09.02.2014 18:01
Gæðingafimi VÍS og fjórgangur í Húnvetnsku
Annað keppniskvöld Meistaradeildar VÍS lauk í síðustu viku þar sem fram fór Gæðingafimi. Ísólfur keppti þar á Freyði frá Leysingjastöðum II. Þeir áttu kraftmikla sýningu þar sem hæfileikar Freyðis fengu að njóta sín og urðu þeir í 7.sæti. Guðmar Þór fékk Gulltopp frá Þjóðólfshaga lánaðann, áttu þeir fallega sýningu saman þar sem Gulltoppur sýndi lipurð sýna og mýkt undir frábærri stjórn Guðmars. Þeir urðu í 12.sæti.
Ísólfur hefur aldrei keppt áður í þessari grein en fannst hún mjög skemmtileg. Við myndum vilja sjá oftar keppt í Gæðingafimi á Íslandi en hún reynir mikið á samspil manns og hests auk þess að hæfileikar íslenska gæðingsins fá að njóta sín.
Eftir tvær greinar af átta í Meistaradeild VÍS er Ísólfur í 3.sæti í einstaklingskeppninni með 11 stig og lið hans Spónn.is/Heimahagi í 5.sæti.
Næsta grein er fimmgangur sem fer fram 20. febrúar.
LIÐAKEPPNI
1.Top Reiter/Sólning 106
2.Hrímnir/Export hestar 95,5
3.Gangmyllan 87
4.Auðsholtshjáleiga 84,5
5.Spónn.is/Heimahagi 67
6.Ganghestar/Málning 62
7.Lýsi 54
8.Árbakki/Hestvit 44
EINSTAKLINGSKEPPNI
1.Olil Amble 22
2.Ólafur B. Ásgeirsson 12
3.Ísólfur Líndal Þórisson 11
4.Þorvaldur Árni Þorvaldsson 10
5.Guðmundur Björgvinsson 9
6.Eyjólfur Þorsteinsson 8
7.Eyrún Ýr Pálsdóttir 8
8.Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8
9.Jakob S. Sigurðsson 7
10.Árni Björn Pálsson 6
11.Viðar Ingólfsson 4,5
12.Þórdís Erla Gunnarsdóttir 4,5
13.Sigurður V. Matthíasson 3
14.Bergur Jónsson 2
15.Hulda Gústafsdóttir 1
Eftir að heim var komið tók við næsta mót sem var Húnvetnska liðakeppnin. Keppt var í fjórgangi. Veðrið var leiðinlegt, mikið rok og slydda sem gerði það að verkum að ekki var hægt hita upp úti. Var brugðið á það ráð að gefa nokkrar mínútur fyrir hvern flokk til að keppendur gætu hitað upp inni.
Ísólfur keppti á Kappa frá Kommu. Kappi er lítið reyndur sem keppnishestur en við erum mjög ánægð með hvernig hann tókst á við þetta verkefni, hann var aðeins óöruggur með sig í forkeppninni en sýndi flotta takta og hlökkum við til að sjá hvernig hann þróast áfram. Ísólfur og Kappi fóru í b-úrslit og unnu þau og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu a-úrslitin líka. Vigdís keppti á Sögn frá Lækjamóti og enduðu þær í 3. sæti á eftir Fanney og Brúney frá Grafarkoti og Ísólfi og Kappa frá Kommu. Í 4.sæti urðu þau James og Eyvör frá Lækjamóti og í 5.sæti urðu Herdís og Grettir frá Grafarkoti.
A úrslit í 1. flokki
1. Ísólfur Líndal og Kappi frá Kommu 5,97/6,75 (komu upp úr b-úrslitum)
2. Fanney Dögg og Brúney frá Grafarkoti 6,83/6,75
3. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 6,33/6,67
4. James Faulkner og Eyvör frá Lækjamóti 6,33/6,38
5. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti 6,37/6,08