14.07.2013 22:00

Gríðarsterku Íslandsmóti lokið

Þá er fjölskyldan á Lækjamóti II komin heim aftur eftir tveggja vikna hestamótamaraþon sem hófst eins og áður sagði hér á heimasíðunni með Fjórðungsmóti á Kaldármelum og lauk í dag með úrslitum á Íslandsmóti í Borgarnesi. 
 
Íslandsmótið var mjög sterkt, bestu hestar og knapar landsins í öllum greinum og þurfti háar einkunnir til að komast í úrslit. Svo fór að Ísólfur náði þeim frábæra árangri að keppa í þremur úrslitum.


Fyrst með Sólbjart frá Flekkudal í B-úrslitum í 5.gangi þar sem þeir enduðu í 9.sæti með einkunnina 7,12. 


Þeir Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II mættu síðan galvaskir í A-úrslit í tölti eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Svo fór að þeir urðu í 5.-6. sæti með 8,28 í einkunn. Sama dag fóru þeir félagar í A-úrslit í 4.gangi og urðu í 5.sæti með 8,0 í einkunn. Ekki slæmur árangur fyrir hest sem fyrir viku síðan fór í 9,01 í gæðingakeppni!


Verðlaunaafhending í 4.gangi

Sonja og undirrituð tóku þátt á Íslandsmótinu í fyrsta sinn, var það mjög skemmtilegt og fer beint í reynslubankann.
Sonja og Kvaran frá Lækjamóti kepptu í fjórgangi og tölti 


Sonja keppti á Návist frá Lækjamóti í 5.gangi


Vigdís og Sögn frá Lækjamóti kepptu í tölti

09.07.2013 21:31

Besta ræktunarbússýningin á FM 2013


Lækjamót var með ræktunarbússýningu á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Þótti fjölskyldumeðlimum þetta hin besta skemmtun enda alltaf gaman þegar vel gengur. Knapar í sýningunni voru þeir sem að hrossaræktinni á Lækjamóti standa ásamt vinafólki. Tólf hrossum var riðið í sýningunni sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á keppnis eða kynbótabrautinni. Sérstaka athygli þeirra sem til okkar þekkja vakti þátttaka Elínar í sýningunni. Öllu venjulegu fer hún lítið á bak en hún reið galvösk í fararbroddi ásamt Þóri. Dómnefnd og fagnaðarlæti áhorfenda dæmdu bestu sýninguna og svo fór að Lækjamót stóð uppi sem sigurvegari af þeim 11 búum sem tóku þátt. Við viljum þakka stuðninginn.

Hjónin Elín og Þórir ríða Björk og Návist


Jóhann og Sigurrós nær, Guðmar og Alúð fjær                                   Guðmundur og Eyvör


Feðginin Ásdís og Elvar á Röst og Hlekk                                             Friðrik á Ólafíu


Vigdís á Sögn, Elín á Björk                                                           James og Jafet


Systkinin Sonja og Ísólfur tóku á móti viðurkenningu fyrir hönd bússins


HÉR má sjá viðtal við Ísólf að lokinni ræktunarbússýningunni, fengið af fréttavef Eiðfaxa.

09.07.2013 15:03

Góður árangur á hringvellinum

Einn verðlaunagripanna

Af þeim 11 verðlaunagripum sem komu heim á Lækjamót að loknu Fjórðungsmóti unnust  6 þeirra á hringvellinum. Verðlaunagripir mótsins voru sérstaklega fallegir og ekki amalegt stofustáss.


Freyðir frá Leysingjastöðum II

Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur náðu þeim frábæra árangri að sigra B-flokkinn með hvorki meira né minna en 9.01 í einkunn í úrslitum! Þar að auki var Freyðir valinn hestur mótsins. Þessi skrefstóri geðprýðis gæðingur hefur verið í þjálfun hjá Ísólfi og Vigdísi frá fjögurra vetra aldri og er alltaf að bæta sig. Eigandi Freyðis er Jane George.


Kristófer frá Hjaltastaðahvammi

Ísólfur kom fleiri hestum í úrslit í B-flokki. Kristófer frá Hjaltastaðahvammi var einnig í A-úrslitum knapi á honum þar var James. Kristófer hlaut 8.51 í úrslitunum og 7.sæti. Eigandi Kristófers er Ísólfur og Knút Lützen.


