12.05.2015 19:39
Fyrsta útimót sumarsins
Það var fallegt veður í Borgarnesi þegar opið íþróttamót var haldið um síðustu helgi. Ísólfur, Vigdís og Guðmar ákváðu að fylla vagninn af keppnishrossum og fara í útilegu. Mótið var á laugardegi og sunnudegi, öll forkeppni, skeiðgreinar auk b-úrslita voru á laugardegi og a-úrslit fóru svo fram á sunnudegi. En það voru fleiri sem komu úr Húnavatnssýslu til að taka þátt. Ásdís Brynja fékk far með okkur og keppti í unglingaflokki og Haffí í Dæli og Jói Magg kepptu í opnum flokki. Húnvetningum gekk vel á mótinu og voru í úrslitum í öllum greinum sem tekið var þátt í:
![]() |
Kristófer og Ísólfur sigruðu 4.ganginn glæsilega
|
Sæti Keppandi Heildareinkunn
-
1 Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,20
2-3 Iðunn Svansdóttir / Fjöður frá Ólafsvík 6,60
-
2-3 Vigdís Gunnarsdóttir / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 6,60
-
4 Jóhann Magnússon / Mynd frá Bessastöðum 6,43
-
5 Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Bráinn frá Oddsstöðum I 6,33
-
6 Benedikt Þór Kristjánsson / Kolur frá Kirkjuskógi 6,17
![]() |
||
Ásdís Brynja og Vigur frá Hofi urðu í 4.sæti í 4.gangi og 2.sæti í tölti unglinga
Sæti Keppandi Heildareinkunn
|
![]() |
Vigdís keppti á Sýn frá Grafarkoti í tölti en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er á Sýn úti á hringvelli |
![]() |
Haffí og Kolgerður voru flottar að vanda og sigruðu 5.ganginn
|
Sæti Keppandi Heildareinkunn
-
1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 6,93
-
2 Halldór Sigurkarlsson / Kolbrá frá Söðulsholti 6,93
-
3 Jóhann Magnússon / Sjöund frá Bessastöðum 6,24
-
4 Ísólfur Líndal Þórisson / Segull frá Akureyri 6,12
-
5 Randi Holaker / Þytur frá Skáney 4,88
Í 100 metra skeiði áttu bæði Viljar og Stygg frábæra spretti en því miður var notast við skeiðklukkur en ekki rafrænan búnað og því ekki alveg að marka tímana sem voru mældir þetta kvöld en þau urðu í 2. og 3. sæti.
Óvæntu úrslit helgarinnar var sigur Vigdísar á Stygg frá Akureyri í gæðingaskeiði en þær voru báðar að keppa í fyrsta skipti í þessari skemmtilegu grein.
1 Vigdís Gunnarsdóttir, Stygg frá Akureyri 7,25
2 Þorgeir Ólafsson, Glóra frá Skógskoti 6,92
3 Guðmundur Margeir Skúlason, Fannar frá Hallskelsstaðahlíð 6,58
4 Jóhann Magnússon, Sjöund frá Bessastöðum 6,33
5 Benedikt Þór Kristjánsson, Karri frá Kirkjuskógi 5,83