24.05.2013 15:53
Afmælisgjöf dagsins, 9,0 fyrir skeið
Í dag lauk kynbótasýningu á Hvammstanga, þar sýndi Ísólfur hryssurnar, Gátu frá Lækjamóti, Gunnvör frá Lækjamóti, Ólafíu frá Lækjamóti og Sýn frá Grafarkoti. Í stuttu máli má segja að vel hafi gengið, Gáta hlaut 8,24 í aðaleinkunn, Sýn 8,09 í aðaleinkunn, Gunnvör 7,94 í aðaleinkunn og Ólafía 7,84 í aðaleinkunn. Punktinn yfir i-ið setti Gáta með því að fá 9,0 fyrir skeið en eigandi hennar Elín R. Líndal á einmitt afmæli í dag, ekki amaleg afmælisgjöf það
hér má sjá skeiðsprettinn góða
Gáta frá Lækjamóti (f. Trúr frá Auðsholtshjáleigu, m. Toppa frá Lækjamóti) hlaut 8,13 fyrir byggingu, 8,31 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir skeið, aðaleinkunn 8,24
Gáta frá Lækjamóti á hægu tölti
Gunnvör frá Lækjamóti (f. Baugur frá Víðinesi, m. Perla frá Stafholti) var sýnd í fyrsta sinn í gær og hlaut 8,05 fyrir hæfileika, 7,78 fyrir byggingu, aðaleinkunn 7,94.
Ólafía frá Lækjamóti (f. Aðall frá Nýjabæ, m. Rauðhetta frá Lækjamóti) hlaut fyrir sköpulag 8,11, hæfileika 7,65 aðaleinkunn 7,84.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]