03.06.2011 09:57
Blysfari frá Fremra-Hálsi í 8,77 fyrir hæfileika!
Blysfari á kynbótasýningu á Vindheimamelum 2011
Kynbótasýning á Vindheimamelum hefur staðið yfir allla vikuna og í gær sýndi Ísólfur Blysfara frá Fremra-Hálsi en hann er 6 vetra Arðssonur. Blysfari var eins og við vitum frábær, óvenju hreyfingarmikill, með frábærar gangtegundir og geðslag. Það sést vel á hæfileikadómnum sem hljóðaði upp á 8,77.
Dóminn á Blysfara má sjá hér fyrir neðan og fleiri myndir af honum á sýningunni má finna í myndaalmbúmi á síðunni.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.49 |
29.05.2011 22:29
Kynbæturnar halda áfram á Lækjamóti :)
27.05.2011 17:19
Yfirliti lokið og stóðhestarnir þrír allir í 1.verðlaun
Þá er yfirlitssýningu kynbótahrossa á Hvammstanga lokið. Nokkur hross hækkuðu hjá okkur og fóru allir þrír stóðhestarnir því sem Ísólfur sýndi í 1.verðlaun en þeir eru Vökull frá Sæfelli sem hækkaði og fór í 8,08 fyrir hæfileika og 8,02 í aðaleinkunn:
Kostir
Tölt | 8 |
Brokk | 8 |
Skeið | 8 |
Stökk | 8 |
Vilji og geðslag | 8.5 |
Fegurð í reið | 8 |
Fet | 8 |
Hæfileikar | 8.08 |
Hægt tölt | 7.5 |
Hægt stökk | 7 |
Hróður frá Laugabóli sem hlaut 8,07 í aðaleinkunn og eftirfarandi hæfileikaeinkunn:
Tölt | 8.5 |
Brokk | 8.5 |
Skeið | 5 |
Stökk | 8.5 |
Vilji og geðslag | 8.5 |
Fegurð í reið | 9 |
Fet | 8.5 |
Hæfileikar | 8 |
Hægt tölt | 8 |
Hægt stökk | 8.5 |
og Freyðir frá Leysingjastöðum sem hækkaði og fór í 8,41 fyrir hæfileika en hér má sjá sundurliðun á hæfileikum hjá Freyði eftir yfirlitssýningu:
Kostir
Tölt | 9 |
Brokk | 8.5 |
Skeið | 7 |
Stökk | 8.5 |
Vilji og geðslag | 8.5 |
Fegurð í reið | 8.5 |
Fet | 9 |
Hæfileikar | 8.41 |
Hægt tölt | 8.5 |
Hægt stökk | 8 |
26.05.2011 20:34
Freyðir frá Leysingjastöðum efstur fyrir hæfileika á kynbótasýningunni á Hvammstanga
Í dag var Freyðir frá Leysingjastöðum sýndur í fyrsta sinn í kynbótadóm. Fékk hann 9,0 fyrir tölt og alls 8,33 fyrir hæfileika sem varð jafnframt hæsta hæfileikaeinkunn sýningarinnar . Ekki var laust við að undirrituð væri stressuð fyrir þessari sýningu enda hesturinn í sérstöku uppáhaldi. Á morgun er svo yfirlitssýningin og verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Þess má geta að Freyðir tekur á móti hryssum á Lækjamóti í allt sumar.
Hér fyrir neðan má sjá dóminn í heild:
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.12 |
25.05.2011 21:54
aðeins meira frá kynbótasýningunni á Hvammstanga
Stóðhesturinn Hróður frá Laugabóli var sýndur á sinni fyrstu kynbótasýningu í dag en hann er 5 vetra gamall klárhestur. Hróður hlaut fyrir byggingu 8,18 og hæfileika 8,0, aðaleinkunn 8,07. Hróður er ansi jafnvígur og góður hestur eins og sjá má á hæfileikadómnum hér fyrir neðan:
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.07 |
Hróður á kraftmiklu og svifmiklu stökki
og brokk
24.05.2011 22:24
kynbótasýning hafin á Hvammstanga
Í dag hófst kynbótasýning á Hvammstanga en vegna mikillar skráningar varð að byrja degi fyrr en áætlað var. Gerðar hafa verið þó nokkrar umbætur á kynbótabrautinni sem er góð viðbót við hið flotta félagssvæði Þyts. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar eins flestir þekkja og er meðal annars hægt er að sitja inni í félagsheimilinu og fylgjast með sýningunni ef veður leyfir ekki útiveru. Það var þó alls ekki raunin í dag því um það leiti sem sýning hófst tók að lægja og hlýna og undir lok sýningar var sólin farin að skína
Ísólfur sýndi 4 hryssur í dag, á morgun og á fimmtudag verða svo fleiri hross sýnd þannig að það er áfram í nógu að snúast.
