29.10.2013 13:58

Ræktunarbú ársins 2013 í Húnaþingi vestra

Um síðustu helgi fram uppskeruhátíð hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktunarsamtakanna.  Hátíðin var sem fyrr frábær skemmtun og fékk Lækjamótsfólkið að finna vel fyrir skemmtinefndinni, Ísoldín og Jasdís skottast áfram í blak og spjalla við andann í lampanum wink. Þeir sem vita ekkert hvað ég er að tala um láta sig vonandi ekki vanta á þessa frábæru hátíð að ári!

En auk skemmtiatriða voru veitt fjölmörg verðlaun.  Árið 2013 gekk mjög vel hjá okkur Lækjamótsfólki. 9 hross voru sýnd í kynbótadóm frá Lækjamótsbúinu og meðaleinkunn aðaleinkunnar 8,07.  Mörg af þessum hrossum voru verðlaunuð sérstaklega á uppskeruhátíðinni. Fjögur ræktunarbú voru að þessu sinni tilnefnd til Ræktunarbús ársins: Syðri-Reykir, Efri-Fitjar, Lækjamót og Bessastaðir.  Svo fór að Lækjamót var stigahæst og því ræktunarbú ársins 2013.  

Þórir, Elín, Ísólfur og Vigdís með verðlaun kvöldsins

 

Hæst dæmda hryssan í Húnaþingi vestra er Návist frá Lækjamóti en hún er með 8,33 í aðaleinkunn.

 

Hæst dæmdu kynbótahrossin í Húnaþingi vestra árið 2013 eru:

4 vetra 
1. sæti Gleði frá Bessastöðum með aðaleink. 7,94
2. sæti Hugsun frá Bessastöðum með aðaleink 7,84

5 vetra stóðhestar
1. sæti Brennir frá Efri-Fitjum með aðaleink. 8,34
2. sæti Askur frá Syðri-Reykjum með aðaleink 8,26

5 vetra hryssur

1. sæti Ólafía frá Lækjamóti með aðaleink. 8,15

2. sæti Gunnvör frá Lækjamóti með aðleink. 7,94

3. sæti Mynd frá Bessastöðum með aðaleink. 7,91

6 vetra stóðhestar
1. sæti Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleink 8,39, hann er jafnframt hæst dæmdi stóðhesturinn í Húnaþingi vestra árið 2013
2. sæti Bikar frá Syðri-Reykjum með aðaleink. 8,18
3. sæti Hugi frá Síðu með aðaleink 8,12

6 vetra hryssur

1. sæti Fura frá Stóru-Ásgeirsá með aðaleink 8,30
2. sæti Gáta frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Glæða frá Bessastöðum með aðaleink 8,23

7 vetra og eldri stóðhestar
1. sæti Erfingi frá Grafarkoti með aðaleink. 8,13

7 vetra og eldri hryssur

1. sæti Návist frá Lækjamóti með aðaleink 8,33, auk þess hæst dæmda hryssan í Húnaþingi vestra árið 2013
2. sæti Alúð frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24

3. sæti Vág frá Höfðabakka með aðaleink. 8,11

 

Á hátíðinni voru einnig verðlaunaðir knapar ársins og var Ísólfur líkt og í fyrra, knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt, í þetta sinn með 782 stig sem er nýtt met.

Ísólfur tekur á móti verðlaunum sem knapi ársins í 1.flokki 

 

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]