24.03.2011 13:22
Tvö gull í Húnavatnssýsluna
Fyrnasterku fjórgangsmóti Skagfirsku mótaraðarinnar lauk sl. nótt. Margar skráningar voru á mótið, faglegar sýningar og góðir hestar en allir nemendur 3.árs Hólaskóla og nokkrir af nemendum 1. og 2.árs voru meðal þáttakenda. Sem dæmi um styrkleika mótsins þá fóru í fyrsta flokki alls 25 keppendur af 38 í yfir 6,0 í einkunn.
Þegar allri forkeppni var lokið um 23:30 í gærkvöldi var staðan þannig hjá okkar fólki að Þóranna var í 2.sæti í öðrum flokki og Ísólfur í 1.sæti í fyrsta flokki. Einnig tóku þátt James og Brimar, Ísólfur og Kristófer og Vigdís og Freyðir en komust ekki í úrslit að þessu sinni.
Úrslitin í öðrum flokki fóru svo þannig að Þóranna sigraði á hryssunni Gátt frá Dalbæ með einkunnina 6,57 og Ísólfur og Freymóður frá Feti héldu sínu sæti eftir harða keppni með einkunnina 7,30.
Úrslit kvöldsins voru þessi:
2. flokkur
1. Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ 6,57
2. Sigurður Rúnar Pálsson Rúna frá Flugumýri 6,47
3. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir Hrímnir frá Hjaltastöðum 6,33
4. Birna Magnea Sigurbjörnsdóttir Stæll frá Enni 6,20
5. Hrefna Hafsteinsdóttir Freyja frá Efri-Rauðalæk 6,13
1.flokkur
A-úrslit
1. Ísólfur Þ. Líndal Freymóður frá Feti 7,30
2. Silvía Sigurbjörnsdóttir Þórir frá Hólum 7,17
3. Eyrún Ýr Pálsdóttir Lukka frá Kálfsstöðum. 7,00
4. Magnús Bragi Magnússon Punktur frá Varmalæk 6,93
5. Linda Rún Pétursdóttir Máni frá Galtarnesi 6,70
B-úrslit
5. Silvía Sigurbjörnsdóttir Þórir frá Hólum 7,13
6. Sina Scholz Taktur frá Varmalæk 6,53
7. Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík. 6,70
8. Ragnhildur Haraldsdóttir Eitill frá Leysingjastöðum 6,70
9. Egill Þórarinsson Hafrún frá Vatnsleysu 6,37
Unglingaflokkur
1. Elín Magnea Björnsdóttir Stefnir frá Hofstaðarseli 6,43
2. Jón Helgi Sigurgeirsson Bjarmi frá Enni 6,13
3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti 6,03
4. Lýdía Gunnarsdóttir Geysir frá Hofsósi 5,50
5. Friðrik Andri Atlason Kvella frá Syðri-Hofdölum. 5,27
17.03.2011 15:38
KS- tölt
Freymóður og Ísólfur í mikilli sveiflu (mynd Sveinn Brynjar)
Það voru glæsilegar töltsýningar sem boðið var upp á í KS deildinni og er nú aðeins eitt kvöld eftir í þessari frábæru mótaröð. Ísólfur og Freymóður frá Feti voru ánægðir eftir kvöldið, náðu í eitt stig og urðu í 9.sæti. Freymóður er vaxandi hestur á keppnisvellinum og verður gaman að fylgjast með þróun hans.Sigurvegari kvöldsins var hin glæsilega List frá Vakurstöðum og Árni Björn Pálsson en þau hlutu eftir A úrslit 8,39. List var stórglæsileg og algjör unun á að horfa.
Önnur úrslit voru þessi:
B-úrslit
5. Sölvi Sigurðarson 7,00
6. Tryggvi Björnsson 6,94
7. Baldvin Ari Guðlaugsson 6,78
8. Hörður Óli Sæmundarson 6,72
9. Ísólfur L Þórisson 6,50
A-úrslit
Knapi Eink
1. Árni Björn Pálsson 8,39
2. Ólafur Magnússon 7,78
3. Eyjólfur Þorsteinsson 7,61
4. Bjarni jónasson 7,61
5. Sölvi Sigurðarson 6,72
Þó að það sé gaman að fara á mót er alltaf skemmtilegast að koma heim aftur og ekki verður það verra þegar allir snillingarnir taka glaðir á móti manni þegar maður birtist um nætur þreyttur eftir ferðalagið. Þessi mynd var tekin í nótt þegar við komum heim eftir töltið en sjá má glitta í hluta af þeim hestum sem eru í þjálfun hjá okkur. Í þessari röð eru 10 stóðhestar en þeir eru:
Blysfari f. Fremra-hálsi, Borgar f. Strandarhjáleigu, Hróður f. Laugabóli, Kraftur f. Efri-Þverá, (Freymóður næstur en sést ekki) Haki frá Bergi, Freyðir f. Leysingjastöðum, Draumur f. Ragnheiðarstöðum, Hlynur f. Ragnheiðarstöðum og Ræll f. Gauksmýri.
