18.07.2014 20:31

Opið hús - 27.ágúst 2014

 

Í rúmt ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Lækjamóti.  Stórvirkar vinnuvélar, öflugir iðnaðarmenn og aðrir sérfræðingar hafa unnið hörðum höndum saman að því að gera þessa framkvæmd sem glæsilegasta.  Erum við afar ánægð með hvernig til hefur tekist og langar að fagna opnunnar SINDRASTAÐA með því að hafa

opið hús miðvikudaginn 27.ágúst nk.  Húsið verður opið frá klukkan 11:00-18:00 , 

vonum við innilega að sem flestir sjái sér fært að mæta og gleðjast með okkur.

 

 

þar sem myndir segja meira en mörg orð þá má sjá hér að neðan myndir af framkvæmdunum, ein á mánuði frá því byrjað var á grunni hússins í maí 2013 til maí 2014 þegar framkvæmdin er langt á veg komin, restina sjáið þið þegar þið komið í heimsókn :)

 Njótið vel. 

 

 

2.maí 2013 byrjað á grunni að reiðhöll

 

 

7.júní 2013, fyrsta steypan (en ekki sú síðasta)

 

 

15.ágúst, skítakjallarinn tilbúinn ;)

 

 

10. september, fyrsti límtrésbitinn

 

 
12.október, búið að reisa límtré í reiðhöll

 

 

 

á sama tíma unnið að gerð hringvallar og kynbótabrautar

 

 

18.nóvember, unnið í myrkri og kulda, einingar farnar að sjást

 

 
8.nóvember, unnið að nýjum afleggjara heim að Lækjamóti II og Sindrastöðum

 

 
 

19. desember, síðasta einingin sett á þakið

 

 
 
16.janúar 2014, hesthúshlutinn

 

 
17.febrúar, byrjað að setja upp stíur

 

5.mars, kennslusalur og fleiri herbergi byrjuð að myndast

 

1.apríl, alveg að verða tilbúið...fannst okkur þá ;)

 

8.maí, byrjað að keyra inn skeljasand

04.07.2014 15:27

þrenn úrslit á landsmóti og 4.vetra gullmoli

Landsmótsvikan hefur verið viðburðarrík. Íslensk veðrátta hefur sýnt allar hliðar og eins hestarnir sem voru misjafnlega hrifnir af suðurlandi. Freyðir og Vaðall voru ekki í því stuði sem við vonuðumst til í þessari viku en í staðinn reis Kristófer frá Hjaltastaðahvammi upp og tryggði sig inn í b-úrslit í B-flokki gæðinga með 8,55 og A-úrslit í Tölti með 7,67.  Í b-úrslitunum hlaut Kristófer 8, 60 og 14.sæti. A-úrslitin í tölti fara svo fram annað kvöld (laugardag).

Gandálfur stóð sig vel í milliriðlum, hlaut 8,52 og fór í b-úrslit í A-flokki. Í úrslitunum átti hann í erfiðleikum með að þola áreitið, vildi lítið brokka svo Ísólfur ákvað að stíga af baki. 

Hin yndislega 4.vetra hryssa Vík frá Lækjamóti gerði sér svo lítið fyrir og hækkaði sig á landsmóti, hlaut eftir yfirlit 8,30 fyrir hæfileika!  Frábær hryssa sem mætir á morgun (laugardag) með föður sínum Óm frá Kvistum. 

Kristófer er búinn að eiga frábært mót, úrslit bæði í B-flokki og Tölti

 

 

 

Hin 4.vetra Vík frá Lækjamóti undan Óm frá Kvistum og Breytingu frá Lækjamóti hækkaði á landsmótinu í 8,30 fyrir hæfileika sem skiptist þannig:

Tölt 8,5

brokk 7,5

skeið 8,5

stökk 8,0

vilji&geðslag 9,0

fegurð í reið 8,0

fet 8,0

hægt tölt 8,0

hægt stökk 8,0

 

17.06.2014 06:41

frítt fyrir 1.verðlauna hryssur

Eftir Landsmót fer Gandálfur frá Selfossi í hólf á Lækjamóti. Gandálfur er undan heiðursverðlauna foreldrunum Álfadís frá Selfossi og Gusti frá Hóli.  Gandálfur hefur hæst hlotið 8,72 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir skeið og vilja&geðslag.  