Hátíð frá Blönduósi sem hlaut meðal annars 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið
Návist frá Lækjamóti sem hlaut meðal annars 8,5 fyrir tölt
22.05.2011 20:40
Stóðhestar á húsi á Lækjamóti
Best er að hafa samband á netfangið [email protected] eða í síma 899-1146 til að panta.
Flugar frá Barkarstöðum hefur hlotið 8,56 fyrir byggingu, 8,33 fyrir hæfileika í aðaleinkunn 8,42. Verð á folatoll 40.000 kr. fyrir utan vsk.
Ræll frá Gauksmýri hefur hlotið 7,93 fyrir byggingu og 8,50 fyrir hæfileika í aðaleinkunn 8,27. Verð á folatoll 40.000 kr. fyrir utan vsk.
Brimar frá Margrétarhofi hefur hlotið 8,08 fyrir byggingu, 8,30 fyrir hæfileika í aðaleinkunn 8,21. Verð á folatoll 35.000 kr. fyrir utan vsk.
21.05.2011 11:06
Myndir frá útskrift reiðkennara á Hólum
James og Flugar bera íslenska fánann við upphaf reiðsýningar sem fór fram fyrir útskrift
Þeir sýndu frábæran skeiðsprett sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem þeyttu bílflautur eins og Íslendinga er siður
Sigrún formaður FT aðstoðar James í FT jakkann við útskriftarathöfnina
Allur útskriftarhópurinn ásamt Mette og Víkingi.
Jón biskup og Margrét héldu útskriftarkvöldverð fyrir James og buðu okkur í dýrindis veislu. Ísak og Guðmar hjálpuðu Jóni samviskusamlega að draga fánann að húni og brjóta hann saman áður en sólin settist
19.05.2011 20:29
James orðinn reiðkennari!
James á Flugari sínum sl. sumar.
Þá er öllum prófum lokið á Hólum en James hefur verið þar í reiðkennaranámi á vorönn. Hann náði öllum prófum og mun því útskrifast á morgun sem reiðkennari! Óskum við honum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum við til að fá hann heim á Lækjamót enda næg verkefni framundan. Í næstu viku er stefnt með dágóðan hóp á kynbótasýningu á Hvammstanga og í hverri viku eru svo kynbótasýningar og svo auðvitað úrtökur fyrir landsmót.
08.05.2011 20:58
Fyrsta útimót sumarsins
Ísólfur og Kristófer f. Hjaltastaðahvammi
fjórgangur
Ísólfur og Freymóður f. Feti
tölt
Ísólfur og Ræll f. Gauksmýri
30.04.2011 19:09
Fyrsta kynbótasýning ársins og sýnikennsla hjá James
Draumur frá Ragnheiðarstöðum hlaut í aðaleinkunn 7,94
Hlynur frá Ragnheiðarstöðum hlaut í aðaleinkunn 8,07
Kraftur frá Efri-Þverá hlaut í aðaleinkunn 8,28 þar af 9,0 fyrir brokk og hægt stökk
Kraftur bókstaflega á fljúgandi skeiði!
Í dag voru 3.árs nemendur Hólaskóla einnig með sýnikennslur og var James þar með Flugar og fjallaði um skeið. Í kvöld er svo kvöldsýningin "tekið til kostanna" en þar má finna mörg góð húnvetnsk atriði :)
James með frábæra sýnikennslu um skeiðþjálfun á Flugari f. Barkarstöðum
22.04.2011 10:05
Góðir gestir á Lækjamóti, hundar og fálkar
Fálkinn flýgur fram hjá Lækjamótsbænum
Það eru fleiri dýr í sveitinni þar sem Orka hundurinn þeirra Dæju og Óla kom með þeim í heimsókn og á sama tíma hefur Asja hennar Þórönnu verið í pössun og voru þær glaðar að hittast og leika sér í sveitinni.
dúllurnar Orka og Asja
Asja að boxa Orku...
21.04.2011 22:19
páskarnir, kynbótasýning ofl.
Rás II frá Flagbjarnarholti
Hlynur frá Ragnheiðarstöðum
Katla frá Flagbjarnarholti
Draumur frá Ragnheiðarstöðum
Páskarnir eru svo á næsta leiti með tilheyrandi súkkulaði áti og notalegheitum. Það verður fjölmennt á Lækjamóti um páskana þar sem öll fjölskylda Vigdísar kemur í heimsókn. Í vikunni hafa verið góðir aðstoðarmenn í hesthúsinu en þau Jónína Ósk og Davíð Sindri hafa verið hjá okkur í páskafríinu sínu. Það er alltaf gott að fá aðstoð í hesthúsið :)
Jónína og Davíð Guðmar að segja Arnari Orra hvað hestarnir heita
Það hafa komið rokdagar og þá lítur tjörnin svona út um eldhúsgluggann!
