21.02.2014 19:46
Fimmgangur VÍS
Þriðju grein af átta í Meistaradeild VÍS lauk í gærkvöldi þegar fimmgangur fór fram. Keppnin var hörð og mikil barátta milli efstu hesta. Svo fór að Ísólfur og Sólbjartur höfnuðu í fimmta sæti, örfáum kommum á eftir næstu keppendum en þeir félagar áttu frábæra skeiðspretti og hlutu fyrir þá hæstu einkunn allra keppenda.
Guðmar keppti á Flosa frá Búlandi. Þeir sýndu faglega og góða sýningu með krafmiklum skeiðsprettum en dugði því miður ekki til, niðurstaðan 11.sæti eða næsta við b-úrslit.
Eftir fimmganginn er Ísólfur enn í þriðja sæti í einstaklingskeppninni með 17 stig, í öðru sæti er Sylvía með 20 og efst er Olil með 25 stig. Næsta mót í VÍS er Tölt þann 6. mars en í millitíðinni fer fram fjórgangur í KS deildinni hér fyrir norðan þar sem bæði Ísólfur og Vigdís ætla að keppa.
niðurstöður allra keppenda í fimmgangi VÍS urðu þessar:
Niðurstöður úr fimmgangnum
1. Sylví Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga 7,69
2. Sigurður V. Matthíasson Gustur frá Lambhaga Ganghestar/Málning 7,50
3. Árni Björn Pálsson Oddur frá Breiðholti í Flóa Auðsholtshjáleiga 7,43
4. John Kristinn Sigurjónsson Konsert frá Korpu Hrímnir/Export hestar 7,40
5. Ísólfur Líndal Þórisson Sólbjartur frá Flekkudal Spónn.is/Heimahagi 7,38
6. Hulda Gústafsdóttir Birkir frá Vatni Árbakki/Hestvit 7,14
7. Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla Ganghestar/Málning 7,17
8. Olil Amble Álfffinnur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7,00
9. Sigursteinn Sumarliðason Kinnskær frá Selfossi Ganghestar/Málning 6,95
10. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Kolgrímu frá Minni-Völlum Top Reiter/Sólning 6,86
11. Guðmar Þór Pétursson Flosi frá Búlandi Spónn.is/Heimahagi 6,60
12. Daníel Jónsson Penni frá Eystra-Fróðholti Gangmyllan 6,57
13. Teitur Árnason Maríus frá Hvammi Top Reiter/Sólning 6,47
14. Sigurður Sigurðarson Frægur frá Flekkudal Lýsi 6,43
15. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Eldey frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga 6,37
16. Hinrik Bragason Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 Árbakki/Hestvit 6,27
17. Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga Lýsi 6,20
18. Guðmundur Björgvinsson Flaumur frá Auðsholtshjáleigu Top Reiter/Sólning 6,10
19. Sigurbjörn Bárðarson Spói frá Litlu-Brekku Lýsi 6,13
20.-21. Ragnar Tómasson Þrenna frá Hofi I Árbakki/Hestvit 6,00
20.-21. Leó Geir Arnarson Gjöll frá Skíðbakka Spónn.is/Export hestar 6,00
22. Bergur Jónsson Strokkur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 5,90
23. Viðar Ingólfsson Heimur frá Votmúla 1 Hrímnir/Export hestar 5,87
24. Eyrún Ýr Pálsdóttir Eva frá Mið-Fossum Hrímnir/Export hestar 5,27
09.02.2014 18:01
Gæðingafimi VÍS og fjórgangur í Húnvetnsku
Annað keppniskvöld Meistaradeildar VÍS lauk í síðustu viku þar sem fram fór Gæðingafimi. Ísólfur keppti þar á Freyði frá Leysingjastöðum II. Þeir áttu kraftmikla sýningu þar sem hæfileikar Freyðis fengu að njóta sín og urðu þeir í 7.sæti. Guðmar Þór fékk Gulltopp frá Þjóðólfshaga lánaðann, áttu þeir fallega sýningu saman þar sem Gulltoppur sýndi lipurð sýna og mýkt undir frábærri stjórn Guðmars. Þeir urðu í 12.sæti.
Ísólfur hefur aldrei keppt áður í þessari grein en fannst hún mjög skemmtileg. Við myndum vilja sjá oftar keppt í Gæðingafimi á Íslandi en hún reynir mikið á samspil manns og hests auk þess að hæfileikar íslenska gæðingsins fá að njóta sín.
Eftir tvær greinar af átta í Meistaradeild VÍS er Ísólfur í 3.sæti í einstaklingskeppninni með 11 stig og lið hans Spónn.is/Heimahagi í 5.sæti.