Vaðall frá Akranesi

Hinn knái 6 vetra gæðingur Vaðall frá Akranesi fór í sín fyrstu úrslit en hann var í B-úrslitum í B-flokki. Þar stóð hann sig með stakri prýði í slagveðrinu sem gekk þá yfir og völlurinn eftir því. Hann hlaut í úrslitunum 8.55 í einkunn og 12 sæti. Kommunni neðar en næsti. Eigandi Vaðals er Richard George. Knapi var Ísólfur.


Álfrún frá Víðidalstungu II

Álfrún frá Víðidalstungu II er Álfasteinsdóttir í eigu Ingvars Jóhannssonar. Hún var í B-úrslitum í A-flokki og varð kommunni frá því að komast upp í A-úrslit. Endaði því í 9. sæti með 8.53 í einkunn. Knapi á þessarri prýðisgóðu fyrstu verðlauna hryssu var Ísólfur.


Björk frá Lækjamóti

Á Fjórðungsmóti er einnig keppt í tölti þar tóku þátt fjögur hross frá Lækjamóti þau Björk, Sögn, Hlekkur og Jafet með knöpum sínum Ísólfi, Vigdísi, Elvari og James. Ísólfur og Björk hlutu 6.93 í forkeppni og með þá einkunn komst þau í B-úrslit.  Í úrslitunum hlutu þau 6.83 og 9 sæti.


Það er óhætt að vera ánægður með árangurinn á Fjórðungsmótinu. Hér má sjá viðtal af fréttavef hestafrétta við Ísólf að loknum sigrinum í B-flokki á Freyði.

09.07.2013 14:45

Kynbótahryssur á Fjórðungsmóti

Vel heppnuðu Fjórðungsmóti á Kaldármelum er lokið. Mótið kom sérstaklega vel út fyrir Lækjamót sem okkur þykir að sjálfsögðu mjög gaman og erum stolt af. Í þessarri frétt verður í stórum dráttum rakinn árangur kynbótahryssnanna sem fóru á mót frá okkur. Fjórar hryssur úr okkar ræktun voru í einstaklingsdóm, þær Alúð, Gáta, Ólafía og Sigurrós. Skemmst er frá því að segja að þær komust allar í verðlaunasæti í sínum aldursflokkum þrátt fyrir að engin þeirra hafi farið í sinn hæsta dóm.

 

Ólafía frá Lækjamóti

Ólafía er 5 vetra undan Aðli frá Nýja-Bæ og Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti. Hún hlaut 9 fyrir tölt, brokk og vilja&geðslag og sannaði þar með að gæði hennar eru ótvíræð. Mýkt, skreflengd, fótaburður og rými. Ásækin og þjál. Aðaleinkunn hennar á mótinu var 8.13 og hún varð í 5. sæti í flokki 5 vetra hryssna. 

 

Sigurrós frá Lækjamóti

Sigurrós er 6 vetra systir Ólafíu að móðurinni til, undan Trú frá Auðsholtshjáleigu. Hún er jöfn og skrefstór alhliðahryssa sem bætti bara í eftir því sem leið á mótið. Í aðaleinkunn hlaut hún 8.04 og 3.sæti í flokki 6 vetra hryssna.

 

Gáta frá Lækjamóti

Gáta er 6 vetra jöfn og góð alhliðahryssa einnig undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og móðir hennar er Toppa frá Lækjamóti. Gáta hlaut 8.5 fyrir bæði skeið og vilja&geðslag. Skeiðupplagið er stórgott, taktgott skeið og ferðmikið. Í aðaleinkunn á mótinu hlaut hún 8.13 og stóð efst í flokki 6 vetra hryssna.

 

Alúð frá Lækjamóti

Alúð er 7 vetra undan Þorsta frá Garði og Von frá Stekkjarholti. Alúð er hágeng, takthrein og skrefstór ahliðahryssa en hún náði sér ekki alveg á strik á mótinu. Alúð hlaut 7.95 í aðaleinkunn og 5. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssna og var nokkuð frá sínu besta.

 

Þessar hryssur eru allar á leið í ræktun á Lækjamóti. En þær eru meðal þeirra 8 fyrstu verðlauna hryssna sem eru að fara nýjar í ræktun á Lækjamóti í sumar.