Verð á folatolli er 90.000.- m. vsk. hagagöngu og 1.sónarskoðun.  Fyrir 1.verðlaunahryssur er einungis greitt fyrir hagagöngu og sónarskoðun. 

Tvö af afkvæmum Gandálfs hafa mætt í fullnaðardóm og bæði hlutu þau 1.verðlaun, Góður Byr frá Blönduósi og Brák frá Egilsstöðum en Brák hefur hlotið 8,53 fyrir hæfileika. 

 

07.06.2014 01:04

Gæðingamót og úrtaka fyrir Landsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót fór fram á Hvammstanga í dag. Um leið og fyrsti hestur reið í braut létti þokunni sem tók á móti okkur og sólin skein það sem eftir var dags.  Frá Lækjamóti var farið með mikla útgerð, alls 11 hross í hina ýmsu greinar á mótinu.  Mótið gekk vel fyrir sig og hestar og knapar stóðu sig vel.  Ísólfur kom öllum 5 hestum sínum inn á Landsmót, þremur í B-flokki  Freyði, Vaðal og Kristófer og í A-flokk Sólbjarti og Gandálfi.  Í ungmennaflokki keppti Birna Agnarsdóttir á Jafet og Sögn frá Lækjamóti og vann sér þátttökurétt á þeim báðum en má aðeins fara með annað þeirra á landsmót.  Í pollaflokki slógu Jakob og Guðmar í gegn á þeim Degi frá Hjaltastaðahvammi og Rökkva frá Dalsmynni. 

Öll úrslit frá mótinu má sjá á www.thytur.123.is 

 

Freyðir og Ísólfur hlutu 8,74 í forkeppni og efsta sæti. Freyðir var valinn hestur mótsins

 

Vaðall og Ísólfur hlutu 8,58 í forkeppni. Þeir mættu svo í úrslitin og sigruðu með 8,68

Sonja keppti á Kvaran frá Lækjamóti, þau hlutu 8, 34 í forkeppni. Í úrslitum fengu þau 8,25 og 5.sæti

 

Kristófer og Ísólfur eru þriðju fulltrúar Þyts í B-flokki, hlutu 8,55 í forkeppni

 

Í A-flokki mætti Ísólfur með Sólbjart og Gandálf, þeir urðu í 1. og 3. sæti eftir forkeppni og því báðir komnir inn á landsmót

Sólbjartur og Ísólfur eru efstir í A-flokki fyrir Þyt með 8, 49

 

 

Gandálfur og Ísólfur voru þriðju eftir forkeppni með 8,45

 

Keppt var í 100m skeiði,  Ísólfur fór með Blæ frá Torfunesi og sigraði á tímanum 8,56

 

 

Birna og Sögn hlutu 8,36 í forkeppni og efsta sæti
Birna og Jafet hlutu 8,26 og annað sæti í forkeppni

 

Í dag var einnig boðið upp á pollaflokk þar sem Jakob og Guðmar kepptu að sjálfsögðu og skemmtu sér konunglega 

 

 

 

 

 

 

 

30.05.2014 19:49

tvær hryssur frá Lækjamóti í 1.verðlaun

Í gær fór fram yfirlitssýning á Sauðárkróki í blíðskaparveðri. Mörg góð hross voru sýnd og mætti þónokkur fjöldi fólks í brekkuna til að fylgjast með. Tvær hryssur frá Lækjamóti voru sýndar, Vík frá Lækjamóti sem er 4 vetra undan Óm frá Kvistum og Breytingu frá Lækjamóti. Vík hlaut 8,19 fyrir hæfileika, 7,75 fyrir sköpulag, aðaleinkunn 8,02. 