Næsta grein er fimmgangur sem fer fram 20. febrúar.
LIÐAKEPPNI
1.Top Reiter/Sólning 106
2.Hrímnir/Export hestar 95,5
3.Gangmyllan 87
4.Auðsholtshjáleiga 84,5
5.Spónn.is/Heimahagi 67
6.Ganghestar/Málning 62
7.Lýsi 54
8.Árbakki/Hestvit 44
EINSTAKLINGSKEPPNI
1.Olil Amble 22
2.Ólafur B. Ásgeirsson 12
3.Ísólfur Líndal Þórisson 11
4.Þorvaldur Árni Þorvaldsson 10
5.Guðmundur Björgvinsson 9
6.Eyjólfur Þorsteinsson 8
7.Eyrún Ýr Pálsdóttir 8
8.Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8
9.Jakob S. Sigurðsson 7
10.Árni Björn Pálsson 6
11.Viðar Ingólfsson 4,5
12.Þórdís Erla Gunnarsdóttir 4,5
13.Sigurður V. Matthíasson 3
14.Bergur Jónsson 2
15.Hulda Gústafsdóttir 1
Eftir að heim var komið tók við næsta mót sem var Húnvetnska liðakeppnin. Keppt var í fjórgangi. Veðrið var leiðinlegt, mikið rok og slydda sem gerði það að verkum að ekki var hægt hita upp úti. Var brugðið á það ráð að gefa nokkrar mínútur fyrir hvern flokk til að keppendur gætu hitað upp inni.
Ísólfur keppti á Kappa frá Kommu. Kappi er lítið reyndur sem keppnishestur en við erum mjög ánægð með hvernig hann tókst á við þetta verkefni, hann var aðeins óöruggur með sig í forkeppninni en sýndi flotta takta og hlökkum við til að sjá hvernig hann þróast áfram. Ísólfur og Kappi fóru í b-úrslit og unnu þau og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu a-úrslitin líka. Vigdís keppti á Sögn frá Lækjamóti og enduðu þær í 3. sæti á eftir Fanney og Brúney frá Grafarkoti og Ísólfi og Kappa frá Kommu. Í 4.sæti urðu þau James og Eyvör frá Lækjamóti og í 5.sæti urðu Herdís og Grettir frá Grafarkoti.
A úrslit í 1. flokki
1. Ísólfur Líndal og Kappi frá Kommu 5,97/6,75 (komu upp úr b-úrslitum)
2. Fanney Dögg og Brúney frá Grafarkoti 6,83/6,75
3. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 6,33/6,67
4. James Faulkner og Eyvör frá Lækjamóti 6,33/6,38
5. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti 6,37/6,08
30.01.2014 13:05
Lið Lækjamóts.is í Meistaradeild Norðurlands fullskipað
|
||
Sölvi Sigurðsson með alhliðahestinn Starkarð frá Stóru Gröf Ytri. |
Í ár er gerð breyting á fyrirkomulagi Meistaradeildar Norðurlands þannig að auk einstaklingskeppni er liðakeppni. Sex efstu knapar Meistardeildarinnar 2013 eru liðstjórar og velja þeir með sér einn liðsmann. Þriðji liðsfélaginn var svo dreginn í lið eftir úrtöku sem fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni. Efstur á úrtökunni í gær var Sölvi Sigurðsson en keppt var í fjórgangi og fimmgangi. Dróst hann í lið Lækjamóts.is sem er þá skipað þeim Ísólfi, Vigdísi og Sölva. Þetta er frumraun Vigdísar í Meistardeildinni sem er svo heppin að geta leitað ráða hjá reynsluboltunum Ísólfi og Sölva.
Fyrsta mót KS deildarinnar er 26.febrúar en þá er keppt í fjórgangi. Það er því ennþá tími til að undirbúa sig fyrir þessa skemmtilegu keppni.
Keppendur og liðskipting í Meistaradeild Norðurlands 2014 er þannig:
Top Reiter – Syðra Skörðugil
- Elvar E. Einarsson
- Tryggvi Björnsson
- Baldvin Ari Guðlaugsson
Weierholz
- Bjarni Jónasson
- Sigvaldi Guðmundsson
- Jóhann Magnússon
Laekjamot.is
- Ísólfur Líndal Þórisson
- Vigdís Gunnarsdóttir
- Sölvi Sigurðarson
Hrímnir
- Þórarinn Eymundsson
- Líney María Hjálmarsdóttir
- Hörður Óli Sæmundsson
Draupnir – Þúfur
- Mette Mannseth
- Gísli Gíslason
- Arnar Bjarki Sigurðarson
Björg – Fákasport
- Viðar Bragason
- Þorbjörn H. Matthíasson -
- Hlín M. Jóhannesdóttir
24.01.2014 14:35
Góður árangur í Meistaradeild Vís
Fjórgangsmóti Meistaradeildar Vís lauk í gærkvöldi. Öll umgjörð var til fyrirmyndar, frábær stemming var meðal áhorfenda sem létu vel í sér heyra og glæsileg sjónvarpsútsending Stöð 2 setti punktinn yfir i-ið. Mjög gaman var líka að fá fréttir af því að margir hittust og horfðu saman á beina útsendingu á stöð 2 sport. Auk þess sem margir vinir okkar búsettir erlendis fylgdust með í gegnum internetið.
Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi stóðu sig frábærlega, hlutu 7,23 í einkunn í forkeppni sem þýddi 5.-6. sæti og sæti í A-úrslitum. Eftir A-úrslitin enduðu þeir í 4.sæti með 7,67 í einkunn eftir harða keppni við frábæra hesta og knapa þar sem Ólafur og Hugleikur frá Galtanesi hlutu verðskuldaðan sigur. Ísólfur hafði orð á því eftir mótið að honum hefði liðið eins og hann væri að keppa á Íslandsmóti nema það er ennþá bara janúar!
Við vorum líka afar ánægð með árangur Vaðals frá Akranesi sem við lánuðum Guðmari Þór, þeir hlutu 6,90 einkunn. Flottur árangur en þetta er í fyrsta sinn sem Vaðall keppir í fjórgangi og fyrsta sinn sem keppt er á honum innanhús. Í raun var það svo að við (Ísólfur og Vigdís) vorum eins og stressaðir foreldrar með hnút í maganum þegar Vaðall "litli" var í braut ;)
Gott var að komast heim í nótt en við tókum ákvörðun um að keyra beint heim eftir mótið til að komast á undan storminum sem spáð var. Heimferðin gekk mjög vel og voru allir 8 hestarnir ánægðir að komast heim aftur í stíurnar sínar. Þeir höfðu samt mjög gott af því að kíkja á suðurlandið og komu reynslunni ríkari heim. Næsta mót er Gæðingafimi þann 6. febrúar sem verður gaman að sjá hvernig hún fer.
staðan í einstaklingskeppninni eftir fyrsta mótið er þessi:
KNAPI STIG
Ólafur B. Ásgeirsson 12
Olil Amble 10
Eyjólfur Þorsteinsson 8
Ísólfur Líndal Þórisson 7
Jakob S. Sigurðsson 6
Viðar Ingólfsson 4,5
Þórdís Erla Gunnarsdóttir 4,5
Eyrún Ýr Pálsdóttir 3
Guðmundur Björgvinsson 2
Hulda Gústafsdóttir 1
og liðakeppnin er svona:
Lið Stig
Hrímnir/Export hestar 59,5
Top Reiter/Sólning 47
Gangmyllan 43
Lýsi 33
Auðsholtshjáleiga31,5
Spónn.is/Heimahagi 31
Árbakki/Hestvit 30
Ganghestar/Málning 25
19.01.2014 12:42
Keppnistímabilið að hefjast á ný
Þá er Ísólfur lagður í hann suður á land til að keppa á fyrsta móti Meistaradeildar Vís, en það hefst á fjórgangi fimmtudagskvöldið 23. janúar nk.
Þeir sem þekkja Ísólf vita að hann verður alltaf að hafa nóg að gera, því kemur líklega ekki á óvart að hann tók með sér alls 8 hesta til að þjálfa dagana fyrir mót. Kristófer, Freyðir, Vaðall, Sögn, Gulltoppur, Mónika, Flosi og Blær eru því farin í ferðalag með Ísólfi til að prófa sunnlenska lofstlagið ;)
allt settið komið á nagladekk, tilbúið að keyra landið þvert og endilangt næstu vikurnar
Keppnistímabilið er að hefjast eins og sjá má á þessum dagsetningum: Dagsetningar meistaradeildar Vís 2014: Fimmtudagur 6 febrúar : Gæðingafimi Fimmtudagur 20 febrúar : Fimmgangur Fimmtudagur 6 mars : Tölt Laugardagur 22 mars : Skeiðgreinar – úti. Föstudagur 4 apríl : Slaktaumatölt og skeið – Lokahátíð
Dagsetningar KS deildar (meistaradeild Norðurlands) Miðvikudagur 26.febrúar: Fjórgangur Miðvikudagur 12. mars: Fimmgangur Miðvikudagur 26. mars: Tölt Miðvikudagur 9. apríl: Slaktaumatölt og skeið
|
Svo má ekki gleyma hinni vinsælu húnvetnsku liðakeppni, ísmótum og ýmsum sýningum í vetur sem verður farið á.
