14.07.2013 22:00
Gríðarsterku Íslandsmóti lokið
09.07.2013 21:31
Besta ræktunarbússýningin á FM 2013
Lækjamót var með ræktunarbússýningu á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Þótti fjölskyldumeðlimum þetta hin besta skemmtun enda alltaf gaman þegar vel gengur. Knapar í sýningunni voru þeir sem að hrossaræktinni á Lækjamóti standa ásamt vinafólki. Tólf hrossum var riðið í sýningunni sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á keppnis eða kynbótabrautinni. Sérstaka athygli þeirra sem til okkar þekkja vakti þátttaka Elínar í sýningunni. Öllu venjulegu fer hún lítið á bak en hún reið galvösk í fararbroddi ásamt Þóri. Dómnefnd og fagnaðarlæti áhorfenda dæmdu bestu sýninguna og svo fór að Lækjamót stóð uppi sem sigurvegari af þeim 11 búum sem tóku þátt. Við viljum þakka stuðninginn.
Hjónin Elín og Þórir ríða Björk og Návist
Jóhann og Sigurrós nær, Guðmar og Alúð fjær Guðmundur og Eyvör
Feðginin Ásdís og Elvar á Röst og Hlekk Friðrik á Ólafíu
Vigdís á Sögn, Elín á Björk James og Jafet
Systkinin Sonja og Ísólfur tóku á móti viðurkenningu fyrir hönd bússins
HÉR má sjá viðtal við Ísólf að lokinni ræktunarbússýningunni, fengið af fréttavef Eiðfaxa.
09.07.2013 15:03
Góður árangur á hringvellinum
Einn verðlaunagripanna
Af þeim 11 verðlaunagripum sem komu heim á Lækjamót að loknu Fjórðungsmóti unnust 6 þeirra á hringvellinum. Verðlaunagripir mótsins voru sérstaklega fallegir og ekki amalegt stofustáss.
Freyðir frá Leysingjastöðum II
Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur náðu þeim frábæra árangri að sigra B-flokkinn með hvorki meira né minna en 9.01 í einkunn í úrslitum! Þar að auki var Freyðir valinn hestur mótsins. Þessi skrefstóri geðprýðis gæðingur hefur verið í þjálfun hjá Ísólfi og Vigdísi frá fjögurra vetra aldri og er alltaf að bæta sig. Eigandi Freyðis er Jane George.
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
Ísólfur kom fleiri hestum í úrslit í B-flokki. Kristófer frá Hjaltastaðahvammi var einnig í A-úrslitum knapi á honum þar var James. Kristófer hlaut 8.51 í úrslitunum og 7.sæti. Eigandi Kristófers er Ísólfur og Knút Lützen.
Vaðall frá Akranesi
Hinn knái 6 vetra gæðingur Vaðall frá Akranesi fór í sín fyrstu úrslit en hann var í B-úrslitum í B-flokki. Þar stóð hann sig með stakri prýði í slagveðrinu sem gekk þá yfir og völlurinn eftir því. Hann hlaut í úrslitunum 8.55 í einkunn og 12 sæti. Kommunni neðar en næsti. Eigandi Vaðals er Richard George. Knapi var Ísólfur.
Álfrún frá Víðidalstungu II
Álfrún frá Víðidalstungu II er Álfasteinsdóttir í eigu Ingvars Jóhannssonar. Hún var í B-úrslitum í A-flokki og varð kommunni frá því að komast upp í A-úrslit. Endaði því í 9. sæti með 8.53 í einkunn. Knapi á þessarri prýðisgóðu fyrstu verðlauna hryssu var Ísólfur.
Björk frá Lækjamóti
Á Fjórðungsmóti er einnig keppt í tölti þar tóku þátt fjögur hross frá Lækjamóti þau Björk, Sögn, Hlekkur og Jafet með knöpum sínum Ísólfi, Vigdísi, Elvari og James. Ísólfur og Björk hlutu 6.93 í forkeppni og með þá einkunn komst þau í B-úrslit. Í úrslitunum hlutu þau 6.83 og 9 sæti.
Það er óhætt að vera ánægður með árangurinn á Fjórðungsmótinu. Hér má sjá viðtal af fréttavef hestafrétta við Ísólf að loknum sigrinum í B-flokki á Freyði.