 

 

Hin hryssan sem sýnd var heitir Sigurrós frá Lækjamóti, hún er 7 vetra og hefur áður verið dæmd en hækkaði fyrir hæfileika, hlaut 8,14. Fyrir sköpulag hlaut hún 8,23 og aðaleinkunn 8,17.

 

 

Á sýningunni átti Haffí frumraun á kynbótabrautinni þegar hún sýndi hryssuna Kolgerði frá Vestri-Leirárgörðum sem Haffí hefur þjálfað síðustu ár og keppt með góðum árangri.  Sýningin gekk eins og í sögu, Kolgerður hlaut 8,64 fyrir hæfileika þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag og 9,5 fyrir fet. 

 

 

Ísólfur sýndi einnig áhugaverðan stóðhest, Karra frá Gauksmýri. Karri er 5 vetra undan Álfi frá Selfossi og Svikamyllu frá Gauksmýri. Karri hlaut 8,35 fyrir sköpulag, 8,03 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,15. 

 

 

 

27.05.2014 15:13

Vík frá Lækjamóti 4.vetra í 8,19 fyrir hæfileika!

Í dag var sýnd á kynbótasýningu á Sauðárkróki hryssan Vík frá Lækjamóti. Vík er fædd 2010 og því 4.vetra undan Breytingu frá Lækjamóti og Ómi frá Kvistum. Ræktandi og eigandi er Þórir Ísólfsson. 

Vík gerði sér lítið fyrir og fór í 8,19 fyrir hæfileika, 7,75 fyrir byggingu og 8,02 í aðaleinkunn sem þýðir að hún er komin með farseðil á Landsmót í sumar!

 

Vík hefur frá upphafi tamningar verið einstaklega geðgóð, gangviss og hreyfingarmikil. Haffí tamdi hana og þjálfaði í allan vetur en Ísólfur hefur síðasta mánuðinn tekið við þjálfuninni á henni og sýndi hana í dag.  

Yfirlitssýning fer fram á föstudaginn og verður vonandi hægt að ná nokkrum myndum af gullmolanum smiley

 

sköpulag:                                      hæfileikar:

höfuð: 7,0                                               tölt: 8,5

háls/herðar/bógar: 8,5                         brokk: 8,0

bak og lend: 7,5                                     skeið: 7,5

samræmi: 8,0                                         stökk: 8,0

fótagerð: 7,0                                           vilji og geðslag: 9,0

réttleiki: 7,5                                             fegurð í reið: 8,0

hófar: 8,0                                                 fet: 8,0

prúðleiki: 6,0                                           hæfileikar: 8,19

Sköpulag: 7,75                                       hægt tölt: 7,5  hægt stökk 7,5

20.05.2014 13:17

Fyrsta folald ársins fætt

Þann 19.maí kom í heiminn fyrsta folald ársins á Lækjamóti en það var að þessu sinni brún hryssu undan Alúð frá Lækjamóti og Narra frá Vestri-Leirárgörðum.  Heilsast þeim mæðgum vel en þetta er fyrsta folald Alúðar.

Alúð stendur sig vel í móðurhlutverkinu

 

Alúð frá Lækjamóti sem hlaut sumarið 2013, 8,40 fyrir hæfileika, 8,0 fyrir sköpulag. Aðaleinkunn 8,24. Hér setin af Guðmari Þór á ræktunarbúsýningu á FM á Kaldármelum.

 

 

Narri frá Vestri-Leirárgörðum hlaut árið 2013 8,92 fyrir hæfileika, 8,39 fyrir sköpulag. Aðaleinkunn 8,71. 

