11.04.2013 00:59

Frábærri töltveislu KS lokið

Í kvöld fór fram töltkeppni Meistaradeildar Norðurlands og voru margir góðir hestar skráðir til leiks. Keppnin var spennandi og úrslitin frábær og skemmtileg á að horfa. Ísólfur og Freyðir stóðu sig mjög vel, voru í fjórða sæti inn í A-úrslit en enduðu  í 2-3 sæti ásamt sigurvegurum B-úrslitanna, Mettu og Trymbil frá Stóra-Ási. Sigurvegari töltkeppninnar voru hinsvegar Bjarni Jónasar og Randalín frá Efri-Rauðlæk. 
    Mette, Bjarni, Ísólfur, Teitur og Hekla 


Ísólfur og Freyðir voru glæsilegir saman

Stigakeppnin lítur þá svona út eftir 3 greinar:
Ísólfur Líndal 27,5 stig
Bjarni Jónasson 22 stig
Viðar Bragason 14 stig
Mette Mannseth 13,5 stig
Elvar Einarsson 11 stig

Úrslitin í kvöld urðu þessi:
A úrslit
Bjarni Jónasson Randalín frá Efri Rauðalæk 8,22
Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,61
ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum 7,61
Teitur Árnason Ormur frá Sigmundarstöðum 7,56
Hekla Katarína Kristinnsdóttir Vígar frá Skarði 7,50
B úrslit
Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,67
Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalandi 7,50
Líney María Hjálmarsdóttir Sprunga frá Bringu 7,22
Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 6,94
Þorbjörn Hreinn Mathíasson Hekla frá Hólshúsum 6,89
 

06.04.2013 22:00

Húnvetnsku liðakeppninni lokið

Töltkeppni lokamóts Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram í gærkvöldi. 
Allir úr Lækjamótsfjölskyldunni komust í b-úrslit, James, Ísólfur, Vigdís og Sonja og svo fór að Ísólfur sigraði b-úrslitin á Sögn frá Lækjamóti og vann sig upp í 4.sæti í a-úrslitunum. 
Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti sem er stöðugt að bæta sig sem keppnishross í fjórgangi og tölti.

Úrslitin í 1.flokki urðu þessi:
1 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,83
2 Líney María Hjálmarsdóttir / Sprunga frá Bringu 7,78
3 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 7,44
4 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,17
5 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti 7,00

b-úrslit í 1.flokki
5 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,00
6 Sonja Líndal Þórisdóttir / Björk frá Lækjamóti 6,94
7 Vigdís Gunnarsdóttir / Sýn frá Grafarkoti 6,61 

8 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ 6,61
9 Sæmundur Sæmundsson / Lyfting frá Fyrirbarði 6,56
10 James Bóas Faulkner / Jafet frá Lækjamóti 6,50

Fyrirfram var ljóst að okkar lið (lið 3) ætti ekki möguleika á sigri en baráttan stóð á milli liða 1 og 2. Í bæjarkeppninni var hinsvegar munurinn lítill og allt gat gerst.  
Svo fór að lið 1 (Draumaliðið) sigraði liðakeppnina en í bæjarkeppninni sigraði lið FLESK en skammstöfunin stendur fyrir bæjunum Lækjamót, Efri-Fitjar og Syðra-Kolugil og stóðu Vigdís á Lækjamóti, Malin á Syðra-Kolugili og Gréta á Efri-Fitjum á bak við liðið auk þess að fá valinkunna knapa sér til aðstoðar. 

tekið á móti farandgrip fyrir bæjarkeppnina þar sem FLESK sigraði. Á myndinni eru nokkrir af keppendum FLESK en á myndina vantar nokkra sem ekki komust þetta kvöld.


Í einstaklingskeppninni varð Ísólfur í 3.sæti eftir þátttöku í 3 greinum af 5. Fanney í öðru sæti og Líney í 1.sæti 

30.03.2013 10:41

Gulltoppur og Korði byrja vel hjá nýjum knapa


Korði frá Kanastöðum og Ísólfur flugu yfir gólfið á Akureyri í gær

Lokamót KEA mótaraðarinnar fór fram í gær á Akureyri. Ísólfur ákvað að fara þangað með Gulltopp frá Þjóðólfshaga og Korða frá Kanastöðum til að kynnast þeim betur en þeir eru nýlega komnir til okkar á Lækjamót í þjálfun.  Það er óhætt að segja að ferðin hafi heppnast vel, sigur í báðum greinum og hestarnir frábærir.  


Ísólfur og Gulltoppur með slaka tauma í góðum gír

James keppti einnig á mótinu með þá Kardinála frá Síðu í slaktaumatölti og Flugar frá Barkarstöðum í skeiði. Gekk það vel, Kardináli í sinni fyrstu keppni stóð sig vel og fór í 6,33 og Flugar skeiðaði af miklu öryggi og endaði í 4.sæti á tímanum 5,30

félagarnir James og Flugar á fleygiferð

Í dag og á morgun verður þjálfað í rólegheitum heima en á mánudaginn (annan í páskum) verður farið aftur af stað með hesta en þá á reiðhallarsýningu á Hvammstanga sem ber heitið "Hestar fyrir alla" þar verða fjölbreytt atriði frá knöpum á öllum aldri. 

