29.07.2014 21:24

Þrenn úrslit á Íslandsmóti 2014

Það var vel heppnað Íslandsmótið sem fór fram í Víðidal hjá hestamannafélaginu Fáki í síðustu viku. Þó nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og var gaman að börn/unglingar og ungmenni kepptu á sama móti og fullorðnir. 

Ísólfur keppti á fimm hestum í átta greinum. Um 60 skráningar voru í flestar greinar og bestu hestar landsins mættir.  Alls komust þrír í úrslit, Freyðir í b-úrslit í 4gangi, Sólbjartur í b-úrslit í 5gangi sem hann svo vann og fór upp í a-úrslit og svo fór Vaðall í a-úrslit í slaktaumatölti. 

Vaðall er stórefnilegur keppnishestur, hlaut hæstu einkunn fyrir frjálsu ferðina í T2 eða 8,83. Reynsluleysi gerði svo vart við sig á slaktatauminum en þetta var í annað sinn sem keppt var á honum úti í T2.  Hann endaði í 5.sæti með 7,42.

 

Sólbjartur var í miklu stuði, vann b-úrslit í fimmgangi, átti frábæra skeiðspretti og endaði í 4.sæti í a-úrslitum með 7,45.
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 610461
Samtals gestir: 61244
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:49:57
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]