Það er því spennandi vetur framundan og vonandi verða verðurguðirnir okkur hliðhollir til að hægt verði að ferðast um landið okkar án vandræða :)
24.12.2013 12:28
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár
28.11.2013 08:51
Hestar í þjálfun í vetur
Það er nóg um að vera í hesthúsinu og allir vinnudagar skemmtilegir. Til að aðstoða okkur við þjálfun og tamningar höfum við ráðið reiðkennarann Hallfríði S. Óladóttur (Haffý) fram yfir Landsmót 2014. Haffý hefur síðustu 3 mánuði verið að temja tryppi fædd 2010 fyrir Þóri og Ellu. Það hefur gengið mjög vel og eru þau á leiðinni út í frí núna en í þeim hópi voru m.a nokkur spennandi Blysfara afkvæmi. Um næstu helgi verða tekin aftur inn 2010 árgangurinn sem Ísólfur og Vigdís eiga en þau voru taminn í tvo mánuði fyrr í haust. Verður gaman að sjá hvernig þau þróast en mörg þeirra eru undan Freyði frá Leysingjastöðum II sem þrátt fyrir harða samkeppni er kóngurinn í húsinu ;)
Freyðir er einn af þeim gæðingum sem verða í þjálfun hjá Ísólfi og Vigdísi hér fyrir neðan má sjá hluta þeirra hrossa sem eru nú í þjálfun á Lækjamóti:
|
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi |
Björk frá Lækjamóti
|
Korði frá Kanastöðum
|
Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
|
Sólbjartur frá Flekkudal
|
11.11.2013 17:56
Ísólfur gæðingaknapi ársins 2013
Eins og komið hefur fram á hestamiðlum og facebook þá var Ísólfur valinn Gæðingaknapi ársins 2013. Verðlaunin voru afhent á uppskeruhátíð hestamanna sl. laugardagskvöld. Það er mikil viðurkenning að hljóta verðlaun sem þessi og hefur metnaðurinn síst minnkað hjá Ísólfi við það. Hann mun því halda áfram að þjálfa, sýna og keppa af fullum krafti og vonandi hlýtur aftur þann heiður að vera tilnefndur meðal bestu knapa okkar Íslendinga.
Ísólfur tekur við verðlaunum sem gæðingaknapi ársins 2013 (mynd af vef hestafrettir.is) |
30.10.2013 19:12
Ísólfur tilnefndur til gæðingaknapa ársins 2013
Þann 9. nóvember nk. fer fram Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway. Þar verða veitt verðlaun fyrir árið 2013 í eftirfarandi flokkum: knapi ársins, gæðingaknapi ársins, íþróttaknapi ársins, efnilegasti knapi ársins, skeiðknapi ársins, kynbótaknapi ársins og ræktunarbú keppnishesta.
Nefndin hefur skilað af sér niðurstöðum og er Ísólfur tilnefndur sem gæðingaknapi ársins ásamt Eyjólfi Þorsteinssyni, Sigurði Vigni Matthíassyni, Sigurði Sigurðarsyni og Steingrími Sigurðssyni. Það er mikill heiður að vera tilnefndur sem einn af bestu knöpum landsins og eitthvað sem vel getur vanist . Það er gaman að segja frá því að ásamt Ísólfi eru tveir aðrir vestur-Húnvetningar tilnefndir en það eru þau Helga Una Björnsdóttir í flokki kynbótaknapa ársins og Bergþór Eggertsson í tveimur flokkum, sem skeiðknapi ársins og knapi ársins. Glæsilegur árangur.
Ísólfi gekk mjög vel árið 2013 og í gæðingakeppni er sá árangur sem stendur uppúr sigur í B-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti á Kaldármelum þar sem þeir Freyðir frá Leysingjastöðum II fóru í 9,01.
Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II
|
|
||
Ísólfur og Vaðall frá Akranesi voru í b-úrslitum í B-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti Vesturlands
|
29.10.2013 13:58
Ræktunarbú ársins 2013 í Húnaþingi vestra
Um síðustu helgi fram uppskeruhátíð hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktunarsamtakanna. Hátíðin var sem fyrr frábær skemmtun og fékk Lækjamótsfólkið að finna vel fyrir skemmtinefndinni, Ísoldín og Jasdís skottast áfram í blak og spjalla við andann í lampanum . Þeir sem vita ekkert hvað ég er að tala um láta sig vonandi ekki vanta á þessa frábæru hátíð að ári!