25.06.2013 12:29

James keppir á HM í Berlín fyrir Bretland

James gerði sér lítið fyrir og flaug til Bretlands til að keppa á Breska Meistarmótinu í hestaíþróttum. Fékk hann hestinn Brimar frá Margrétarhofi lánaðann í verkefnið en hann flutti í vetur til Noregs eftir að hafa verið í þjálfun hjá James. Náðu þeir félagar þeim frábæra árangri að sigra töltið og verða í 2.sæti í fjórgangi og þar með hlutu þeir farseðil inn á HM í Berlín sem fram fer nú í ágúst. Glæsilegur árangur, innilega til hamingju James!


James og Brimar frá Margrétarhofi einbeittir, þeir hlutu 7,44 í úrslitum í Tölti og eru á leið til Berlínar

21.06.2013 19:32

Sonja Líndal orðin reiðkennari og hlaut LH styttuna


Flottur hópur 19 nýrra reiðkennara frá Háskólanum á Hólum

Alla vikuna hafa farið fram lokapróf hjá 3 árs nemendum hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Um er að ræða þá nemendur sem eru að ljúka þjálfara og reiðkennaraprófi samkvæmt eldra kerfi skólans en þetta er síðasti hópurinn sem fer í gegnum það kerfi. Í dag var svo sýning og verðlaunaafhending en eiginlega brautskráning fer fram í haust. 
 
Sonja var í vetur með Kvaran frá Lækjamóti og Návist frá Lækjamóti sem nemendahesta, lauk öllum prófum með glæsibrag og er því orðin Þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. 
Sonja lét það sér ekki nægja heldur hlaut hún einnig LH styttuna fyrir hæstu meðaleinkunn í reiðkennslu og kennslufræði vetrarins með meðaleinkunnina 9,8. Frábær árangur hjá henni en Sonja stundar einnig dýralæknanám og fer út til Danmerkur í haust til að ljúka því námi! Sannkölluð ofurkona emoticon


Sonja Líndal og hestur hennar Kvaran frá Lækjamóti með LH hestinn

15.06.2013 21:21

Guðmar Hólm að keppa í Firmakeppni


Guðmar og Rökkvi glæsilegir saman

Í dag fór fram Firmakeppni á Hvammstanga og þar mætti Guðmar Hólm með Rökkva frá Dalsmynni. Guðmar keppti um síðustu helgi í fyrsta sinn og er nú komin á bragðið og búin að biðja okkur foreldrana að láta sig vita næst þegar er keppni í pollaflokki svo hann geti tekið þátt. Guðmar hefur þjálfað Rökkva í allan vetur fyrir Gunnar afa sinn en Rökkvi er lífsreyndur 23 vetra hestur sem hefur farið í fjölmargar göngur og hestaferðir og á árum áður keppt nokkru sinnum í barnaflokki. Þeir Guðmar og Rökkvi eru orðnir miklir félagar og til dæmis nær Guðmar Rökkva úti í hólfi alveg sjálfur en þeir sem þekkja Rökkva vita að það er nánast ómögulegt nema með miklum mannskap og aðhaldi emoticon

Þegar þeir félagar voru búnir að keppa tóku þeir þátt í hestaratleik og fannst þeim það ekki síður skemmtilegt eða eins og Guðmar orðaði það "maður verður líka að leika sér með hestunum"



09.06.2013 20:23

Útimótin komin á fullt og spennandi sumar framundan

Síðustu dagar hafa verið lærdómsríkir og skemmtilegir á keppnisvellinum. Um miðja viku fórum við með fjögur hross, Gulltopp frá Þjóðólfshaga, Sögn frá Lækjamóti, Björk frá Lækjamóti og Korða frá Kanastöðum á íþróttamót sem Hólanemar héldu á Hólum.Sonja sem er nú á lokametrunum í reiðkennaranáminu keppti þar á Návist frá Lækjamóti í fimmgangi. Það var mjög skemmtilegt, alltaf gaman að koma á Hóla. 
Svo fór að Ísólfur og Korði sigruðu 100m.skeiðið, Ísólfur og Gulltoppur sigruðu slaktaumatöltið, Vigdís og Björk frá Lækjamóti urðu í 2.sæti en þetta var í fyrsta sinn sem Vigdís keppir í slaktaumatölti.  
Í fjórgangi urðu þær Vigdís og Sögn frá Lækjamóti í 3.sæti og Ísólfur og Gulltoppur í 4.sæti. Í tölti urðu þær Vigdís og Sögn í 4.sæti. Í fimmgangi urðu Sonja og Návist í 5.sæti.