 

 

 

 

 

 

 

19.05.2014 06:26

WR mót á Sauðárkróki

Farið var með nokkur hross á WR mót á Sauðárkróki um síðustu helgi.  Ísólfur og Vaðall frá Akranesi prófuðu í fyrsta sinn T2 úti og fóru í frábærar tölur eða 7,37 í forkeppni og 7,75 í úrslitum. Ekki slæm frumraun það. Þrátt fyrir þessa háu einkunn urðu þeir þó að sætta sig við annað sætið en Þórarinn og Taktur voru í miklu stuði og sigruðu með einkunnina 8,33.

Vaðall og Ísólfur

 

Í tölti og fjórgang keppti Vigdís á Dökkva frá Leysingjastöðum II, var þetta frumraun Dökkva í töltkeppni úti á hringvelli en hann er mjög efnilegur keppnishestur. Þau enduðu í 7.sæti í tölti með 6,56. 

Vigdís og Dökkvi frá Leysingjastöðum II

 

Í fimmgangi sigraði Hallfríður á hryssunni Kolgerði frá Vestri-Leirárgörðum með 6,98. Þær hlutu hæstu einkunn allra í úrslitunum fyrir skeiðsprettina sem voru mjög vel útfærðir. 

Haffí og Kolgerður á flottu skeiði í forkeppninni

 

Haffí gekk líka vel í 100m skeiði en hún fór með smalahestinn hans Ísólfs, Hrók frá Kópavogi. Hrókur er ekki alltaf auðveldur við að eiga en Haffí hefur þjálfað hann í allan vetur og hann skeiðaði báða sprettina. Þau urðu í 4.sæti á tímanum 8,53 sek.

Haffí og Hrókur á fullri ferð

 

Á mótinu var boðið upp á pollaflokk og þar var Guðmar að sjálfsögðu mættur með hann Rökkva. Þrátt fyrir þó nokkurn vind og kulda tók Guðmar ekki annað í mál en að keppa í sýningarjakka! þeir félagar mættu því á völlinn prúðbúnir og ánægðir.

Guðmar og Rökkvi komnir í sparigallann :)

 

 

 

 

 

14.05.2014 13:03

Útimót og grænt gras

Eftir veturinn er farið að sjá í sumarið, með hverri vikunni grænkar grasið, hitinn hækkar og dagurinn lengist.  

Um síðustu mánaðarmót skrapp Ísólfur í bíltúr með nokkra hesta bæði í Búðardal og Borgarnes til að keppa á fyrstu úti íþróttamótum ársins. Mjög vel gekk á þessum mótum báðum og margir sigrar. Í Búðardal sigraði hann í fjórgang á Vaðli frá Akranesi með 7,23, sigraði fimmgang á Gandálfi frá Selfossi með 7,17. Í tölti urðu hann og Björk frá Lækjamóti í 2.sæti með 6,89 á eftir James og Sögn frá Lækjamóti 7,37. var okkur góður og hlökkum við mikið til verkefni sumarsins. Vormótin eru byrjuð og kynbótasýningar á næsta leiti sem er alltaf spennandi. 

Í Borgarnesi sigraði Ísólfur fjórganginn á Kappa frá Kommu með 7,17, fimmgang á Flosa frá Búlandi með 7,03, tölt á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi með 7,89, gæðingaskeið á Sólbjarti frá Flekkudal með 7,35.  

Þar sem undirrituð var stödd á blakmóti þegar þessi mót fóru fram eru engar myndir af þessum flotta árangri en úr því verður bætt í sumar wink

 

 

Milli móta er svo fylgst með framkvæmdum í nýja hesthúsinu en hesthúsið hefur hlotið nafnið Sindrastaðir.  Framkvæmdirnar á Sindrastöðum eru alveg á lokametrunum og erum við orðin verulega spennt.

 

En það er fleira sem er spennandi, ekkert folald er komið, enn daglega er farið í hólfið til að heilsa uppá hryssurnar sem verða þyngri á sér með hverjum deginum. 

