19.04.2015 09:24
Innimótin að klárast hvert af öðru
Það hefur verið mikið fjör síðustu vikur í liðakeppnum og innimótum vetrarins og eru nú mótin að klárast hvert af öðru.
Meistaradeild VÍS lauk 10.apríl með keppni í slaktaumatölti og skeiði gegnum höllina. Ísólfur keppti þar á Gulltoppi og Viljari. Endaði Ísólfur í áttunda sæti í skeiði á Viljari. Tveimur vikum áður fór fram keppni í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði úti á velli þar sem hann keppti á Sólbjarti og Stygg en þar varð hann í 9 sæti á Stygg frá Akureyri í 150 metrunum. Samanlagður árangur vetrarins hjá Ísólfi varð því 2.sæti í Meistaradeild VÍS á eftir Árna Birni Pálssyni og hálfu stigi á undan Sigurbirni Bárðarsyni. Frábær árangur hjá Ísólfi en þetta er í annað sinn sem hann keppir í þessari sterku og skemmtilegu deild.
Ísólfur, Guðmar og Davíð liðsmenn Heimahaga verðlaunaðir en þeir voru stigahæstir á lokamótinu fyrir skeið í gegnum höllina. |
Það voru fleiri innimót sem tekið var þátt í.
Í páskafríinu var brunað norður í Skagafjörð til að keppa í kvennatölti. Ísólfur var að þessu sinni einkabílstjóri en hópur kvenna frá hestamannafélaginu Þyt tók þátt í öllu flokkum. Mikið fjör var á þessu móti sem fyrr og góður árangur.
Það er aldrei leiðinlegt hjá Þytsfélögum
Keppt var í 21 árs og yngri og komst Karítas í úrslit á Björk frá Lækjamóti og endaði í 2.sæti með 6,72.
|
Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar lauk föstudaginn 17.apríl. Keppt var í 100 m skeiði og tölti. Frábært veður var þetta kvöld, sól, hiti og hægur vindur sem gerði það að verkum að hægt var að leggja út á velli og gaman var að hita upp úti fyrir töltkeppnina.
Í skeiði varð Vigdís í 2.-3 sæti á Stygg frá Akureyri og Ísólfur í 5.sæti á Glóey frá Torfunesi.
Töltkeppnin hófst með pollaflokki en þar mætti Guðmar með Sýn frá Grafarkoti og voru þau glæsileg saman.
Í barnaflokki varð Eysteinn í þriðja sæti á Glóð. Karítas keppti á Björk frá Lækjamóti og vann eftir sætaröðun í unglingaflokki en hún og Eva Dögg voru jafnar í einkunn. Í 1.flokki var hart barist í úrslitunum og fór svo að Ísólfur varð í 5.sæti á Gulltoppi frá Þjóðólfshaga með 6,94 og Vigdís sigraði á Freyði frá Leysingjastöðum með 7,39.
2 Elvar Logi Friðriksson / Byr frá Grafarkoti LiðLísuSveins 7,28
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti LiðLísuSveins 7,22
4 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti LiðLísuSveins 7,00 (sigraði b úrslit)
5 Ísólfur Líndal Þórisson / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 Víðidalur 6,94
6 Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti Víðidalur 6,78
Ísólfur og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
|
Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum II
|
Lið Víðidals sigraði samanlagt mótaröðina og átti sigurvegara í öllum flokkum í einstaklingskeppninni. Eysteinn í barnaflokki, Karítas í unglinaflokki, Stine í 3.flokki, Magnús Ásgeir í 2.flokki.
Í 1.flokki sigraði Vigdís einstaklingskeppnina, í öðru sæti var Fanney Dögg og þriðja Hallfríður S. (Haffí)