En auk skemmtiatriða voru veitt fjölmörg verðlaun. Árið 2013 gekk mjög vel hjá okkur Lækjamótsfólki. 9 hross voru sýnd í kynbótadóm frá Lækjamótsbúinu og meðaleinkunn aðaleinkunnar 8,07. Mörg af þessum hrossum voru verðlaunuð sérstaklega á uppskeruhátíðinni. Fjögur ræktunarbú voru að þessu sinni tilnefnd til Ræktunarbús ársins: Syðri-Reykir, Efri-Fitjar, Lækjamót og Bessastaðir. Svo fór að Lækjamót var stigahæst og því ræktunarbú ársins 2013.
Þórir, Elín, Ísólfur og Vigdís með verðlaun kvöldsins |
Hæst dæmda hryssan í Húnaþingi vestra er Návist frá Lækjamóti en hún er með 8,33 í aðaleinkunn.
Hæst dæmdu kynbótahrossin í Húnaþingi vestra árið 2013 eru: 4 vetra 5 vetra hryssur 1. sæti Ólafía frá Lækjamóti með aðaleink. 8,15 2. sæti Gunnvör frá Lækjamóti með aðleink. 7,94 3. sæti Mynd frá Bessastöðum með aðaleink. 7,91 6 vetra hryssur 1. sæti Fura frá Stóru-Ásgeirsá með aðaleink 8,30 7 vetra og eldri hryssur 1. sæti Návist frá Lækjamóti með aðaleink 8,33, auk þess hæst dæmda hryssan í Húnaþingi vestra árið 2013 |
Á hátíðinni voru einnig verðlaunaðir knapar ársins og var Ísólfur líkt og í fyrra, knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt, í þetta sinn með 782 stig sem er nýtt met.
Ísólfur tekur á móti verðlaunum sem knapi ársins í 1.flokki |
12.10.2013 22:15
Stóðréttir, frumtamningar, fortamningar já og eitt hús ;)
Á haustin fer fram fjölbreytt vinna í hesthúsinu, keppnishestarnir eru í fríi en ungu hrossin fá meiri tíma. Frá því í ágúst höfum við verið að frumtemja 2010 árganginn og eru þar mjög spennandi tryppi. Mikil tilhlökkun fylgir því síðan að fá stóðið heim af Víðidalstunguheiði en þau komu heim um síðustu helgi þegar ein skemmtilegasta helgi ársins fór fram, stóðréttarhelgin. Í kjölfarið tókum við á hús tryppi fædd 2011 til að fortemja í nokkra daga. Þessa dagana eru svo meira tamin hross að koma inn og allt að komast á fullt.
Frumtamningar hafa gengið vel í haust, Anna-Lena hér á Freyðisdóttur sem heitir Halla Ísey (eigandi Guðmar Hólm) |
Gott að færa inni æfingarnar líka út á opið svæði. Anna-Lena hér að temja Hafdísi frá Lækjamóti f. Ómur frá Kvistum m. Valdís frá Blesastöðum 1A
|
11.09.2013 18:38
Hverjar fóru hvert!
Nú eru síðustu hryssurnar að týnast heim frá stóðhestum. Vel hefur gengið að koma folaldi í þær flestar svo við bíðum spennt eftir næsta sumri. Til gamans birtum við hér upplýsingar hvaða hryssur um ræðir og undir hvaða stóðhesta þær fóru, birt í stafrófsröð en þær eru 18 talsins þetta árið.
Alúð frá Lækjamóti IS2006255108,(aðaleink. 8,24) eigandi Þórir Ísólfsson
F: Þorsti frá Garði
M: Von frá Stekkjarholti
Alúð hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn þar af 8,40 fyrir hæfileika og 8,0 fyrir byggingu. Mikill gæðingur
með jafnar og góðar gangtegundir og mikinn fótaburð.
Alúð er fylfull við Narra frá Vestri-Leirárgörðum sem hlaut í sumar 8,71 í aðaleinkunn þar af 8,92 fyrir kosti og 8,39 fyrir sköpulag.
Gáta frá Lækjamóti IS2007255105, (aðaleink. 8,24) eigandi Elín R. Líndal
F: Trúr frá Auðsholtshjáleigu
M:Toppa frá Lækjamóti
Gáta er mikill alhliða gæðingur sem hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn þar af 8,31 fyrir hæfileika og 8,13 fyrir sköpulag.
Gáta er fylfull við Freyði frá Leysingjastöðum II sem fór m.a í sumar í 9,01 í B-flokki gæðinga og viku seinna í og yfir 8 í tölti og fjórgangi á Íslandsmóti.