 

Guðmar kemur spenntur með á hverjum degi að líta eftir fylfullu hryssunum. Hér er hann á Setningu gömlu sem hefur lokið sínu hlutverki sem folaldsmeri en sinnir barnapössun í staðinn.

 

 

 

11.04.2014 14:52

Ísólfur sigrar KS deildina 2014

 

Spennan var í hámarki á miðvikudagskvöldið þegar nokkrir knapar börðust um sigurinn í einstaklingskeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS deildinni. Ísólfur tefldi fram nýjum hesti í slaktaumatöltinu, Vaðli frá Akranesi, sem hafði verið breytt í slaktaumatöltara á örfáum dögum eftir að Gulltoppur varð úr leik. Frumraunin gekk stórvel og enduðu þeir félagar í öðru sæti og náðu þar dýrmætum stigum. Vigdís keppti á Björk frá Lækjamóti og urðu þær 10. og því hársbreidd frá úrslitunum.

Skeiðið var æsispennandi og margir fljótir hestar og því ljóst að spennan myndi haldast fram að síðasta spretti. Þrír hestar fóru í gegnum höllina undir 5 sek sem eru mjög góður tími. Einn þeirra var Korði frá Kanastöðum sem undir stjórn Ísólfs fór báða sína spretti undir 5 sek og varð í 3.sæti.

Elvar Einarsson átti frábært kvöld og sigraði báðar keppnisgreinar kvöldsins.

Verðlaunahafar kvöldsins í slaktaumatölti og skeiði

 

Eftir þennan góða árangur kvöldsins var ljóst að Ísólfur varð stigahæsti einstaklingurinn í KS deildinni 2014 og varði hann þar með titil sinn.

 

 

HÚNVERSKA LIÐAKEPPNIN

Um síðastliðna helgi fór fram síðasta mótið í hinni stórskemmtilegu mótaröð Húnversku liðakeppninni. Keppt var í tölti. Skemmst er frá því að segja að heimilisfólkið á Lækjamóti stóð sig sérstaklega vel þar sem 4 af 5 einstaklingum í A-úrslitum 1.flokks voru frá Lækjamóti sem gerði sérstaklega skemmtilega stemningu fyrir okkur.

5. Sonja Líndal og Kvaran frá Lækjamóti, 3-4. Fanney Dögg og Brúney frá Grafarkoti, 3-4 Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum, 2. Ísólfur og Vaðall frá Akranesi og 1. James á Sögn frá Lækjamóti.

Ísólfur varð stigahæsti knapi vetrarins í 1.flokki og Vigdís þriðja stigahæst.

http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=4904593b-9b07-4e3c-82cd-7a6889246285

 

Nánar um úrslit má sjá á heimasíðu Þyts, thytur.123.is

 

30.03.2014 14:40

KS tölt og "hestar fyrir alla"

Í liðinni viku fór fram Meistaradeild Norðurlands og að þessu sinni var keppt í tölti. Mótið í heild var gott og A-úrslitin frábær. Ísólfur og Kristófer voru eftir forkeppni í þriðja sæti en unnu sig upp í annað sæti í úrslitum með einkunnina 8,17 á eftir Bjarna og Randalín.  Kristófer sýndi í þessum úrslitum nýjar og spennandi hliðar sem töltari í fremstu röð og verður spennandi að sjá hvernig hann þróast áfram í sumar. 

Þegar tvær greinar eru eftir er einstaklingskeppnin verulega spennandi.  Ísólfur er efstur með 55 stig, Bjarni annar með 54, þriðji er Tóti með 53 stig og fjórða er Mette með 49 stig. 