12.03.2011 20:12
Fimmgangsveisla á Hvammstanga
Frúin á Lækjamóti II sátt við frumraunina
úrslitin í 1.flokki, Ísólfur og Kraftur í 3.sæti
Lið 3 sem er okkar lið sigraði kvöldið með 39,5 stig eftir endurútreikning á stigum og stendur liðakeppnin þá þannig að lið 3 er efst með 129,5 stig, í öðru sæti er lið 1 með 113 stig, í þriðja sæti er lið 2 með 103 stig og í fjórða sæti kemur lið 4 með 65,5 stig
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. flokkur
A - úrslit
eink fork/úrsl
1. Magnús Bragi Magnússon og Vafi frá Ysta-Mó 6,67 / 7,14
2. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 7,07
3. Ísólfur Líndal Þórisson og Kraftur frá Efri-Þverá 6,57 / 6,83
4. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli 6,77 / 5,90
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum 6,83 / 4,83
B-úrslit
5. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 6,83
6. Elvar Einarsson og Vestri frá Borgarnesi 6,37 / 6,62
7-8 Líney María Hjálmarsdóttir og Þerna frá Miðsitju 6,23 / 6,48
7-8 Randi Holaker og Skáli frá Skáney 6,17 / 6,48
9. Sverrir Sigurðsson og Rammur frá Höfðabakka 6,23 / 6,19
2. flokkur
A-úrslit
eink fork/úrsl
1. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk I 6,13 / 6.90
2. Patrik Snær Bjarnason og Sváfnir frá Söguey 6,10 / 6,62
3. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum 6,10 / 6,33
4. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,12 (vann b-úrslit)
5. Vigdís Gunnarsdóttir og Ræll frá Gauksmýri 5,97 / 6,05
B-úrslit
5. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,14
6. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Katarína frá Tjarnarlandi 5,93 / 6,05
7. Halldór P Sigurðsson og Gósi frá Miðhópi 5,53 / 5,83
8. Unnsteinn Andrésson og Lokkur frá Sólheimatungu 5,47 / 5,62
9. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Kátína frá Efri-Fitjum 5,57 / 4,45
10.03.2011 20:44
Skagfirska mótaröðin
James og Flugar
Á miðvikudagskvöldið fór fram keppni í skagfirsku mótaröðinni, að þessu sinni var það 5-gangur.
Ísólfur og James tóku þar þátt og komust báðir í úrslit. En það voru ekki bara menn frá Lækjamóti sem stóðu sig vel, tveir hestar frá Lækjamóti voru auk þess í úrslitum, gaman að því :).
Úrslitin á mótinu voru þessi:
Úrslit 2. Flokki:
1. Greta B Karlsdóttir - Kátína frá -Fitjum 5,57
2. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir - Lyfting frá Hjaltastöðum 5,43
3. Herdís Rútsdóttir - Vornótt frá Ásgeirsbrekku 4,43
4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir - Hrappur frá Sauðárkróki 3,80
B-úrslit 1. flokkur:
Ísólfur Líndal Þórisson - Ræll frá Gauksmýri 6,40
6. Ragnhildur Haraldsdóttir - Freyþór frá Hvoli 6,20
7. James Bóas Faulkner - Flugar frá Barkarstöðum 6,17
8. Jón Herkovic - Formúla frá Vatnsleysu 5,97
9. Elvar E Einarsson - Kóngur frá Lækjamóti 5,53
A-úrslit 1. flokkur:
1. Silvía Sigurbjörnsdóttir - Þröstur frá Hólum 6,80
2. Mette Mannseth - Hnokki frá Þúfum 6,73
3. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Hreimur frá Flugumýri 6,67
4. Ísólfur Líndal Þórisson - Ræll frá Gauksmýri 6,43
5. Daníel Larsen - Kjarni frá Lækjamóti 6,33
09.03.2011 15:29
snjór, frost og logn
En hér koma nokkrar myndir af daglega lífinu á Lækjamóti
Orustuþota (á 2.vetur) undan Sindra frá Leysingjastöðum II stelst ennþá í sopa hjá Þotu.