Gildra frá Lækjamóti IS1996255109, eig. Þórir Ísólfsson
F: Andvari frá Ey
M: Von frá Stekkjarholti Gildra er geðgóð, hágeng og mjúk tölt hryssa sem er ósýnd vegna meiðsla.
Gildra hefur gefið eina 1.verðlauna hryssu, Návist frá Lækjamóti (a.e. 8.33)
Er fylfull við Gandálf frá Selfossi sem er með 8,46 í aðaleinkunn þar af 8,72 fyrir hæfileika.
Kosning frá Ytri-Reykjum IS1994255511, eig. Þórir Ísólfsson
F: Ljúfur frá Torfunesi
FF: Baldur frá Bakka
M: Líf frá Syðri-Reykjum
Kosning er myndarleg, viljug klárhryssa með góðar grunngangtegundir.
Fyrsta afkvæmi Kosningar er Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sem er mjög góður keppnishestur og hefur m.a verið í úrslitum á Íslandsmóti í fjórgangi og sigrað 4.gang Meistaradeildar Norðurlands tvö ár í röð.
Kosning er fylfull við Vaðal frá Akranesi sem hefur m.a hlotið 8,35 í aðaleinkunn þar af 8,42 fyrir hæfileika.
F: Skorri frá Blönduósi
Rán er fylfull við Hrannar frá Flugumýri sem hefur hlotið 8,85 í aðaleinkunn þar af 9,16 fyrir hæfileika.
Rödd frá Lækjamóti IS2001255103, (aðaleink. 8,06) eigandi Þórir Ísólfsson
Fór undir Freyðir frá Leysingjastöðum II
Toppa frá Lækjamóti IS1991255103, (aðaleink. 7,88) eig. Elín R. Líndal
F: Stígur frá Kjartansstöðum
M: Kúfa frá Lækjamóti
Toppa er alhliðahryssa með góðan árangur í 5-gangi. Sérlega faxprúð, hlaut 8,5 fyrir skeið og vilja&geðslag í kynbótadómi. Toppa er með 7,88 í aðaleinkunn, 7,86 fyrir hæfileika og 7,90 fyrir byggingu. Toppa hefur gefið góð afkvæmi og þar á meðal tvær 1.verðlauna hryssur. Rán frá Lækjamóti (a.e. 8,22) og Gáta frá Lækjamóti (a.e 8,24)
Fór undir Vaðal frá Akranesi
Ræktunarhryssur Ísólfs og Vigdísar
Dimma frá Hólum IS1996238538, (aðaleink. 8,06)
F: Otur frá Sauðárkróki
M: Fluga frá Hólum
Dimma er klárhryssa með 8,06 í aðaleinkunn, fyrir byggingu 8,18, 7,98 fyrir hæfileika þar sem hún hlaut m.a 9,0 fyrir brokk og 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja og feg.í reið.
Dimma er fylfull við Freyði frá Leysingjastöðum II
Eydís frá Hæli IS2007256470 (aðaleink. 8,24)
F: Glymur frá Innri-Skeljabrekku
M: Dáð frá Blönduósi
Eydís hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn, 7,99 í byggingu og 8,40 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir fegurð í reið og hægt tölt.
Eydís fór undir Óskastein frá Íbishóli sem hefur hlotið 8,57 í aðaleinkunn þar af 9,12 fyrir kosti.
Hrönn frá Leysingjastöðum II IS2004256301 (aðaleink. 8,0)
F: Stígandi frá Leysingjastöðum II
M: Þóra frá Leysingjastöðum II
Hrönn er jafnvíg og sérstaklega geðgóð alhliðahryssa. Hún fór á eina sýningu eftir aðeins 6 mánaða tamningu og þjálfun og fór í 8,0 í aðaleinkunn, 7,91 fyrir sköpulag og 8,06 fyrir hæfileika með m.a 8,5 fyrir skeið.
Hrönn er fylfull við Sjóð frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn þar af 8,88 fyrir hæfileika.
Katla frá Blönduósi IS2008256498 (aðaleink. 8,25)
F: Akkur frá Brautarholti
M: Kantata frá Sveinatungu
Katla hefur hlotið 8,25 í aðaleinkunn, 7,96 fyrir sköpulag og 8,45 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir skeið og vilja&geðslag.
Katla er fylfull við Sjóð frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn þar af 8,88 fyrir hæfileika.
Návist frá Lækjamóti IS2006255105 (aðaleink. 8,33)
F: Sævar frá Stangarholti
M: Gildra frá Lækjamóti
Návist er frábær alhliða hryssa sem hlaut 8,48 fyrir hæfileika, 8,11 fyrir byggingu, í aðaleinkunn 8,33.