Vigdís og Sögn lærðu mikið á þessu móti emoticon

á laugardag fór svo fram úrtaka fyrir fjórðungsmót og um leið gæðingamót Þyts á Hvammstanga. Þar keppti Ísólfur á 6 hestum og Guðmar Hólm tók þátt á sínu fyrsta móti í pollaflokki. Gekk þeim feðgum mjög vel og voru til fyrirmyndar á vellinum. Ísólfur er með þrjá efstu hesta í B-flokki inn á fjórðungsmót en það er efstur Freyðir frá Leysingjastöðum II, annar Vaðall frá Akranesi og þriðji Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.  Í A-flokki er hann inn á mót með efsta og fjórða hest, efstur er Gandálfur frá Selfossi og fjórða Álfrún frá Víðidalstungu. Ísólfur keppti einnig á Flosa frá Búlandi í 100 m. skeiði og varð í 3.sæti.
Sonja, James og Þórir kepptu einnig öll í B-flokki og náðu flottum árangri, Sonja og Kvaran frá Lækjamóti hlutu 8,32, James og Sveipur frá Miðhópi 8,24 og Þórir og Eyvör frá Lækjamóti 8,23. Þar sem keppnin var svo sterk þýddi það 7, 8 og 9.sæti en sex efstu hestar eftir forkeppni komast inn á Fjórðungsmót.

Gæðingurinn Freyðir er efstur inn á Fjórðungsmót fyrir Þyt og sigraði glæsilega B-flokkinn, hlaut í úrslitum 8,90 í einkunn. Hann var einnig valinn glæsilegasti hestur mótsins.


Guðmar Hólm Ísólfsson tók eins og áður sagði þátt í sínu fyrsta móti en hann verður 7 ára í haust og var því í pollaflokki. Hann var á hesti afa síns honum Rökkva frá Dalsmynni sem er lífsreyndur hestur og fóru þeir hringina á dillandi mjúku tölti. Vorum foreldrarnir að springa úr stolti.

Guðmar og Rökkvi glæsilegir

Þau hross á okkar vegum sem hafa áunnið sér þátttökurétt á Fjórðungsmóti Vesturlands á keppnis eða kynbótabrautina eru:

snillingurinn Freyðir frá Leysingjastöðum II, hlaut 8,65 í forkeppni og efstur inn í B-flokki


Vaðall frá Akranesi, frábær gæðingur sem hlaut í sinni fyrstu hringvallarkeppni í forkeppni 8,57 í B-flokki.


Kristófer frá Hjaltastaðahvammi er þriðji inn á Fjórðungsmót, hlaut í forkeppni 8,48


Gandálfur frá Selfossi, efstur inn á Fjórðungsmót fyrir Þyt í A-flokki með 8,43 í forkeppni.


Álfrún frá Víðidalstungu II, fjórði hestur í A-flokki inn á Fjórðungsmót hlaut 8,26 í forkeppni


Ólafía frá Lækjamóti í flokki 5 vetra hryssna, aðaleinkunn 8,15


Gáta frá Lækjamóti, í flokki 6 vetra hryssna aðaleinkunn 8,24


Vissa frá Torfunesi í flokki 6 vetra hryssna aðaleinkunn 8,26


Alúð frá Lækjamóti í flokki hryssna 7vetra og eldri, aðaleinkunn 8,24









31.05.2013 16:26

Sigurrós frá Lækjamóti einnig í 1.verðlaun

Yfirlitssýningu á Sauðárkróki lauk í dag og voru þar sýndar tvær hryssur frá Lækjamóti, systurnar Ólafía og Sigurrós Rauðhettudætur. Ræktandi og eigandi þeirra er Sonja Líndal.  Engar hækkanir urðu á yfirliti en þær voru báðar komnar í 1.verðlaun eftir forsýningu, Ólafía með 8,15 sýnd af Ísólfi Líndal og Sigurrós með 8,04 sýnd af Bjarna Jónassyni. Virkilega flottur árangur.