Guðmar að spjalla við folaldshryssurnar og ungviðið
Öskudagurinn runninn upp, Ísak og Viktor J. síamstvíburar og Guðmar spiderman
Ísólfur í reiðtúr á Tangó frá Síðu
Þóranna að þjálfa og Anna - Lena á einu af tamningatryppunum sínum.
03.03.2011 10:56
5.gangi KS deildar lokið
Þá er 5.gangi KS-deildarinnar lokið. Margir góðir hestar komu þar fram en af átján skráðum hrossum voru ellefu þeirra fyrstu verðlaun hross. Ísólfur og Borgar frá Strandarhjáleigu stóðu sig vel í sinni fyrstu fimmgangskeppni saman. Eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum enduðu þeir í 4. sæti.
félagarnir Ísólfur og Borgar bíða spenntir eftir niðurstöðum dómara
Úrslitin fóru þannig:
A-úrslit
1. Þórarinn Eymundsson Þóra frá Prestbæ 7,10
2. Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga 7,07
3. Bjarni Jónasson Djásn frá Hnjúki 6,95
4. Ísólfur Líndal Borgar frá Strandarhjáleigu 6,86
5. Hörður Óli Sæmundarson Hreinn frá Vatnsleysu 6,86
6. Baldvin Ari Guðlaugsson Sóldís frá Akureyri 6,57
B-úrslit
7. Erlingur Ingvarsson Blær frá Torfunesi 6,69
8. Ólafur Magnússon Ódeseifur frá Möðrufelli 6,31
9. Árni Björn Pálsson Feldur frá Hæli 6,07
(mynd Sveinn Brynjar)
24.02.2011 14:39
Góð ferð í Skagafjörð
Ísólfur og Freymóður
James og Brimar
Verðlaunaafhending í 1.flokki.
Þóranna og Gátt
Vigdís og Freyðir
verðlaunafhending í 2.flokki.
22.02.2011 14:57
Velheppnuð og vel sótt FT sýning
Liðin eru 15 ár síðan fyrstu reiðkennaranemarnir útskrifuðust frá Hólaskóla og var glæsilegt atriði sýnt undir stjórn yfirreiðkennara skólans Eyjólfs Ísólfssonar. Bæði Ísólfur og Þórir voru þáttakendur í þessu atriði ásamt 13 öðrum útskrifuðum reiðkennurum. Þeir mættu þar til leiks með hestana Freyði frá Leysingjastöðum og Kvaran frá Lækjamóti.
Að lokum fór svo fram í fyrsta sinn keppni í Hestamennsku FT. Ísólfur og Freymóður frá Feti tóku þátt í þessari nýju og áhugaverðu keppni sem vonandi er komin til að vera.
Áhorfendur fylgdust vel með því sem fram fór
Sýnikennslan, Ísólfur og Kristófer
Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II í atriði með reiðkennurum
Þórir og Kvaran frá Lækjamóti í reiðkennaraatriðinu. Eyjólfur Ísólfsson fylgist vel með
Veitt voru gullmerki FT. Hátíðleg og glæsilega umgjörð var um þá viðurkenningu
Ísólfur og Freymóður tóku þátt í keppninni "Hestamennska FT" og urðu í 3. sæti
18.02.2011 19:55
40 ára afmælishátið FT
Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:
10.00 Ávarp formanns: Sigrún Ólafsdóttir
10.10 Ungir og efnilegir: Sigvaldi Lárus og Ólafur Andri Guðmundssynir
10.30 Fótafimi knapa: Ísólfur Líndal Þórisson
11.00 "Fyrir framan fót og aftan hendi": Eyjólfur Ísólfsson/Anton Páll Níelsson
11.40 Mette sýnikennsla: Mette Mannseth
12.10 Þjálfun: Þorvaldur Árni Þorvaldsson
12.30 Hádegishlé
13.00 Hólar - Reiðkennarabraut 15 ára: Ýmsir
13.20 Gullmerki FT
13.40 Léttleiki og frelsi: Súsanna Ólafsdóttir
14.00 Samspil: Benedikt Líndal
14.20 Taumsamband: Þórarinn Eymundsson
14.50 Samspil gamla og nýja tímans: Sigurbjörn Bárðarson
15.10 Jakob og Auður frá Lundum II: Jakob S. Sigurðsson
15.30 Tvær úr Ölfusinu: Þórdís Erla Gunnarsdóttir
16.00 Hestamennska FT - Ný keppnisgrein
17.30 Áætluð sýningarlok
Þar sem feðgarnir Þórir og Ísólfur eru þátttakendur í þessari glæsilegu sýningu var brunað í höfuðborgina á fimmtudagskvöldi. Föstudagurinn var svo vel nýttur í æfingar og þrif eins og eftirfarandi mynd sýnir mjög vel.