Návist er fylfull við Mátt frá Leirubakka sem hefur hlotið 8,49 í aðaleinkunn þar af 8,81 fyrir hæfileika.
Sýn frá Grafarkoti IS2006255411 (aðaleink. 8,12)
F: Sólon frá Skáney
M: Ásjóna frá Grafarkoti
Sýn er jöfn og góð alhliðahryssa sem hlaut aðeins 4.vetra 8,12 í aðaleinkunn, þar af 8,11 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika.
Sýn er fylfull við Eld frá Torfunesi sem hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn.
Truflun frá Bakka IS2005265035 (aðaleink. 8,01)
F: Þytur frá Neðra-Seli
M: Krumma frá Bakka
Truflun er alhliðahryssa þar sem skeiðið er hennar aðall. Hún hlaut 8,01 í aðaleinkunn þar af 8,04 fyrir sköpulag og 7,99 fyrir hæfileika. Truflun er með 9 fyrir fótagerð.
Truflun er fylfull við Stála sem hefur hlotið 8,76 í aðaleinkunn þar af 9.09 fyrir hæfileika.
Viðreisn frá Búðardal IS1994238906 (aðaleink. 8,10)
F: Hrafnfaxi frá Grafarkoti
M: Blesa frá Lóni
Frábær klárhryssa með 8,10 í aðaleinkunn, 8,11 fyrir sköpulag og 8,09 fyrir hæfileika þar sem hún hlaut m.a 9,0 fyrir brokk og vilja og geðslag.
Viðreisn er fylfull við Vaðal frá Akranesi.
Ræktunarhryssur á Lækjamóti í eigu Sonju og Friðriks:
Dagrós frá Stangarholti IS1999236512, (a.e 7,77)
F: Kapall frá Hofsstöðum
M: Rósamunda frá Kleifum
Dagrós er viljug og hágeng klárhryssa. Hún hlaut 8,5 fyrir tölt, brokk, vilja&geðslag og fegurð í reið og 9 fyrir hægt tölt í kynbótadómi.
Dagrós er fylfull við Brenni frá Efri-Fitjum sem í sumar hlaut 8,34 í aðaleinkunn þar af 8,50 fyrir hæfileika.
Ólafía frá Lækjamóti IS2008255101 (a.e 8,15)
F: Aðall frá Nýjabæ
M: Rauðhetta frá Lækjamóti
Ólafía er glæsileg hryssa sem hlaut 5 vetra 8,18 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt, brokk og vilja&geðslag. Fyrir sköpulag hlaut hún 8,11. Í aðaleinkunn 8,15. Frábær klárhryssa.
Ólafía er fylfull við Spuna sem hefur hlotið 8, 92 í aðaleinkunn þar af 9,25 fyrir hæfileika.
Sigurrós frá Lækjamóti IS2007255101 (a.e 8,06)
F: Trúr frá Auðsholtshjáleigu
M: Rauðhetta frá Lækjamóti
Sigurrós hlaut 8,23 fyrir sköpulag þar sem bar hæst 9,0 fyrir samræmi. Fyrir hæfileika hlaut hún 7,95, aðaleinkunn 8,06.
Er hjá Stála frá Kjarri en fyl hefur ekki verið staðfest.
19.08.2013 22:04
Hjónaslagur á Íþróttamóti Þyts
Um helgina fór fram Íþróttamót Þyts á Hvammstanga og fór nokkur fjöldi hrossa og knapa frá Lækjamóti til að taka þar þátt.
Mikil spenna var í pollaflokknum en Guðmar var búin að telja niður dagana og æfa stíft slaktaumatölt á Rökkva sem hann sýndi svo dómurunum
Guðmar og Rökkvi sýndu slaktaumatölt í pollaflokki með góðum árangri
Það voru fleiri spenntir og búnir að æfa sig og þannig fór að Ísólfur sigraði allar greinar 1.flokks sem hann tók þátt í, 4-gang, tölt, slaktaumatölt og 5.gang og Vigdís var ýmist í 2. eða 3.sæti í sömu greinum. Allsstaðar voru yfirburði Ísólfs þónokkrir nema í 5.gangi þar sem Ísólfur sigraði Vigdísi með nokkrum kommum svo þar fór fram sannkallaður hjónaslagur
Í fjórgangi 1.flokki voru Ísólfur, Vigdís og Sonja öll í A-úrslitum. Ísólfur og Kristófer sigruðu þau úrslit en þeir voru einnig samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum.
Í slaktaumatölti voru því miður ekki margir keppendur en góð æfing enga að síður og vonandi fara fleiri að æfa þessa stórskemmtilegu grein.
