30.01.2014 13:05
Lið Lækjamóts.is í Meistaradeild Norðurlands fullskipað
|
||
Sölvi Sigurðsson með alhliðahestinn Starkarð frá Stóru Gröf Ytri. |
Í ár er gerð breyting á fyrirkomulagi Meistaradeildar Norðurlands þannig að auk einstaklingskeppni er liðakeppni. Sex efstu knapar Meistardeildarinnar 2013 eru liðstjórar og velja þeir með sér einn liðsmann. Þriðji liðsfélaginn var svo dreginn í lið eftir úrtöku sem fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni. Efstur á úrtökunni í gær var Sölvi Sigurðsson en keppt var í fjórgangi og fimmgangi. Dróst hann í lið Lækjamóts.is sem er þá skipað þeim Ísólfi, Vigdísi og Sölva. Þetta er frumraun Vigdísar í Meistardeildinni sem er svo heppin að geta leitað ráða hjá reynsluboltunum Ísólfi og Sölva.
Fyrsta mót KS deildarinnar er 26.febrúar en þá er keppt í fjórgangi. Það er því ennþá tími til að undirbúa sig fyrir þessa skemmtilegu keppni.
Keppendur og liðskipting í Meistaradeild Norðurlands 2014 er þannig:
Top Reiter – Syðra Skörðugil
- Elvar E. Einarsson
- Tryggvi Björnsson
- Baldvin Ari Guðlaugsson
Weierholz
- Bjarni Jónasson
- Sigvaldi Guðmundsson
- Jóhann Magnússon
Laekjamot.is
- Ísólfur Líndal Þórisson
- Vigdís Gunnarsdóttir
- Sölvi Sigurðarson
Hrímnir
- Þórarinn Eymundsson
- Líney María Hjálmarsdóttir
- Hörður Óli Sæmundsson
Draupnir – Þúfur
- Mette Mannseth
- Gísli Gíslason
- Arnar Bjarki Sigurðarson
Björg – Fákasport
- Viðar Bragason
- Þorbjörn H. Matthíasson -
- Hlín M. Jóhannesdóttir