15.06.2013 21:21

Guðmar Hólm að keppa í Firmakeppni


Guðmar og Rökkvi glæsilegir saman

Í dag fór fram Firmakeppni á Hvammstanga og þar mætti Guðmar Hólm með Rökkva frá Dalsmynni. Guðmar keppti um síðustu helgi í fyrsta sinn og er nú komin á bragðið og búin að biðja okkur foreldrana að láta sig vita næst þegar er keppni í pollaflokki svo hann geti tekið þátt. Guðmar hefur þjálfað Rökkva í allan vetur fyrir Gunnar afa sinn en Rökkvi er lífsreyndur 23 vetra hestur sem hefur farið í fjölmargar göngur og hestaferðir og á árum áður keppt nokkru sinnum í barnaflokki. Þeir Guðmar og Rökkvi eru orðnir miklir félagar og til dæmis nær Guðmar Rökkva úti í hólfi alveg sjálfur en þeir sem þekkja Rökkva vita að það er nánast ómögulegt nema með miklum mannskap og aðhaldi emoticon

Þegar þeir félagar voru búnir að keppa tóku þeir þátt í hestaratleik og fannst þeim það ekki síður skemmtilegt eða eins og Guðmar orðaði það "maður verður líka að leika sér með hestunum"



Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]