 

Á laugardaginn var reiðhallarsýningin "hestar fyrir alla" haldin á Hvammstanga. Sýningin gekk mjög vel.  Börn, unglingar og fullorðnir á öllum stigum hestamennsku sýndu góð atriði með hinum frábæra íslenska hesti sem gegnir svo margvíslegum hlutverkum.  Við tókum þátt í tveimur atriðum, knapar ársins 2013 þar sem Ísólfur var með Gandálf frá Selfossi. Í lok sýningar kom svo Lækjamót sem ræktunarbú ársins 2013 og þar mættu fjórar dömur á fjórum Lækjamóts gæðingum wink

(Ljósmynd Árborg Ragnarsd.)

Birna og Jafet, Johanna og Eyvör, vigdís og Sögn, Sonja og Kvaran

 

 

 

 

 

26.03.2014 10:58

loftið er amk hreint ;)

Meistaradeild Norðurlands er í kvöld á Sauðárkróki og komið að tölti. Eins og stundum áður þá er spennandi að sjá hvort veðrið verði til friðs og hægt verði að komast á mótsstað. Þó að við getum ekki kvartað þar sem við höfum sloppið að mestu við snjó þá hefur rokið verið með meira móti í vetur eins og víða annarsstaðar. Loftið er því alltaf hreint og gott en spennan fyrir að komast að nota nýju reiðhöllina eykst jafnt og þétt eftir því sem styttist í að verkinu ljúki wink

 
 

 

 

Á síðustu tveimur vikum eru þrjú mót liðin sem ekki hefur verið fjallað um hér á síðunni. Má þar fyrst nefna Húnvetnsku liðakeppnina sem fór fram 15.mars sl. þar sem keppt var í fimmgangi.  Þar sigruðu Ísólfur og Flosi frá Búlandi, Vigdís og Sólbjartur urðu í 2. sæti og Hallfríður og Kolgerður urðu í 3.sæti.

Föstudaginn 21. mars var svo karlatölt Spretts í nýju glæsilegu Sprettshöllinni í Kópavogi. Þar sem Ísólfur var staddur fyrir sunnan að undirbúa sig fyrir Meistaradeild Suðurlands ákvað hann að skella sér á þetta tölt mót með Vaðal frá Akranesi og Sögn frá Lækjamóti.  Þau komust bæði í úrslit svo hann valdi að fara með Sögn í A-úrslitin og urðu þau í 4.sæti. 

Laugardaginn 22.mars var svo 150 m. skeið og gæðingaskeið, haldið á vellinum á Selfossi. Ísólfur keppti þar á Korða frá Kanastöðum í 150 m. skeiði, fengu þeir tímann 15,47 og 12.sæti.  Í gæðingaskeiði var fyrri sprettur efnilegur hjá Flosa en seinni sprettur gekk því miður ekki.  Fyrir lokamótið í Meistaradeild Suðurlands þá er Ísólfur í 8.sæti í einstaklingskeppninni sem er flottur árangur.  

 

Næstkomandi laugardag 29.mars er svo reiðhallarsýning hestamannafélagsins Þyts á Hvammstanga.  Þar koma fram fjölbreytt og skemmtileg atriði þar sem unga fólkið fær að njóta sín.

 

 

 

 

13.03.2014 14:41

keppnin heldur áfram

Frá því síðasta frétt var skrifuð eru tvö mót búin og tveir dagar í næsta mót, keppnin er því á fullu á öllum vígstöðum. 

Í síðustu viku fór fram Tölt í meistardeild suðurlands, áttu Ísólfur og Kristófer flotta sýningu og hlutu 7,37 í einkunn. Fyrirfram hefði maður veðjað á að það myndi nægja í b-úrslit en keppnin var gríðarsterk og jöfn og enduðu þeir félagar næstir við úrslit eða í 11.sæti. Engu að síður frábær árangur og spennandi að sjá hvernig Kristófer þróast í töltkeppni en hann er að stíga sín fyrstu skref á þeim vettvangi.