Freyðir f. Leysingjastöðum II, Kristófer f. Hjaltastaðahvammi, Kvaran f. Lækjamóti og Freymóður f. Feti láta fara vel um sig í hitalömpum og þurrkun eftir þvottinn.
14.02.2011 22:31
Reiðtímar í Þytsheimum á Hvammstanga
Mánudagskvöldin 21. febrúar, 7.mars og 14. mars verður Ísólfur með reiðtíma í Þytsheimum á Hvammstanga. Fyrirkomulagið verður þannig að tveir verða saman í einu í alls 40 min. Reiðtímarnir hefjast kl. 20:00, 20:40, og 21:20.
Reiðtímarnir eru kjörið tækifæri fyrir alla hestamenn að koma með hestinn sinn og fá leiðbeiningar við áframhaldandi þjálfun.
Til að fá frekari upplýsingar og skrá sendið tölvupóst á [email protected] eða hringið í 895-1146 (Vigdís).
12.02.2011 11:36
Fyrsta móti vetrar lokið og margt spennandi framundan
Þá er fyrsta móti Sparisjóðs-liðakeppninnar lokið og er óhætt að segja að þáttaka hafi verið góð. Mótið hófst kl. 18 eftir að hafa verið frestað um klukkustund vegna hvassviðris. Rétt eftir miðnætti var vel heppnuðu móti lokið. Lið 3 (okkar lið) stendur lang efst eftir þetta kvöld með 57 stig en næst kemur lið 2 með 29 stig. Öll úrslit mótsins má sjá á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts á www.thytur.123.is
Lækjamóts II hjónunum gekk vel og urðu þau bæði í 3.sæti, Ísólfur í 1.flokki og Vigdís í 2.flokki. Ísólfur á Freymóði frá Feti með einkunnina 7.0 eftir jafna og spennandi keppni í úrslitum. Freymóður er nýlega komin til okkar í þjálfun en hann hefur hæst hlotið 8.33 í aðaleinkunn í kynbótadómi þar af 8.48 fyrir hæfileika.
Vigdís var á Freyði frá Leysingjastöðum II og hlaut einkunnina 6.57 í úrslitum. Freyðir og Vigdís voru bæði í sinni fyrstu fjórgangskeppni innanhús og eru því mjög sátt við úrslitin. Freyðir er efnilegur stóhestur á 6.vetur sem verður sýndur í vor og þetta mót því gott í reynslubankann.
Þrátt fyrir að vera í öðru liði þá var annar Lækjamóts meðlimur sem stóð sig vel á mótinu en það var Þóranna Másdóttir sem starfar hjá okkur. Hún varð í 2.sæti eftir úrslitin í 2.flokki með einkunnina 6.60 á hryssunni Gátt frá Dalbæ.
James okkar sem nú býr á Hólum keppti að sjálfsögðu líka fyrir Víðidalsliðið og gekk vel hjá honum en hann endaði í 5.sæti með einkunnina 6.80 eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. James keppti á Brimari frá Margrétarhofi.
Nú þegar þessu móti er lokið heldur fjörið samt áfram og ekkert slakað á frekar en fyrri daginn. Ísólfur var mættur á Miðfossa kl. 9 laugardagsmorguninn eftir mótið þar sem hann er með tveggja daga reiðnámskeið. Á miðvikudaginn 16. febrúar hefst svo Meistaradeild norðurlands - KS deildin og mætir Ísólfur þangaði í fjórganginn með hryssuna Nýey frá Feti.
Það er því í nógu að snúast en það er einnig gaman að segja frá því að Ísólfur og Vigdís eru nú flutt inn í nýja húsið sitt við tjörnina á Lækjamóti II.
08.02.2011 22:15
Keppnistímabilið að hefjast
Eftir óvenju margra mánaða hlé á mótastússi, vegna hestapestar á síðasta ári, þá byrjar fjörið loksins aftur næsta föstudagskvöld. Hin eina og sanna Sparisjóðs liðakeppnin (áður húnverska liðakeppnin) ríður á vaðið með fjórgangsmóti í Þytsheimum. Þar munu etja kappi fulltrúar 4 liða en liðin skiptast þannig:
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Spennan í hesthúsinu magnast með degi hverjum þar sem Ísólfur og Vigdís tilheyra liði 3 en Þóranna og Anna-Lena keppa fyrir lið 2. Heyrst hefur að stífum æfingum, súpufundum og fleiru til að koma öllum í rétta formið :)
Það verður gaman að sjá hvernig þetta fyrsta mót vetrar fer, ekki síst fyrir undirritaða sem ætlar að taka þátt í fyrsta sinn í fjórgangi innanhús.
