14.07.2013 22:00
Gríðarsterku Íslandsmóti lokið
Þá er fjölskyldan á Lækjamóti II komin heim aftur eftir tveggja vikna hestamótamaraþon sem hófst eins og áður sagði hér á heimasíðunni með Fjórðungsmóti á Kaldármelum og lauk í dag með úrslitum á Íslandsmóti í Borgarnesi.
Íslandsmótið var mjög sterkt, bestu hestar og knapar landsins í öllum greinum og þurfti háar einkunnir til að komast í úrslit. Svo fór að Ísólfur náði þeim frábæra árangri að keppa í þremur úrslitum.
Fyrst með Sólbjart frá Flekkudal í B-úrslitum í 5.gangi þar sem þeir enduðu í 9.sæti með einkunnina 7,12.
Þeir Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II mættu síðan galvaskir í A-úrslit í tölti eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Svo fór að þeir urðu í 5.-6. sæti með 8,28 í einkunn. Sama dag fóru þeir félagar í A-úrslit í 4.gangi og urðu í 5.sæti með 8,0 í einkunn. Ekki slæmur árangur fyrir hest sem fyrir viku síðan fór í 9,01 í gæðingakeppni!
Verðlaunaafhending í 4.gangi
Sonja og undirrituð tóku þátt á Íslandsmótinu í fyrsta sinn, var það mjög skemmtilegt og fer beint í reynslubankann.
Sonja og Kvaran frá Lækjamóti kepptu í fjórgangi og tölti
Sonja keppti á Návist frá Lækjamóti í 5.gangi
Vigdís og Sögn frá Lækjamóti kepptu í tölti
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]