09.07.2013 15:03
Góður árangur á hringvellinum
Einn verðlaunagripanna
Af þeim 11 verðlaunagripum sem komu heim á Lækjamót að loknu Fjórðungsmóti unnust 6 þeirra á hringvellinum. Verðlaunagripir mótsins voru sérstaklega fallegir og ekki amalegt stofustáss.
Freyðir frá Leysingjastöðum II
Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur náðu þeim frábæra árangri að sigra B-flokkinn með hvorki meira né minna en 9.01 í einkunn í úrslitum! Þar að auki var Freyðir valinn hestur mótsins. Þessi skrefstóri geðprýðis gæðingur hefur verið í þjálfun hjá Ísólfi og Vigdísi frá fjögurra vetra aldri og er alltaf að bæta sig. Eigandi Freyðis er Jane George.
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
Ísólfur kom fleiri hestum í úrslit í B-flokki. Kristófer frá Hjaltastaðahvammi var einnig í A-úrslitum knapi á honum þar var James. Kristófer hlaut 8.51 í úrslitunum og 7.sæti. Eigandi Kristófers er Ísólfur og Knút Lützen.
Vaðall frá Akranesi
Hinn knái 6 vetra gæðingur Vaðall frá Akranesi fór í sín fyrstu úrslit en hann var í B-úrslitum í B-flokki. Þar stóð hann sig með stakri prýði í slagveðrinu sem gekk þá yfir og völlurinn eftir því. Hann hlaut í úrslitunum 8.55 í einkunn og 12 sæti. Kommunni neðar en næsti. Eigandi Vaðals er Richard George. Knapi var Ísólfur.
Álfrún frá Víðidalstungu II
Álfrún frá Víðidalstungu II er Álfasteinsdóttir í eigu Ingvars Jóhannssonar. Hún var í B-úrslitum í A-flokki og varð kommunni frá því að komast upp í A-úrslit. Endaði því í 9. sæti með 8.53 í einkunn. Knapi á þessarri prýðisgóðu fyrstu verðlauna hryssu var Ísólfur.
Björk frá Lækjamóti
Á Fjórðungsmóti er einnig keppt í tölti þar tóku þátt fjögur hross frá Lækjamóti þau Björk, Sögn, Hlekkur og Jafet með knöpum sínum Ísólfi, Vigdísi, Elvari og James. Ísólfur og Björk hlutu 6.93 í forkeppni og með þá einkunn komst þau í B-úrslit. Í úrslitunum hlutu þau 6.83 og 9 sæti.
Það er óhætt að vera ánægður með árangurinn á Fjórðungsmótinu. Hér má sjá viðtal af fréttavef hestafrétta við Ísólf að loknum sigrinum í B-flokki á Freyði.