30.09.2014 13:21
Frumtamningar og stóðréttarfjör
Í september hafa frumtamningar verið í aðalhlutverki. Þórir kennir frumtamningar við Háskólann á Hólum og keyrir daglega á milli. Friðrik og Sonja eru að temja 3. vetra tryppin sín auk þess sem Sonja vinnur sem dýralæknir í sláturhúsinu á Hvammstanga. Og á Sindrastöðum sjá Ísólfur og Bjarki um tamningar á 3.vetra tryppum Ísólfs og Vigdísar. Það er því mikið fjör í hesthúsunum og hver dagur spennandi.
Um næstu helgi eru svo stóðrétt í Víðidalstungurétt. Á föstudaginn förum við að smala safninu niður af Víðidalstunguheiði og réttað er á laugardegi. Við eigum von á mörgum góðum gestum til okkar á Lækjamót svo það verður pottþétt mikil gleði Eftir helgina er stefnt að því að taka inn 2 vetra tryppi í nokkra daga til að kynnast þeim aðeins betur og undirbúa fyrir tamningu. Um miðjan Október koma svo inn eftir haustfrí keppnishestarnir.
1 og 2. vetra ógeltir folar á Lækjamóti
|