09.07.2013 14:45
Kynbótahryssur á Fjórðungsmóti
Vel heppnuðu Fjórðungsmóti á Kaldármelum er lokið. Mótið kom sérstaklega vel út fyrir Lækjamót sem okkur þykir að sjálfsögðu mjög gaman og erum stolt af. Í þessarri frétt verður í stórum dráttum rakinn árangur kynbótahryssnanna sem fóru á mót frá okkur. Fjórar hryssur úr okkar ræktun voru í einstaklingsdóm, þær Alúð, Gáta, Ólafía og Sigurrós. Skemmst er frá því að segja að þær komust allar í verðlaunasæti í sínum aldursflokkum þrátt fyrir að engin þeirra hafi farið í sinn hæsta dóm.
Ólafía frá Lækjamóti
Ólafía er 5 vetra undan Aðli frá Nýja-Bæ og Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti. Hún hlaut 9 fyrir tölt, brokk og vilja&geðslag og sannaði þar með að gæði hennar eru ótvíræð. Mýkt, skreflengd, fótaburður og rými. Ásækin og þjál. Aðaleinkunn hennar á mótinu var 8.13 og hún varð í 5. sæti í flokki 5 vetra hryssna.
Sigurrós frá Lækjamóti
Sigurrós er 6 vetra systir Ólafíu að móðurinni til, undan Trú frá Auðsholtshjáleigu. Hún er jöfn og skrefstór alhliðahryssa sem bætti bara í eftir því sem leið á mótið. Í aðaleinkunn hlaut hún 8.04 og 3.sæti í flokki 6 vetra hryssna.
Gáta frá Lækjamóti
Gáta er 6 vetra jöfn og góð alhliðahryssa einnig undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og móðir hennar er Toppa frá Lækjamóti. Gáta hlaut 8.5 fyrir bæði skeið og vilja&geðslag. Skeiðupplagið er stórgott, taktgott skeið og ferðmikið. Í aðaleinkunn á mótinu hlaut hún 8.13 og stóð efst í flokki 6 vetra hryssna.
Alúð frá Lækjamóti
Alúð er 7 vetra undan Þorsta frá Garði og Von frá Stekkjarholti. Alúð er hágeng, takthrein og skrefstór ahliðahryssa en hún náði sér ekki alveg á strik á mótinu. Alúð hlaut 7.95 í aðaleinkunn og 5. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssna og var nokkuð frá sínu besta.
Þessar hryssur eru allar á leið í ræktun á Lækjamóti. En þær eru meðal þeirra 8 fyrstu verðlauna hryssna sem eru að fara nýjar í ræktun á Lækjamóti í sumar.
25.06.2013 12:29
James keppir á HM í Berlín fyrir Bretland
21.06.2013 19:32
Sonja Líndal orðin reiðkennari og hlaut LH styttuna
15.06.2013 21:21
Guðmar Hólm að keppa í Firmakeppni
09.06.2013 20:23
Útimótin komin á fullt og spennandi sumar framundan
31.05.2013 16:26
Sigurrós frá Lækjamóti einnig í 1.verðlaun
IS-2007.2.55-101 Sigurrós frá Lækjamóti
Sýnandi: Bjarni JónassonMál (cm):144 143 66 145 28 18Hófa mál:V.fr. 8,6 V.a. 7,7Aðaleinkunn: 8,04 |
Sköpulag: 8,23 | Kostir: 7,92 |
Höfuð: 8,0 3) Svipgott Háls/herðar/bógar: 8,0 7) Háar herðar Bak og lend: 8,5 7) Öflug lend 8) Góð baklína I) Áslend Samræmi: 9,0 1) Hlutfallarétt 3) Langvaxið 4) Fótahátt Fótagerð: 8,0 6) Þurrir fætur Réttleiki: 8,5 Framfætur: 1) Réttir Hófar: 8,0 7) Hvelfdur botn Prúðleiki: 7,0 | Tölt: 8,0 2) Taktgott 5) Skrefmikið Brokk: 8,0 2) Taktgott 4) Skrefmikið B) Ferðlítið Skeið: 7,5 Stökk: 8,0 2) Teygjugott C) Sviflítið Vilji og geðslag: 8,0 3) Reiðvilji Fegurð í reið: 8,0 2) Mikil reising Fet: 8,0 1) Taktgott Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
29.05.2013 18:23
Ólafía frá Lækjamóti með þrjár 9,0 í hæfileikum
IS-2008.2.55-101 Ólafía frá Lækjamóti
Sýnandi: Ísólfur Líndal ÞórissonMál (cm):146 142 67 148 29 17Hófa mál:V.fr. 8,5 V.a. 7,8Aðaleinkunn: 8,15 |
Sköpulag: 8,11 | Kostir: 8,18 |
