28.11.2013 08:51
Hestar í þjálfun í vetur
Það er nóg um að vera í hesthúsinu og allir vinnudagar skemmtilegir. Til að aðstoða okkur við þjálfun og tamningar höfum við ráðið reiðkennarann Hallfríði S. Óladóttur (Haffý) fram yfir Landsmót 2014. Haffý hefur síðustu 3 mánuði verið að temja tryppi fædd 2010 fyrir Þóri og Ellu. Það hefur gengið mjög vel og eru þau á leiðinni út í frí núna en í þeim hópi voru m.a nokkur spennandi Blysfara afkvæmi. Um næstu helgi verða tekin aftur inn 2010 árgangurinn sem Ísólfur og Vigdís eiga en þau voru taminn í tvo mánuði fyrr í haust. Verður gaman að sjá hvernig þau þróast en mörg þeirra eru undan Freyði frá Leysingjastöðum II sem þrátt fyrir harða samkeppni er kóngurinn í húsinu ;)
Freyðir er einn af þeim gæðingum sem verða í þjálfun hjá Ísólfi og Vigdísi hér fyrir neðan má sjá hluta þeirra hrossa sem eru nú í þjálfun á Lækjamóti:
|
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi |
Björk frá Lækjamóti
|
Korði frá Kanastöðum
|
Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
|
Sólbjartur frá Flekkudal
|