Tölt T2 1.flokkur 1. Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga I 7,42 2. Vigdís Gunnarsdóttir og Björk frá Lækjamóti 6,75 3. James Bóas Faulkner og Ræll frá Gauksmýri 6,00 4. Kristófer Smári Gunnarsson og Óttar frá Efri Þverá 3,88
Núna í ágúst og september er starfandi hjá okkur við frumtamningar hún Anna-Lena, hún keppti á hryssunni sinni Kreppu frá Stórhóli. Þær komust í úrslit í tölti 2.flokki og enduðu í 3.sæti.
Jafet frá Lækjamóti var svo fengi að láni í unglingaflokkinn, nýkominn úr hestaferð stóð hann sig frábærlega með knapa sínum Birnu Agnarsdóttur en þau sigruðu tölt unglinga og voru þau einnig samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum.
Tölt unglingaflokkur 1. Birna Olivia Ödqvist og Jafet frá Lækjamóti 6,67 2. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,22 3. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hula frá Efri-Fitjum 6,06 4. Kristófer Smári Gunnarsson og Krapi frá Efri-Þverá 5,78 5. Helga Rún Jóhannsdóttir g Elfa frá Kommu 5,61
|
Þegar heim var komið voru nokkrir skemmtilegir pollar enn á hlaðinu sem tveir orkuboltar urðu að prófa!
Guðmar og Jakob á hraðferð yfir poll |
12.08.2013 21:22
Skemmtilegt mót á Einarsstöðum
1 | Kristófer frá Hjaltst.hv | Ísólfur Líndal | 8,68 |
2 | Vísir frá Árgerði | Stefán Birgir Stefánsson | 8,51 |
3 | Fróði frá Akureyri | Þorbjörn Hreinn Matthíasson | 8,50 |
4 | Gullinstjarna frá Höfða | Þór Jósteinsson | 8,47 |
5 | Sögn frá Lækjamóti | Vigdís Gunnarsdóttir | 8,46 |
6 | Bessi frá Skriðu | Andrea Bang Kjelgaard | 8,44 |
7 | Saga frá Skriðu | Viðar Bragason | 8,30 |
8 | Eldjárn frá Ytri Brennhóli | Erla Birgisdóttir | 8,20 |
Í A-flokki gæðinga keppti Ísólfur á Sólbjarti frá Flekkudal og Gandálfi frá Selfossi, kom þeim báðum í a-úrslit, Sólbjarti í 7.sæti og Gandálfi í 2.sæti. Því fór svo að Vigdís keppti á Sólbjarti í úrslitunum sem var frábær reynsla fyrir knapann, enduðu þau í 8.sæti. Ísólfur og Gandálfur áttu í harðri toppbaráttu, enduðu í 2.sæti með 8,56.
1 | Freyja frá Akureyri | Þorbjörn Hreinn Matthíasson | 8,63 |
2 | Gandálfur frá Selfossi | Ísólfur Líndal Þórisson | 8,56 |
3 | Frami frá Íbíshóli | Guðmar Freyr Magnússon | 8,49 |
4 | Tíbrá frá Litla-Dal | Þórhallur Þorvaldsson | 8,48 |
5 | Elding frá Barká | Þór Jósteinsson | 8,46 |
Sólbjartur frá Flekkudal | Vigdís Gunnarsdóttir |
28.07.2013 03:15
Návist hlaut fjórar 9ur
Návist og Sonja í lokaprófi á Hólum
IS-2006.2.55-105 Návist frá Lækjamóti
Sýnandi: Guðmar Þór PéturssonMál (cm):139 137 65 144 28.5 18.5Hófa mál:V.fr. 9,1 V.a. 8,3Aðaleinkunn: 8,33 |
Sköpulag: 8,11 |
Kostir: 8,48 |
Höfuð: 8,0 J) Gróf eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 5) Mjúkur 6) Skásettir bógar 7) Háar herðar D) Djúpur Bak og lend: 8,0 5) Djúp lend 7) Öflug lend L) Svagt bak Samræmi: 7,0 E) Þungbyggt Fótagerð: 9,0 3) Mikil sinaskil 4) Öflugar sinar Réttleiki: 8,0 Afturfætur: E) Brotin tálína Hófar: 9,0 1) Djúpir 4) Þykkir hælar 8) Vel formaðir Prúðleiki: 8,0 |
Tölt: 8,5 1) Rúmt 2) Taktgott Brokk: 8,0 4) Skrefmikið Skeið: 9,0 1) Ferðmikið 3) Öruggt Stökk: 8,0 1) Ferðmikið Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 8,0 Fet: 8,5 1) Taktgott 3) Skrefmikið Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 |