09.04.2011 09:26
Margir sigrar! Frábær töltkeppni
Efstu þrír í samanlagðri stigasöfnun, Vigdís efst, Þóranna önnur og Halldór þriðji
Það var mögnuð stemming sem myndaðist í gær meðal keppenda og áhorfenda þegar lokakvöldi húnvetnsku liðakeppninnar fór fram. Aldrei hafa sést jafn margar glæsilegar töltsýningar í þessari keppni og má sem dæmi nefna að alls fóru 9 knapar í 7,0 eða hærra í einkunn í úrslitum og því óhætt að segja að keppnin hafi verið gríðarlega sterk.
Þórir og Kvaran í flottri sveiflu
Lækjamóts fólkið stóð sig frábærlega en Þóranna sigraði 2 flokk á gæðingshryssunni Gátt frá Dalbæ með 7,0 og Vigdís vann sig upp úr b-úrslitum og varð í 2.sæti á stóðhestinum Freyði frá Leysingjastöðum II með 6,67. Í einstaklingskeppninni sem er samanlagður árangur á mótaröðinni skiptu þær um sæti því að Vigdís sigraði þá keppni með 17 stig og Þóranna varð 2. með 15 stig.
Úrslit í 2.flokki, Þóranna, Vigdís, Herdís, Ingunn og Kolbrún
Í 1.flokki komust svo Þórir, Ísólfur og James allir í b-úrslit og háðu þar harða en skemmtilega baráttu og röðuðust þannig að James og Brimar urðu í 6.sæti með 7,17, Ísólfur og Freymóður urðu í 7.sæti með 7,06 og Þórir og Kvaran urðu í 8. með 6,83.
B-úrslit í 1.flokki. Jóhann, Þórir, Ísólfur, James og Reynir
Til að ljúka svo kvöldinu með stæl sigraði lið 3 sem er okkar lið keppnina með yfirburðum!
Gunnar liðstjóri leiðir lið 3 trylltan sigurhring eftir að úrslitin lágu fyrir
Úrslit kvöldsins má svo sjá hér fyrir neðan (fengið af heimasíðu hestamannafélagsins Þyts auk mynda)
1. flokkur
A-úrslit eink fork/úrslit
1 Ólafur Magnússon / Gáski frá Sveinsstöðum 7,57 / 8,22
2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33 / 7,78
3 Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,13 / 7,67
4 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,28 (sigraði B-úrslit)
5 Pétur Vopni Sigurðsson / Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 8,97 / 7,00
B - úrslit
5 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,33
6 James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,93 / 7,17
7 Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,83 / 7,06
8 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,77 / 6,83
9 Jóhann Magnússon / Punktur frá Varmalæk 6,80 6,72
2. flokkur
A-úrslit eink fork/úrslit
1 Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,57 / 7,00
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,67 (sigraði B-úrslit)
3 Herdís Rútsdóttir / Taktur frá Hestasýn 6,30 / 6,61
4 Ingunn Reynisdóttir / Heimir frá Sigmundarstöðum 6,43 / 6,39
5 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,17 / 6,22
B-úrslit eink fork/úrslit
5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,61
6 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið 6,10 / 6,44
7-8 Alma Gulla Matthíasdóttir / Drottning frá Tunguhálsi II 6,00 / 6,33
7-8 Paula Tillonen / Sif frá frá Söguey 6,13 / 6,33
9 Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri-Völlum 6,00 / 6,28
3. flokkur eink fork/úrslit
1 Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,93 / 6,39
2 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,67 / 6,39
3 Jón Ragnar Gíslason / Bleikur frá Bjarnastaðahlíð 5,77 / 6,28
4 Sigrún Þórðardóttir / Kolbrá frá Hafnarfirði 6,00 / 6,22
5 Ragnar Smári Helgason / Gæska frá Grafarkoti 5,60 / 5,83
Unglingaflokkur eink fork/úrslit
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 6,07 / 6,78
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Lávarður frá Þóreyjarnúpi 5,77 / 6,17
3 Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 5,37 / 6,00
4 Valdimar Sigurðsson / Berserkur frá Breiðabólsstað 5,33 / 5,83
5 Birna Olivia Ödqvist / Djákni frá Höfðabakka 5,275,72
EINSTAKLINGSKEPPNIN:
1. flokkur
1. sæti Tryggvi Björnsson með 26 stig
2. sæti Elvar Einarsson með 24 stig
3. sæti Reynir Aðalsteinsson með 23 stig
2. flokkur
1. sæti Vigdís Gunnarsdóttir með 17 stig
2. sæti Þóranna Másdóttir með 15 stig
3. sæti Halldór Pálsson með 14 stig
3. flokkur
1. sæti Selma Svavarsdóttir með 5,5 stig
2. sæti Ragnar Smári Helgason með 5,5 stig
3. sæti Sigrún Þórðardóttir með 3,5 stig
Unglingaflokkur
1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 13 stig
2. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 8 stig
3. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir með 5,5 stig
29.03.2011 21:53
Frumtamningaprófi Önnu-Lenu lokið
Villimey, Anna-Lena, Spurning og Bríet kátar að prófi loknu
Verið að gera Bríet tilbúna
Spurning og Villimey