21.06.2013 19:32

Sonja Líndal orðin reiðkennari og hlaut LH styttuna


Flottur hópur 19 nýrra reiðkennara frá Háskólanum á Hólum

Alla vikuna hafa farið fram lokapróf hjá 3 árs nemendum hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Um er að ræða þá nemendur sem eru að ljúka þjálfara og reiðkennaraprófi samkvæmt eldra kerfi skólans en þetta er síðasti hópurinn sem fer í gegnum það kerfi. Í dag var svo sýning og verðlaunaafhending en eiginlega brautskráning fer fram í haust. 
 
Sonja var í vetur með Kvaran frá Lækjamóti og Návist frá Lækjamóti sem nemendahesta, lauk öllum prófum með glæsibrag og er því orðin Þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. 
Sonja lét það sér ekki nægja heldur hlaut hún einnig LH styttuna fyrir hæstu meðaleinkunn í reiðkennslu og kennslufræði vetrarins með meðaleinkunnina 9,8. Frábær árangur hjá henni en Sonja stundar einnig dýralæknanám og fer út til Danmerkur í haust til að ljúka því námi! Sannkölluð ofurkona emoticon


Sonja Líndal og hestur hennar Kvaran frá Lækjamóti með LH hestinn
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]