09.07.2013 21:31

Besta ræktunarbússýningin á FM 2013


Lækjamót var með ræktunarbússýningu á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Þótti fjölskyldumeðlimum þetta hin besta skemmtun enda alltaf gaman þegar vel gengur. Knapar í sýningunni voru þeir sem að hrossaræktinni á Lækjamóti standa ásamt vinafólki. Tólf hrossum var riðið í sýningunni sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á keppnis eða kynbótabrautinni. Sérstaka athygli þeirra sem til okkar þekkja vakti þátttaka Elínar í sýningunni. Öllu venjulegu fer hún lítið á bak en hún reið galvösk í fararbroddi ásamt Þóri. Dómnefnd og fagnaðarlæti áhorfenda dæmdu bestu sýninguna og svo fór að Lækjamót stóð uppi sem sigurvegari af þeim 11 búum sem tóku þátt. Við viljum þakka stuðninginn.

Hjónin Elín og Þórir ríða Björk og Návist


Jóhann og Sigurrós nær, Guðmar og Alúð fjær                                   Guðmundur og Eyvör


Feðginin Ásdís og Elvar á Röst og Hlekk                                             Friðrik á Ólafíu


Vigdís á Sögn, Elín á Björk                                                           James og Jafet


Systkinin Sonja og Ísólfur tóku á móti viðurkenningu fyrir hönd bússins


HÉR má sjá viðtal við Ísólf að lokinni ræktunarbússýningunni, fengið af fréttavef Eiðfaxa.

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]