09.06.2013 20:23

Útimótin komin á fullt og spennandi sumar framundan

Síðustu dagar hafa verið lærdómsríkir og skemmtilegir á keppnisvellinum. Um miðja viku fórum við með fjögur hross, Gulltopp frá Þjóðólfshaga, Sögn frá Lækjamóti, Björk frá Lækjamóti og Korða frá Kanastöðum á íþróttamót sem Hólanemar héldu á Hólum.Sonja sem er nú á lokametrunum í reiðkennaranáminu keppti þar á Návist frá Lækjamóti í fimmgangi. Það var mjög skemmtilegt, alltaf gaman að koma á Hóla. 
Svo fór að Ísólfur og Korði sigruðu 100m.skeiðið, Ísólfur og Gulltoppur sigruðu slaktaumatöltið, Vigdís og Björk frá Lækjamóti urðu í 2.sæti en þetta var í fyrsta sinn sem Vigdís keppir í slaktaumatölti.  
Í fjórgangi urðu þær Vigdís og Sögn frá Lækjamóti í 3.sæti og Ísólfur og Gulltoppur í 4.sæti. Í tölti urðu þær Vigdís og Sögn í 4.sæti. Í fimmgangi urðu Sonja og Návist í 5.sæti.

Vigdís og Sögn lærðu mikið á þessu móti emoticon

á laugardag fór svo fram úrtaka fyrir fjórðungsmót og um leið gæðingamót Þyts á Hvammstanga. Þar keppti Ísólfur á 6 hestum og Guðmar Hólm tók þátt á sínu fyrsta móti í pollaflokki. Gekk þeim feðgum mjög vel og voru til fyrirmyndar á vellinum. Ísólfur er með þrjá efstu hesta í B-flokki inn á fjórðungsmót en það er efstur Freyðir frá Leysingjastöðum II, annar Vaðall frá Akranesi og þriðji Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.  Í A-flokki er hann inn á mót með efsta og fjórða hest, efstur er Gandálfur frá Selfossi og fjórða Álfrún frá Víðidalstungu. Ísólfur keppti einnig á Flosa frá Búlandi í 100 m. skeiði og varð í 3.sæti.
Sonja, James og Þórir kepptu einnig öll í B-flokki og náðu flottum árangri, Sonja og Kvaran frá Lækjamóti hlutu 8,32, James og Sveipur frá Miðhópi 8,24 og Þórir og Eyvör frá Lækjamóti 8,23. Þar sem keppnin var svo sterk þýddi það 7, 8 og 9.sæti en sex efstu hestar eftir forkeppni komast inn á Fjórðungsmót.

Gæðingurinn Freyðir er efstur inn á Fjórðungsmót fyrir Þyt og sigraði glæsilega B-flokkinn, hlaut í úrslitum 8,90 í einkunn. Hann var einnig valinn glæsilegasti hestur mótsins.


Guðmar Hólm Ísólfsson tók eins og áður sagði þátt í sínu fyrsta móti en hann verður 7 ára í haust og var því í pollaflokki. Hann var á hesti afa síns honum Rökkva frá Dalsmynni sem er lífsreyndur hestur og fóru þeir hringina á dillandi mjúku tölti. Vorum foreldrarnir að springa úr stolti.

Guðmar og Rökkvi glæsilegir

Þau hross á okkar vegum sem hafa áunnið sér þátttökurétt á Fjórðungsmóti Vesturlands á keppnis eða kynbótabrautina eru:

snillingurinn Freyðir frá Leysingjastöðum II, hlaut 8,65 í forkeppni og efstur inn í B-flokki


Vaðall frá Akranesi, frábær gæðingur sem hlaut í sinni fyrstu hringvallarkeppni í forkeppni 8,57 í B-flokki.


Kristófer frá Hjaltastaðahvammi er þriðji inn á Fjórðungsmót, hlaut í forkeppni 8,48


Gandálfur frá Selfossi, efstur inn á Fjórðungsmót fyrir Þyt í A-flokki með 8,43 í forkeppni.


Álfrún frá Víðidalstungu II, fjórði hestur í A-flokki inn á Fjórðungsmót hlaut 8,26 í forkeppni


Ólafía frá Lækjamóti í flokki 5 vetra hryssna, aðaleinkunn 8,15


Gáta frá Lækjamóti, í flokki 6 vetra hryssna aðaleinkunn 8,24


Vissa frá Torfunesi í flokki 6 vetra hryssna aðaleinkunn 8,26


Alúð frá Lækjamóti í flokki hryssna 7vetra og eldri, aðaleinkunn 8,24









Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]