Vigdís og Björk frá Lækjamóti
28.01.2011 11:57
Fróðleiksþyrstir húnvetningar
hluti áhorfenda bíða spenntir eftir að sýnikennslan hefjist
Það voru áhugasamir hestamenn sem hópuðustu á sýnikennsluna sem haldin í Þytsheimum á Hvammstanga í gærkvöldi. Kvöldið hófst á því að Ísólfur Líndal gekk inn á gólfið og kynnti lauslega dagskrá kvöldsins. Því næst reið James Faulkner á vaðið á hestinum Serbusi frá Miðhópi og fjallaði um notkunargildi reiðhalla og mikilvæga hluti sem þarf að hafa í huga þegar margir þjálfa á sama tíma inni. Hann hafði svo tekið saman skriflegar leiðbeiningar og skildi eftir fyrir Þytsmenn að skoða.
Næstur tók til máls Ísólfur Líndal á hestinum Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Ísólfur ræddi meðal annars um mikilvægi fótastjórnunar og andlegs og líkamlegs heilbrigðis hests og knapa. Ísólfur sýndi ýmsar æfingar og hvernig hægt væri að búa til sameiginlegt tungumál, "lyklaborð" til bættra samskipta milli manns og hests.
Eftir hlé þar sem fólki gafst kostur á að fá sér kaffi og súkkulaði reið Guðmar Þór inn á hryssunni Eik frá Grund. Guðmar var með þjálfunarstund og lagði áherslu á taumsamband, stjórn á yfirlínu hestsins, beitingu líkama hans og slökun. Í lok þjálfunartímans komu svo Ísólfur og James inn á með Guðmari og sýndu þeir allir þrír hvernig orkustig hestsins er hækkað og afköst aukin. Talaði Guðmar um hversu mikilvægt er á að hafa stjórn á orku hestsins. Enduðu þeir svo á að sýna hestana slaka og sátta í lok þjálfunarstundar.
Ísólfur, Guðmar Þór og James ánægðir eftir vel heppnaða sýnikennslu í Þytsheimum
18.01.2011 09:18
Sýnikennsla
Sýnikennsla - Sýnikennsla - Sýnikennsla
Reiðkennararnir
Ísólfur Líndal og Guðmar Þór ásamt reiðkennaraefninu James Faulkner
verða með sýnikennslu í reiðhöllinni á Hvammstanga
fimmtudaginn 27.janúar kl. 20:30.
Fjallað verður m.a um notkun reiðhalla og kerfisbundna uppbyggingu reiðhestsins.
Aðgangseyrir 1000 kr (enginn posi á staðnum)
Félag tamningamanna og fræðslunefnd Þyts
03.01.2011 14:06
2011 gengið í garð
Nýja árið byrjaði skemmtilega hjá Lækjamótsfjölskyldunni því það er ekki á hverjum degi (já eða ári ef því er að skipta) sem allir fjölskyldumeðlimir eru á sama stað á sama tíma. Sonja og Friðrik hafa verið heima frá Kaupmannahöfn yfir hátíðarnar og Sigurður og Gréta komu svo frá London á nýjársdag og þá var fjölskyldan sameinuð á Lækjamóti. Ansi langt síðan síðast.
Allir saman 2. jan: Ísólfur, Vigdís, Sigurður, Gréta, Þórir, Ísak Þórir, Elín, Guðmar, Friðrik og Sonja.
Guðmar með sína fyrstu reiðkennslu, en Gréta þurfi hans hjálparhönd til að ráða við Ljúf - Gréta og Sigurður á leið í reiðtúr
Nú eru að taka til starfa í hesthúsinu þær Þóranna Másdóttir og Anna-Lena Al og eru þá orðnir fimm starfsmenn í hesthúsinu; Þórir, Ísólfur, Vigdís, Anna-Lena og Þóranna. Það ætti því heldur betur að vera hægt að koma einhverju í verk og vinna af krafti á nýja árinu. Bjóðum við þær velkomnar!
James er bráðlega að byrja á reiðkennaradeildinni á Hólum og því missum við fóstursoninn frá okkur til vorsins. Hann á nú eftir að vera með sterkar taugar heim, hann er ekki farinn langt þótt það sé nú slæmt að missa svo góðan starfsmann úr hesthúsinu. Við óskum honum góðs gengis í náminu.
Látum þetta gott heita af fréttum frá Lækjamóti í bili.