06.11.2015 20:17
Ræktunarbú ársins og knapi ársins 2015
Það var mikið fjör á uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra sl. laugardag. Um 170 manns mættu á skemmtunina sem hófst á glæsilegum kvöldmat, svo tóku við verðlaunaafhendingar fyrir knapa ársins, hæst dæmdu hross ársins og ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra. Að því loknu voru frábær skemmtiatriði þar sem Ísólfur og Sonja voru meðal leikenda og sýndu á sér nýjar hliðir á sviði :) Kvöldinu lauk svo með dansleik fram á nótt.
Fjögur ræktunarbú voru tilfnefnd sem ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra en öll þessi bú komu til greina sem ræktunarbú ársins á landsvísu og því ljóst að keppnin var hörð enda árangurinn verið mjög góður þetta árið á svæðinu. Búin sem tilnefnd voru heita Bessastaðir, Gauksmýri, Lækjamót og Syðri-Vellir. Svo fór að Lækjamót hlaut flest stig og því ræktunarbú ársins 2015! Alls voru 12 hross sýnd í kynbótadóm á árinu og fóru 7 þeirra yfir 8 í aðaleinkunn.
![]() |
||||||||||
Ræktendur á Lækjamóti eftir verðlaunaafhendingu
Verðlaun voru veitt í hverjum aldursflokki og þær hryssur sem hlutu verðlaun frá Lækjamót voru Vala, Hafdís, Ósvör og Iða.
6 vetra hryssur
1. Hugsun frá Bessastöðum 8,21
2. Vala frá Lækjamóti 8,21
3. Hellen frá Bessastöðum 8,05
5 vetra hryssur
1.Snilld frá Syðri - Völlum 8,37
2. Hafdís frá Lækjamóti 8,12
3.Ósvör frá Lækjamóti 8,07
4 vetra hryssur
1.Fröken frá Bessastöðum 8,04
2.Iða frá Lækjamóti 8,00
3.Etna frá Gauksmýri 7,82
Verðlaun fyrir knapa ársins í hverjum flokki voru einnig veitt á uppskeruhátíðinni og í 1.flokki urðu þeir "bræður" Ísólfur og James í 1. og 2. sæti, virkilega gaman að því :)
|