Í gærkvöldi fór svo fram fimmgangur í Meistardeild Norðurlands. Vigdís keppti á Flosa.  Flosi var of spenntur á nýjum stað, ákvað að drífa sig með brautina en gleymdi gangtegundum á meðan...Vigdís hætti því bara keppni og setur þetta í reynslubankann. 

Ísólfur keppti á gæðingnum Sólbjarti frá Flekkudal.  Þeir voru góðir í forkeppni, komu í öðru sæti inn í A-úrslit með 7,0.  Í úrslitum voru þeir enn betri. Hefðum alveg viljað sjá hærri tölur fyrir fet og skeið en lítið við því að gera, þriðja sætið niðurstaðan og aðal atriðið að hesturinn var frábær.

úrslit kvöldsins urðu þessi en eftir kvöldið eru Ísólfur og Tóti efstir og jafnir að stigum í einstaklingskeppninni

 

A - úrslit 

1.Þórarinn Eymundsson - Þeyr frá Prestbæ - 7,48
2.Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 7,26
3.Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal - 7,14
4.Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - 7,12
5.Elvar E. Einarsson - Gáta frá Ytra-Vallholti -  6,52

B - úrslit

5. Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 6,73
6. Tryggvi Björnsson - Villandi frá Feti - 6,70
7. Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu - 6,63
8. Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum - 6,53
9. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Leiftur frá Búðardal - 6,33
10. Viðar Bragason - Þórdís frá Björgum - 6,33

 

Á laugardaginn er fimmgangur í Húnvetnsku liðakeppninni. Þar ætla Ísólfur og Vigdís að keppa á sömu hestum en fara í hestakaup svo það verður gaman að sjá hvernig það fer smiley

01.03.2014 19:46

ÍS-landsmót á Svínavatni

Sterku og skemmtilegu móti á Svínavatni lauk í dag í blíðskaparveðri en þar var keppt í A-flokki, B-flokki og tölti á ís. Skráning var mikil, þrír inná í einu og 14-19 holl í hverjum flokk. Margir mjög góðir hestar kepptu og frábær tilþrif sáust.  Erum við mjög ánægð með árangur dagsins.

Ísólfur keppti á þremur hestum í jafnmörgum greinum. Vaðall fór í B-flokk, þeir voru í 6.sæti eftir forkeppni en unnu sig upp í 3.sæti í úrslitum með einkunnina 8,80.

Ísólfur og Vaðall frá Akranesi

 

verðlaunaafhending í B-flokki gæðinga
B fl.      
       
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 9,21
2 Jakob Sigurðsson Nökkvi Skörðugili 8,86
3 Ísólfur Líndal Vaðall frá Akranesi 8,80
4 Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 8,79
5 Hlynur Guðmundsson Bliki annar frá Strönd 8,69
6 Arnar Bjarki Sigurðarson Kaspar frá Kommu 8,66
7 Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 8,60
8 Magnús Bragi Magnússon Birta frá Laugardal 8,59
9 Helgi Eyjólfsson Stimpill frá Vatni 8,54

 

 

í A-flokki gæðinga keppti Ísólfur á Gandálfi og höfnuðu þeir í 2.sæti

 
 
A flokkur úrslit      
       
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Tryggvi Björnsson Þyrla frá Eyri 8,74
2 Ísólfur Líndal Gandálfur frá Selfossi 8,57
3 Elsa Hreggviðsdóttir Mandal Ársól frá Bakkakoti 8,51
4 Líney María Hjálmarsdóttir Kunningi frá Varmalæk 8,49
5 Logi Þór Laxdal Vörður frá Árbæ 8,40
6 Jakob Sigurðarson Ægir frá Efri-Hrepp 8,39
7 Elvar Einarsson Mánadís frá Akureyri 8,30
8 Gunnar Arnarson Hreggviður frá Auðholtshjáleigu 8,29

 

Í Tölti keppti Ísólfur á Kappa frá Kommu, þeir voru eftir forkeppni í 4.sæti með 7,13. Ísólfur ákvað að draga sig úr keppni þar sem Kappi hafði farið upp í olnboga í forkeppninni.  