Það sem af er þessu ári hafa 7 hross frá Lækjamóti verið sýnd í kynbótadómi, Gáta, Alúð, Ólafía, Sigurrós, Gunnvör, Sögn og Hlekkur.  Er meðaleinkunn þessara 7 hrossa eftirfarandi: 
Aðaleinkunn: 8,07. 
Hæfileikar: 8,09 
Sköpulag: 8,05, 
gaman að því  emoticon



Sigurrós frá Lækjamóti er glæsileg alhliðahryssa undan Rauðhettur frá Lækjamóti og Trúr frá Auðsholtshjáleigu

IS-2007.2.55-101 Sigurrós frá Lækjamóti

Sýnandi: Bjarni Jónasson

Mál (cm):

144   143   66   145   28   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,6   V.a. 7,7  

Aðaleinkunn: 8,04

 

Sköpulag: 8,23

Kostir: 7,92


Höfuð: 8,0
   3) Svipgott   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   7) Háar herðar   

Bak og lend: 8,5
   7) Öflug lend   8) Góð baklína   I) Áslend   

Samræmi: 9,0
   1) Hlutfallarétt   3) Langvaxið   4) Fótahátt   

Fótagerð: 8,0
   6) Þurrir fætur   

Réttleiki: 8,5
   Framfætur: 1) Réttir   

Hófar: 8,0
   7) Hvelfdur botn   

Prúðleiki: 7,0

Tölt: 8,0
   2) Taktgott   5) Skrefmikið   

Brokk: 8,0
   2) Taktgott   4) Skrefmikið   B) Ferðlítið   

Skeið: 7,5

Stökk: 8,0
   2) Teygjugott   C) Sviflítið   

Vilji og geðslag: 8,0
   3) Reiðvilji   

Fegurð í reið: 8,0
   2) Mikil reising   

Fet: 8,0
   1) Taktgott   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

29.05.2013 18:23

Ólafía frá Lækjamóti með þrjár 9,0 í hæfileikum

Þessa dagana fer fram héraðssýning á Sauðárkróki. Í dag sýndi Ísólfur þar glæsihryssuna Ólafíu frá Lækjamóti en ræktandi og eigandi hennar er Sonja Líndal.
Ólafía fór í frábæran dóm þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt, brokk og vilja&geðslag. Ólafía er undan Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti og Adamssyninum Aðli frá Nýjabæ. Glæsileg viðbót við 1.verðlauna hryssuhópinn á Lækjamóti. 


Ólafía frá Lækjamóti er stórglæsileg hæfileikahryssa með mikið rými og mikla útgeislun.


IS-2008.2.55-101 Ólafía frá Lækjamóti

Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson

Mál (cm):

146   142   67   148   29   17  

Hófa mál:

V.fr. 8,5   V.a. 7,8  

Aðaleinkunn: 8,15

 

Sköpulag: 8,11

Kostir: 8,18


Höfuð: 7,0
   D) Djúpir kjálkar   J) Gróf eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   5) Mjúkur   

Bak og lend: 8,5

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt   

Fótagerð: 8,0
   4) Öflugar sinar   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína   
   Framfætur: A) Útskeifir   

Hófar: 8,5
   3) Efnisþykkir   

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   6) Mjúkt   

Brokk: 9,0
   2) Taktgott   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   

Skeið: 5,0

Stökk: 8,5
   1) Ferðmikið   2) Teygjugott   4) Hátt   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   5) Vakandi   

Fegurð í reið: 8,5
   4) Mikill fótaburður   

Fet: 8,5
   1) Taktgott   2) Rösklegt   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 5,0



Ólafía á hægu tölti


Svifmikið og glæsilegt brokk

24.05.2013 15:53

Afmælisgjöf dagsins, 9,0 fyrir skeið

Í dag lauk kynbótasýningu á Hvammstanga, þar sýndi Ísólfur hryssurnar, Gátu frá Lækjamóti, Gunnvör frá Lækjamóti, Ólafíu frá Lækjamóti og Sýn frá Grafarkoti. Í stuttu máli má segja að vel hafi gengið, Gáta hlaut 8,24 í aðaleinkunn, Sýn 8,09 í aðaleinkunn, Gunnvör 7,94 í aðaleinkunn og Ólafía 7,84 í aðaleinkunn.  Punktinn yfir i-ið setti Gáta með því að fá 9,0 fyrir skeið en eigandi hennar Elín R. Líndal á einmitt afmæli í dag, ekki amaleg afmælisgjöf það emoticon
hér má sjá skeiðsprettinn góða 


