klárhestur undan Huga frá Hafsteinsstöðum og Gyllingu frá Kirkjubæ. Gulltoppur er með allar gangtegundir góðar, í kynbótadómi hefur hann t.d hlotið 8,5 fyrir allar gangtegundir (tölt, brokk, stökk, fet) auk vilja og fegurðar í reið.
Gulltoppur er sérfræðingur í slaktaumatölti.
Vaðall frá Akranesi
IS2007135069
Vaðall er ungur og efnilegur hestur sem hefur þegar hlotið 8,36 í kynbótadóm þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag en Vaðall er einstaklega geðgóður og skemmtilegur. Hann er óreyndur í keppni en höfum við mikla trú á honum sem keppnishesti í tölti og fjórgang/b-flokk.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]