Kappi tók sig vel út á ísnum

 

 

28.02.2014 14:47

Góð byrjun í Meistaradeild Norðulands

Meistardeild Norðurlands hófst í vikunni með fjórgangi. Mótið gekk vel fyrir sig, fjölmargir áhorfendur mættu og góð stemming. 

Ísólfur og Vigdís á hestunum Kristófer og Freyði komust bæði beint í A-úrslit sem var verulega skemmtilegt, Ísólfur efstur og Vigdís þriðja.

Lokaniðurstaðan varð svo sú að Ísólfur og Kristófer sigruðu örugglega og Vigdís og Freyði urðu í 5.sæti. Lið Lækjamóts.is er eftir fyrsta mótið í 2.sæti í stigakeppninni svo það verður ekkert gefið eftir á næsta móti sem er fimmgangur.

 

Ísólfur og Kristófer í feikna formi

 

Vigdís og Freyðir mættu einbeitt til leiks, urðu aðeins of áköf í úrslitum og lentu vandræðum með brokkið en komu heim reynslunni ríkari.

 

Niðurstöður úr A úrslitum:

  1. Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Lækjamót.is 7,57 
  2. Bjarni Jónasson Roði frá Garði Weierholz 7,37 
  3. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk Hrímnir 7,13 
  4. Líney María Hjálmarsdóttir Völsungr frá Húsavík Hrímnir 6,83 
  5. Vigdis Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum Lækjamót.is 6,72

Niðurstöður úr B úrslitunum: 

  1. Líney María Hjálmarsdóttir Völsungur frá Húsavík Hrímnir 6,97 
  2. Mette Manseth Trymbill frá Stóra-Ási Draupnir - Þúfur 6,90 
  3. Baldvin Ari Guðlaugsson Öngull frá Efri-Rauðalæk Top Reiter-Syðra Skörðugil6,87
  4. Hörður Óli Sæmundarson Fífill frá Minni-Reykjum Hrímnir 6,57
  5. Arnar Bjarki Sigurðarson Mímir frá Hvoli Draupnir - Þúfur 6,53

Niðurstöður úr forkeppninni;

  1. Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðarhvammi -7,37
  2. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk - 7,03
  3. Vigdís Gunnarsdóttir - Freyðir frá Leysingjastöðum - 7,00
  4. Bjarni Jónasson - Roði frá Garði - 6,97
  5. Líney María Hjálmarsdóttir - Völsungur frá Húsavík - 6,87
  6. Baldvin Ari Guðlaugsson - Öngull frá Efri-Rauðalæk - 6,83
  7. Arnar Bjarki Sigurðarson - Mímir frá Hvoli - 6,63
  8. Hörður Óli Sæmundarson - Fífill frá Minni-Reykjum - 6,60
  9. Mette Manseth   - Trymbill frá Stóra-Ási - 6,60 
  10. Þorbjörn  H. Matthíasson - Kostur frá Ytra-Vallholti - 6,57
  11. Gísli Gíslason - Ljóska frá Borgareyrum -  6,57
  12. Jóhann B. Magnússon - Embla frá Þóreyjarnúpi - 6,53
  13. Elvar E. Einarsson  - Hlekkur frá Lækjamóti - 6,53
  14. Sölvi Sigurðarson - Bjarmi frá Garðarkoti -6,50
  15. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Smyrill frá Hamraendum - 6,40
  16. Viðar Bragason - Björg frá Björgum - 6,23
  17. Tryggvi Björnsson - Þytur frá Húsavík - 6,10
  18. Hlín C Mainka Jóhannesdóttir - Dúkkulýsa frá Þjóðólfshaga - 5,63

 

 
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 610432
Samtals gestir: 61241
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:28:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]