Horfa á myndband




Gáta frá Lækjamóti (f. Trúr frá Auðsholtshjáleigu, m. Toppa frá Lækjamóti) hlaut 8,13 fyrir byggingu, 8,31 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir skeið, aðaleinkunn 8,24

Gáta frá Lækjamóti á hægu tölti


Gunnvör frá Lækjamóti (f. Baugur frá Víðinesi, m. Perla frá Stafholti) var sýnd í fyrsta sinn í gær og hlaut 8,05 fyrir hæfileika, 7,78 fyrir byggingu, aðaleinkunn 7,94.


Ólafía frá Lækjamóti (f. Aðall frá Nýjabæ, m. Rauðhetta frá Lækjamóti) hlaut fyrir sköpulag 8,11, hæfileika 7,65 aðaleinkunn 7,84.


06.05.2013 16:39

Draumar geta ræst

Það hefur margt gerst í lífi okkar á Lækjamóti II (Ísólfur, Vigdís, Ísak og Guðmar) undanfarnar vikur. Til að byrja með keyptum við Ísólfur og Vigdís 50% af Lækjamótsjörðinni af Þóri og Elínu og erum nú stoltir landeigendur. 

Í byrjun febrúar fóru svo fleiri góðir hlutir að gerast en þá tóku erlendir vinir okkar þá ákvörðun að efla hrossaræktina með okkur á Lækjamóti II. Til þess voru keyptar sex 1.verðlauna hryssur, Þær Katla frá Blönduósi (a.e 8,25), Eydís frá Hæli (a.e 8,24), Sýn frá Grafarkoti (a.e 8,13), Návist frá Lækjamóti (a.e 8,21), Dimma frá Hólum (a.e 8,06) og Viðreisn frá Búðardal (a.e 8,10).  

Auk þess langaði þeim að eiga hér góða keppnishesta sem yrðu í okkar umsjón á Íslandi en þau eru miklir aðdáendur íslenska hestsins og íslenskrar náttúru. Hestarnir sem keyptir voru eru, Vaðall frá Akranesi (a.e 8,42), Sólbjartur frá Flekkudal (a.e 8,29), Gandálfur frá Selfossi (a.e 8,46), Korði frá Kanastöðum, Flosi frá Búlandi og fyrir áttu þau Freyði frá Leysingjastöðum (a.e 8,17). 
Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum af þeim hrossum sem eru nú á Lækjamóti.
Vaðall frá Akranesi, Sólbjartur frá Flekkudal, Freyðir frá Leysingjastöðum

Gulltoppur frá Þjóðólfshaga, Flosi frá Búlandi og Gandálfur frá Selfossi


Það eru mikil forréttindi að fá að hugsa um og þjálfa þessi hross sem hafa verið nefnd og njótum við hverrar stundar. Í framtíðinni er hugmyndin að bjóða upp á aukna reiðkennslu hér heima hjá okkur á Lækjamóti. Viljum við hafa til þess góða hesta svo fólk fái tækifæri á að prófa hvernig vel þjálfaður íslenskur gæðingur getur verið, en að okkar mati eru vel þjálfaðir gæðingar bestu kennararnir.

Til að taka vel á móti þessum hugsanlegu viðskiptavinum ætlum við á Lækjamóti II að byggja upp frábæra aðstöðu og er nú þegar byrjað að grafa fyrir grunni á nýrri reiðhöll og hesthúsi sem mun vonandi verða tilbúið strax í byrjun næsta árs. Er okkur gert kleyft að ráðast í þessar framkvæmdir með fjárfestingu og lánveitingu frá okkar góðu vinum, þeim sömu og eiga hér hestana. Það má því segja að draumar geti svo sannarlega ræst!

Fjölskyldan á Lækjamóti II. 
Fyrsta skóflustungan hefur verið tekin og eru framkvæmdir hafnar en reiðhöllin og hesthúsið mun rísa í göngufæri frá heimili okkar á Lækjamóti II. 