Höfuð: 7,0 D) Djúpir kjálkar J) Gróf eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 5) Mjúkur Bak og lend: 8,5 Samræmi: 8,5 4) Fótahátt Fótagerð: 8,0 4) Öflugar sinar Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Framfætur: A) Útskeifir Hófar: 8,5 3) Efnisþykkir Prúðleiki: 8,5 | Tölt: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 3) Há fótlyfta 6) Mjúkt Brokk: 9,0 2) Taktgott 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta Skeið: 5,0 Stökk: 8,5 1) Ferðmikið 2) Teygjugott 4) Hátt Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 5) Vakandi Fegurð í reið: 8,5 4) Mikill fótaburður Fet: 8,5 1) Taktgott 2) Rösklegt Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 5,0 |
24.05.2013 15:53
Afmælisgjöf dagsins, 9,0 fyrir skeið
06.05.2013 16:39
Draumar geta ræst
04.05.2013 21:20
Stóðhestar til notkunar á Lækjamóti sumarið 2013
Til notkunar á Lækjamóti 2013 frá og með 16.júlí
Freyðir er undan Sæ frá Bakkakoti og Dekkju frá Leysingjastöðum. Freyðir hlaut 2011 8,17 í aðaleinkunn þar af 8,41 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt og fet. Freyðir hefur einstaklega gott geðslag og frábæra ganghæfileika og hefur sannað sig meðal þeirra bestu á keppnisvellinum.
02.05.2013 09:26
Fyrsta kynbótasýning ársins 2013 - tvær 1.verðlaunahryssur bætast í hópinn
Örmerki: 352098100015522
Litur: 7500 Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt
Ræktandi: Ræktunarbúið Torfunesi ehf.
Eigandi: Ísólfur Líndal Þórisson, Torfunes ehf
F.: IS2003165555 Stáli frá Ytri-Bægisá I
Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli
Fm.: IS1993265489 Nótt frá Akureyri
M.: IS1998266210 Röst frá Torfunesi
Mf.: IS1995186050 Hersir frá Oddhóli
Mm.: IS1991266201 Bylgja frá Torfunesi
Mál (cm): 141 - 140 - 64 - 149 - 29,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,0 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 8,29
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 = 8,23
Aðaleinkunn: 8,26
Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,0
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
Frostmerki: 6V108
Örmerki: 352098100028076
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Ræktandi: Páll Þórir Viktorsson, Þórir Ísólfsson
Eigandi: Páll Þórir Viktorsson, Þórir Ísólfsson
F.: IS1998180917 Þorsti frá Garði
Ff.: IS1993188025 Ögri frá Háholti
Fm.: IS1990286301 Þröm frá Gunnarsholti
M.: IS1986257987 Von frá Stekkjarholti
Mf.: IS1975137620 Brúnblesi frá Hoftúnum
Mm.: IS19ZZ236214 Brúnblesa frá Þverholtum
Mál (cm): 137 - 137 - 62 - 143 - 27,5 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,4 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 8,00
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,40
Aðaleinkunn: 8,24
Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
Frostmerki: 5V104
Örmerki: 352206000070826
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Þórir Ísólfsson
Eigandi: Vigdís Gunnarsdóttir
F.: IS2002155116 Veigar frá Lækjamóti
Ff.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II
Fm.: IS1986257987 Von frá Stekkjarholti
M.: IS1987255107 Setning frá Lækjamóti
Mf.: IS1968188801 Fáfnir frá Laugarvatni
Mm.: IS1968255113 Stóra-Brúnka frá Lækjamóti
Mál (cm): 140 - 138 - 65 - 143 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 7,9 - V.a.: 7,3
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 7,98
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 7,92
Aðaleinkunn: 7,94
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson