13.07.2015 21:22
Íslandsmót 2015 - Frábærir hestar og gott veður
"Vá hvað er mikið til af góðum hrossum" er setning sem ómar í höfðinu á manni eftir nýafstaðið Íslandsmót sem haldið var af hestamannafélaginu Spretti í Kópavogi. Mótin verða sífellt sterkari hvað varðar hæfileika þeirra hrossa sem þar koma fram, reiðmennska er langoftast til fyrirmyndar og margar glæsilegar sýningar sjást. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu flotta móti þar sem öll umgjörð og framkvæmd Sprettara var til fyrirmyndar. Mikill metnaður var greinilega að þar að baki hjá stjórn og félagsmönnum öllum sem lögðu sig fram um að taka vel á móti öllum gestum. Þónokkrir áhorfendur voru í brekkunni á sunnudeginum sem er vonandi þróun sem heldur áfram og að okkar mati er mjög jákvætt að halda mótin saman þ.e yngri flokka ásamt fullorðnum. Gaman var að fylgjast með ungum og efnilegum knöpum framtíðarinnar og skemmtileg stemming myndaðist.
Það var alls farið með 9 hross héðan frá Lækjamóti. Ísólfur keppti á 6 þeirra og Karítas Aradóttir sem starfar hjá okkur Ísólfi og Vigdísi á Sindrastöðum fór með 3 hross en Karítast er í unglingaflokki. Árangur þeirra beggja var glæsilegur á mótinu. Karítast keppti í fyrsta sinn í 100 m. skeiði á hestinum Muninn frá Auðsholtshjáleigu sem er einnig byrjandi á þessu sviði og einungis 6 vetra gamall. Þau fóru á tímanum 8,53 sek og urðu í 2.sæti.
Karítas og Muninn frá Auðsholtshjáleigu urðu í 2.sæti í 100 m.skeiði |
Karítas keppti einnig í tölti unglinga á Björk frá Lækjamóti, komst í b-úrslit og endaði í 8.sæti með einkunnina 6,44. Frábær árangur hjá þeim á sínu fyrsta íslandsmóti saman.
|
||||||||||||||
Karítas og Björk frá Lækjamóti að lokinni verðlaunaafhendingu í tölti
Það gekk ekki síður vel hjá Ísólfi en hann keppti á Sólbjarti í fimmgangi og hlaut í forkeppni 7,43 sem var þriðja hæsta einkunn inn í úrslit. Því miður meiddist Sólbjartur aðeins og því mætti hann ekki í úrslitin en árangur hans engu að síður frábær.
|