01.03.2014 19:46
ÍS-landsmót á Svínavatni
Sterku og skemmtilegu móti á Svínavatni lauk í dag í blíðskaparveðri en þar var keppt í A-flokki, B-flokki og tölti á ís. Skráning var mikil, þrír inná í einu og 14-19 holl í hverjum flokk. Margir mjög góðir hestar kepptu og frábær tilþrif sáust. Erum við mjög ánægð með árangur dagsins.
Ísólfur keppti á þremur hestum í jafnmörgum greinum. Vaðall fór í B-flokk, þeir voru í 6.sæti eftir forkeppni en unnu sig upp í 3.sæti í úrslitum með einkunnina 8,80.
![]() |
Ísólfur og Vaðall frá Akranesi |
![]() |
verðlaunaafhending í B-flokki gæðinga |
B fl. | |||
Sæti | Knapi | Hestur | Samtals |
1 | Hans Þór Hilmarsson | Síbil frá Torfastöðum | 9,21 |
2 | Jakob Sigurðsson | Nökkvi Skörðugili | 8,86 |
3 | Ísólfur Líndal | Vaðall frá Akranesi | 8,80 |
4 | Gunnar Arnarsson | Frægð frá Auðsholtshjáleigu | 8,79 |
5 | Hlynur Guðmundsson | Bliki annar frá Strönd | 8,69 |
6 | Arnar Bjarki Sigurðarson | Kaspar frá Kommu | 8,66 |
7 | Sæmundur Þ Sæmundsson | Lyfting frá Fyrirbarði | 8,60 |
8 | Magnús Bragi Magnússon | Birta frá Laugardal | 8,59 |
9 | Helgi Eyjólfsson | Stimpill frá Vatni | 8,54 |
í A-flokki gæðinga keppti Ísólfur á Gandálfi og höfnuðu þeir í 2.sæti
![]() |
![]() |
A flokkur úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hestur | Samtals |
1 | Tryggvi Björnsson | Þyrla frá Eyri | 8,74 |
2 | Ísólfur Líndal | Gandálfur frá Selfossi | 8,57 |
3 | Elsa Hreggviðsdóttir Mandal | Ársól frá Bakkakoti | 8,51 |
4 | Líney María Hjálmarsdóttir | Kunningi frá Varmalæk | 8,49 |
5 | Logi Þór Laxdal | Vörður frá Árbæ | 8,40 |
6 | Jakob Sigurðarson | Ægir frá Efri-Hrepp | 8,39 |
7 | Elvar Einarsson | Mánadís frá Akureyri | 8,30 |
8 | Gunnar Arnarson | Hreggviður frá Auðholtshjáleigu | 8,29 |
Í Tölti keppti Ísólfur á Kappa frá Kommu, þeir voru eftir forkeppni í 4.sæti með 7,13. Ísólfur ákvað að draga sig úr keppni þar sem Kappi hafði farið upp í olnboga í forkeppninni.
![]() |
Kappi tók sig vel út á ísnum |