12.08.2013 21:22
Skemmtilegt mót á Einarsstöðum
Á meðan margir hestamenn fylgdust með úrslitum á heimsmeistarmóti íslenska hestsins í Berlín skelltum við hjónin á Lækjamóti II okkur í Þingeyjasýsluna til að keppa á stórmóti Þjálfa á Einarsstöðum. Skemmtileg stemming var á mótinu og margir áhorfendur í brekkunni enda fjölmargir sem komu ríðandi á mótið og gistu í tjöldum.
Í A-flokki gæðinga keppti Ísólfur á Sólbjarti frá Flekkudal og Gandálfi frá Selfossi, kom þeim báðum í a-úrslit, Sólbjarti í 7.sæti og Gandálfi í 2.sæti. Því fór svo að Vigdís keppti á Sólbjarti í úrslitunum sem var frábær reynsla fyrir knapann, enduðu þau í 8.sæti. Ísólfur og Gandálfur áttu í harðri toppbaráttu, enduðu í 2.sæti með 8,56.
Við höfðum með okkur sex hross til að keppa á og komum við til baka með 8 verðlaun svo það er óhætt að segja að vel hafi gengið .
Ísólfur og Kristófer sigruðu B-flokk gæðinga með 8,68 og hlutu þeir einnig veglegan farandgrip fyrir hæstu einkunn á mótinu.
Vigdís og Sögn sigruðu b-úrslitin í B-flokki og fóru upp í 5.sæti í a-úrslitum með 8,46. Þær voru einnig valdar glæsilegasta parið á mótinu.
B-flokkur gæðinga A-úrslit
1 | Kristófer frá Hjaltst.hv | Ísólfur Líndal | 8,68 |
2 | Vísir frá Árgerði | Stefán Birgir Stefánsson | 8,51 |
3 | Fróði frá Akureyri | Þorbjörn Hreinn Matthíasson | 8,50 |
4 | Gullinstjarna frá Höfða | Þór Jósteinsson | 8,47 |
5 | Sögn frá Lækjamóti | Vigdís Gunnarsdóttir | 8,46 |
6 | Bessi frá Skriðu | Andrea Bang Kjelgaard | 8,44 |
7 | Saga frá Skriðu | Viðar Bragason | 8,30 |
8 | Eldjárn frá Ytri Brennhóli | Erla Birgisdóttir | 8,20 |
Í A-flokki gæðinga keppti Ísólfur á Sólbjarti frá Flekkudal og Gandálfi frá Selfossi, kom þeim báðum í a-úrslit, Sólbjarti í 7.sæti og Gandálfi í 2.sæti. Því fór svo að Vigdís keppti á Sólbjarti í úrslitunum sem var frábær reynsla fyrir knapann, enduðu þau í 8.sæti. Ísólfur og Gandálfur áttu í harðri toppbaráttu, enduðu í 2.sæti með 8,56.
A-flokkur gæðinga A-úrslit
1 | Freyja frá Akureyri | Þorbjörn Hreinn Matthíasson | 8,63 |
2 | Gandálfur frá Selfossi | Ísólfur Líndal Þórisson | 8,56 |
3 | Frami frá Íbíshóli | Guðmar Freyr Magnússon | 8,49 |
4 | Tíbrá frá Litla-Dal | Þórhallur Þorvaldsson | 8,48 |
5 | Elding frá Barká | Þór Jósteinsson | 8,46 |
Sólbjartur frá Flekkudal | Vigdís Gunnarsdóttir |
Í tölti mættum við svo með Gulltopp frá Þjóðólfshaga og Björk frá Lækjamóti og svo fór að Ísólfur og Gulltoppur sigruðu töltið nokkuð örugglega og Vigdís og Björk höfnuðu í 4-5.sæti. Ekki slæmur árangur hjá slaktaumatölturunum.
TÖLT A-úrslit
Þar sem við hjónin vorum bæði svo upptekin að keppa þá eigum við engar myndir frá mótinu en hugsanlega verða einhverjar myndir sýnilegar á heimasíðu Þjálfa en þar má nú finna öll úrslit mótsins. http://thjalfi.123.is/
Guðmar stóð sig frábærlega eins og alltaf á þessu mótastandi foreldranna, beið rólegur meðan við kepptum og hljóp svo til okkar þegar verðlaunaafhendingin fór fram. Hann bíður nú spenntur eftir næstu helgi þegar fram fer íþróttamót Þyts og boðið er upp á pollaflokk en hann og Rökkvi ætla að sjálfsögðu að mæta þangað!
Guðmar slakar á yfir DVD á leiðinni heim eftir skemmtileg hestamót
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]