28.08.2014 07:54

Takk fyrir komuna á Sindrastaði

Fjölskyldan á Lækjamóti vill þakka öllum innilega fyrir komuna á Sindrastaði í gær en þá fór fram formleg opnun.  Gaman var hve margir sáu sér fært að mæta en áætlað er að milli 700-800 manns hafi heimsótt okkur. Var dagurinn á allan hátt frábær og ekki skemmdi fyrir að veðrið lék við okkur.  Við viljum þakka Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra fyrir komuna og Sigurði Inga fyrir sinn þátt í opnuninni.  Kvenfélögin á svæðinu sáu um veitingar og þökkum við þeim kærlega fyrir en ekki var auðvelt að áætla þann fjölda sem myndi mæta.

Vonum við að allir hafa notið heimsóknarinnar til okkar og hlökkum til að byrja að nota og njóta þessarar nýju aðstöðu. 

Vaðall, Ísólfur, Guðmar, Sigurður Ingi, Richard, Ísak, Vigdís og Gulltoppur tóku þátt í formlegri opnun þar sem klippt var á borða í reiðhöll Sindrastaða.

 

 

 

Hreinn Magnússon og Vigdís en Hreinn ræktaði hestinn Sindra frá Leysingjastöðum sem Sindrastaðir heita eftir.

 

 
 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556671
Samtals gestir: 58108
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 09:38:23
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]