14.05.2014 13:03
Útimót og grænt gras
Eftir veturinn er farið að sjá í sumarið, með hverri vikunni grænkar grasið, hitinn hækkar og dagurinn lengist.
Um síðustu mánaðarmót skrapp Ísólfur í bíltúr með nokkra hesta bæði í Búðardal og Borgarnes til að keppa á fyrstu úti íþróttamótum ársins. Mjög vel gekk á þessum mótum báðum og margir sigrar. Í Búðardal sigraði hann í fjórgang á Vaðli frá Akranesi með 7,23, sigraði fimmgang á Gandálfi frá Selfossi með 7,17. Í tölti urðu hann og Björk frá Lækjamóti í 2.sæti með 6,89 á eftir James og Sögn frá Lækjamóti 7,37. var okkur góður og hlökkum við mikið til verkefni sumarsins. Vormótin eru byrjuð og kynbótasýningar á næsta leiti sem er alltaf spennandi.
Í Borgarnesi sigraði Ísólfur fjórganginn á Kappa frá Kommu með 7,17, fimmgang á Flosa frá Búlandi með 7,03, tölt á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi með 7,89, gæðingaskeið á Sólbjarti frá Flekkudal með 7,35.
Þar sem undirrituð var stödd á blakmóti þegar þessi mót fóru fram eru engar myndir af þessum flotta árangri en úr því verður bætt í sumar
![]() |
Milli móta er svo fylgst með framkvæmdum í nýja hesthúsinu en hesthúsið hefur hlotið nafnið Sindrastaðir. Framkvæmdirnar á Sindrastöðum eru alveg á lokametrunum og erum við orðin verulega spennt.
![]() |
En það er fleira sem er spennandi, ekkert folald er komið, enn daglega er farið í hólfið til að heilsa uppá hryssurnar sem verða þyngri á sér með hverjum deginum.
![]() |
Guðmar kemur spenntur með á hverjum degi að líta eftir fylfullu hryssunum. Hér er hann á Setningu gömlu sem hefur lokið sínu hlutverki sem folaldsmeri en sinnir barnapössun í staðinn.
|