12.10.2013 22:15
Stóðréttir, frumtamningar, fortamningar já og eitt hús ;)
Á haustin fer fram fjölbreytt vinna í hesthúsinu, keppnishestarnir eru í fríi en ungu hrossin fá meiri tíma. Frá því í ágúst höfum við verið að frumtemja 2010 árganginn og eru þar mjög spennandi tryppi. Mikil tilhlökkun fylgir því síðan að fá stóðið heim af Víðidalstunguheiði en þau komu heim um síðustu helgi þegar ein skemmtilegasta helgi ársins fór fram, stóðréttarhelgin. Í kjölfarið tókum við á hús tryppi fædd 2011 til að fortemja í nokkra daga. Þessa dagana eru svo meira tamin hross að koma inn og allt að komast á fullt.
Frumtamningar hafa gengið vel í haust, Anna-Lena hér á Freyðisdóttur sem heitir Halla Ísey (eigandi Guðmar Hólm) |
Gott að færa inni æfingarnar líka út á opið svæði. Anna-Lena hér að temja Hafdísi frá Lækjamóti f. Ómur frá Kvistum m. Valdís frá Blesastöðum 1A
|