04.05.2013 21:20

Stóðhestar til notkunar á Lækjamóti sumarið 2013

Hér koma upplýsingar um þá fjóra stóðhesta sem eru til notkunar á okkar vegum sumarið 2013.

Til notkunar á Lækjamóti 2013 frá og með 16.júlí
Verð 80.000.- ISK með 1. fylskoðun, girðingagjaldi og vsk. pr. folatollur.


Freyðir frá Leysingjastöðum II
IS2005156304 


 
Freyðir er undan Sæ frá Bakkakoti og Dekkju frá Leysingjastöðum. Freyðir hlaut 2011 8,17 í aðaleinkunn þar af 8,41 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt og fet. Freyðir hefur einstaklega gott geðslag og frábæra ganghæfileika og hefur sannað sig meðal þeirra bestu á keppnisvellinum. 

Gandálfur frá Selfossi 
IS2004187660


Gandálfur er frábærlega ættaður hestur undan Álfadís frá Selfossi og Gust frá Hóli. Hann er með 125 í BLUP og í kynbótadóm hefur hann hlotið 8,46 í aðaleinkunn þar af 8,72 fyrir hæfileika og bar þar hæst 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag. Gandálfur er mikill rýmis hestur með miklar hreyfingar og á hann án efa eftir að sanna sig á keppnisbrautinni í framtíðinni, sérstaklega í A-flokki gæðinga. 

Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 
IS2004181813

Gulltoppur er frábær klárhestur undan Huga frá Hafsteinsstöðum og Gyllingu frá Kirkjubæ. Gulltoppur er með allar gangtegundir góðar, í kynbótadómi hefur hann t.d hlotið 8,5 fyrir allar gangtegundir (tölt, brokk, stökk, fet) auk vilja og fegurðar í reið. 
Gulltoppur er sérfræðingur í slaktaumatölti.


Vaðall frá Akranesi
IS2007135069

Vaðall er ungur og efnilegur hestur sem hefur þegar hlotið 8,36 í kynbótadóm þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag en Vaðall er einstaklega geðgóður og skemmtilegur. Hann er óreyndur í keppni en höfum við mikla trú á honum sem keppnishesti í tölti og fjórgang/b-flokk.

02.05.2013 09:26

Fyrsta kynbótasýning ársins 2013 - tvær 1.verðlaunahryssur bætast í hópinn

Fyrsta kynbótasýning ársins fór fram á Sauðárkróki í vikunni. Ísólfur sýndi þar þrjár hryssur, Sögn frá Lækjamóti, Alúð frá Lækjamóti og Vissu frá Torfunesi. Þær hækkuðu allar verulega frá fyrri sýningu og fóru alhliðahryssurnar Vissa og Alúð í mjög góð 1.verðlaun, Alúð í 8,24 þar af 8,40 fyrir hæfileika. Vissa hlaut 8,26 í aðaleinkunn þar af 8,23 fyrir hæfileika. Klárhryssan Sögn frá Lækjamóti fór í 7,94 með 8,5 fyrir alla eiginleika í hæfileikadómi (f.utan skeið).  Í sumar fara hryssurnar Alúð og Vissa í ræktun á Lækjamóti en Sögn verður áfram undir hnakk og mun væntanlega sjást meira á keppnisbrautinni á komandi misserum.


Vissa frá Torfunesi í eigu Ísólfs Líndal og Torfunes ehf. var hæst dæmda hross sýningarinnar.
Hún hlaut 8,29 f. byggingu og 8,23 f. hæfileika, aðaleinkunn 8,26. (ljósmynd af fax.is)
IS2007266201 Vissa frá Torfunesi
Örmerki: 352098100015522
Litur: 7500 Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt
Ræktandi: Ræktunarbúið Torfunesi ehf.
Eigandi: Ísólfur Líndal Þórisson, Torfunes ehf
F.: IS2003165555 Stáli frá Ytri-Bægisá I
Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli
Fm.: IS1993265489 Nótt frá Akureyri
M.: IS1998266210 Röst frá Torfunesi
Mf.: IS1995186050 Hersir frá Oddhóli
Mm.: IS1991266201 Bylgja frá Torfunesi
Mál (cm): 141 - 140 - 64 - 149 - 29,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,0 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 8,29
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 = 8,23
Aðaleinkunn: 8,26
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 7,0
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson



Alúð frá Lækjamóti í eigu Þóris Ísólfssonar, hlaut hæsta dóm sýningar fyrir hæfileika eða 8,40, hún hlaut 8,0 f. byggingu, aðaleinkunn 8,24. (ljósmynd af fax.is)
IS2006255108 Alúð frá Lækjamóti
Frostmerki: 6V108
Örmerki: 352098100028076
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Ræktandi: Páll Þórir Viktorsson, Þórir Ísólfsson
Eigandi: Páll Þórir Viktorsson, Þórir Ísólfsson
F.: IS1998180917 Þorsti frá Garði
Ff.: IS1993188025 Ögri frá Háholti
Fm.: IS1990286301 Þröm frá Gunnarsholti
M.: IS1986257987 Von frá Stekkjarholti
Mf.: IS1975137620 Brúnblesi frá Hoftúnum
Mm.: IS19ZZ236214 Brúnblesa frá Þverholtum
Mál (cm): 137 - 137 - 62 - 143 - 27,5 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,4 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 8,00
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,40
Aðaleinkunn: 8,24
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson



klárhryssan Sögn frá Lækjamóti í eigu Vigdísar Gunnarsd. hlaut í kynbótadómi 7,98 í byggingu og 7,92 fyrir hæfileika með 8,5 fyrir alla eiginleika í hæfileikadómi. Aðaleinkunn 7,94.
IS2005255104 Sögn frá Lækjamóti
Frostmerki: 5V104
Örmerki: 352206000070826
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Þórir Ísólfsson
Eigandi: Vigdís Gunnarsdóttir
F.: IS2002155116 Veigar frá Lækjamóti
Ff.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II
Fm.: IS1986257987 Von frá Stekkjarholti
M.: IS1987255107 Setning frá Lækjamóti
Mf.: IS1968188801 Fáfnir frá Laugarvatni
Mm.: IS1968255113 Stóra-Brúnka frá Lækjamóti
Mál (cm): 140 - 138 - 65 - 143 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 7,9 - V.a.: 7,3
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 7,98
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 7,92
Aðaleinkunn: 7,94
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
 

25.04.2013 01:12

Sigurvegari Meistaradeildar Norðurlands 2013

Í kvöld fór fram æsispennandi lokakvöld Meistaradeildar Norðurlands þar sem hart var barist. Fyrir kvöldið var Ísólfur efstur að stigum en Bjarni Jónasson aðeins 5 1/2 stigi á eftir og því ljóst að allt gat gerst. Svo fór eftir harða keppni að Ísólfur varð samanlagður sigurvegari 3 1/2 stigi á undan Bjarna sem varð annar.

Guðmar fór niður á gólf og beið spenntur eftir niðurstöðu stigakeppninnar


Úrslit kvöldsins urðu þau að Ísólfur varð stigahæstur, Bjarni Jónasson í 2.sæti og Þórarinn Eymundson í 3.sæti.

Kvöldið hófst á slaktaumatölti og var greinilegt að menn höfðu æft slaka tauminn vel því margar mjög góðar sýningar sáust og var ekkert gefið eftir. Ísólfur og Gulltoppur komu í 4 sæti inn í A-úrslit með 7,37. Upp úr B-úrslitum komu hinsvegar Hekla Katharina og Vaki frá Hólum sem gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu A-úrslitin.  
5 efstu knapar í slaktaumatölti, Tóti, Hekla, Teitur Árna, Bjarni og Ísólfur.

Ísólfur og Gulltoppur stóðu sig mjög vel í kvöld 

Eftir slaktaumatöltið var Bjarni búin að ná einu stigi á Ísólf og því 4 1/2 stigi á eftir og því allt opið þegar skeiðið hófst. Ísólfur og Korði frá Kanastöðum voru hinsvegar í stuði í skeiðinu og tryggðu sér 4.sæti á tímanum 5,07 sek. 

Tóti sigraði, Teitur Árna varð í 2.sæti, Bjarni Jónasson í 3, Ísólfur í 4. og Mette í 5.sæti. 


Korði er fljúgandi vakur hestur sem verður gaman að halda áfram að þjálfa 


Steini fékk Björk frá Lækjamóti lánaða í slaktaumatöltið og gekk þeim mjög vel, komust í b-úrslit enduðu í 8.sæti. 

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556671
Samtals gestir: 58108
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 09:38:23
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]