Úrslitin urðu s.s. þessi:

A-úrslit Tölt T2
1 Ísólfur Líndal Þórisson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7,83
2 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Hekla frá Hólshúsum 7,71
3-4Viðar Bragason Binný frá Björgum 6,92
3-4 Baldvin Ari Guðlaugsson Orka frá Efri-Rauðalæk 6,92
5 Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík 6,58

Úrslit í Skeiði
1. Ísólfur Líndal Þórisson Korði frá Kanastöðum tími: 5.08
2. Svavar Örn Hreiðarsson Jóhannes Kjarval frá Hala tími: 5.09
3. Þorbjörn Hreinn Matthíasson Djásn frá Tungu tími: 5.17
4. James Bóas Faulkner Flugar frá Barkarstöðum tími: 5.3
5. Stefán Birgir Stefánsson Skerpla frá Brekku, Fljótsdal tími: 5.38

29.03.2013 00:40

Húnvetnskir sigrar í Skagafirði

Í kvöld fór fram hið árlega kvennatölt Norðurlands haldið á Sauðárkróki.  Það var góð þátttaka, sérstaklega í flokknum "meira keppnisvanar" en þar voru alls 24 skráningar.  Bæði Vigdís og Sonja tóku þátt og gekk þeim báðum rosalega vel. Sonja keppti á Björk frá Lækjamóti og urðu þær í 5.sæti eftir forkeppni.  Þær fóru því í B-úrslit og unnu þau og urðu svo jafnar í 3-5 sæti í A-úrslitum ásamt Grétu Karlsdóttur og Pernillu Möller.  

Sonja og Björk frá Lækjamóti

Vigdís fór með þær Sögn frá Lækjamót og Sýn frá Grafarkoti, þeim gekk mjög vel og enduðu með nákvæmlega sömu einkunn eftir forkeppni og 4. sæti. Vigdís varð því að velja hvora hún færi með í A-úrslitin og valdi Sýn frá Grafarkoti og enduðu þær í 2.sæti með 7,17. 

Vigdís og Sýn frá Grafarkoti


Vigdís og Sögn frá Lækjamóti (sem slapp við úrslit í þetta sinn)


Húnvetnskar konur fjölmenntu á mótið og komust þær allar í úrslit í sínum flokkum, 6 keppendur af 9 í úrslitum hjá meira vönum voru Þytsfélagar og í minna keppnisvönum varð 1. og 3 sætið einnig Þytsfélaga.  Glæsilegur árangur, áfram Þytur emoticon


21.03.2013 01:17

Ísólfur og Sólbjartur frá Flekkudal með sigur í KS

Ísólfur og Sólbjartur frá Flekkudal stóðu sig vel í kvöld þegar þeir sigruðu 5-gang Meistaradeildar Norðurlands.  A-úrslitin voru nokkuð jöfn og spennandi en þeir félagar tryggðu sér sigur með stórglæsilegum skeiðsprettum.  Sólbjartur er nýlega komin til okkar í þjálfun og hlökkum við mikið til að kynnast honum enn betur enda á allan hátt frábær hestur. 


Ísólfur varð efstur með 7,50, Viðar Bragason varð í öðru sæti 7,33, Elvar Einarsson í þriðja 7,21, Mette Mannseth í fjórða með 7,19 og Baldvin Ari fimmti með 6,98. 

Ísólfur og Sólbjartur á fleygiferð 

Húnvetnskir stuðningsmenn voru að sjálfsögðu mættir á KS keppnina enda fjórir Þytsfélagar að keppa :)

Bjarni Jónasar var svangur eftir úrslitin og fékk bita hjá Þorbirni meðan beðið var eftir niðurstöðum úr b-úrslitum


Eftir 5-ganginn líta stigin svona út meðal fimm efstu knapa:

1. Ísólfur Líndal 20 stig
2. Viðar Bragason  14 stig
3. Bjarni Jónasson 13 stig
4. Elvar Einarsson 11 stig
5. Þorbjörn Hreinn 7 stig



16.03.2013 20:14

5-gangur Húnvetnska

Það var hámarksárangur í 5-gangi Húnvetnsku liðakeppninnar sl. föstudagskvöld þegar allir Lækjamótsmeðlimir sem tóku þátt í keppninni komust í úrslit. Í b-úrslit komust James með Flugar frá Barkarstöðum og Friðrik með Sigurrósu frá Lækjamóti. í A-úrslit komust svo Þórir og Alúð frá Lækjamóti og Ísólfur með nýjan hest, Flosa frá Búlandi.  Í úrslitunum gekk hinsvegar ekki alveg eins vel og vorum við sammála eftir mótið að best væri að fara heim og æfa brokk en ekkert hrossana var almennilega til í að brokka í úrslitunum...Fór því svo að neðstu sætin í úrslitum voru okkar þetta kvöld og erum við fegin að næsta mót í Húnvetnsku snýst um tölt emoticon


Ísólfur og Flosi frá Búlandi komust í A-úrslit en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á Flosa innandyra, honum fannst úrslitin erfið og vildi hvorki brokka né feta...


Þórir á hryssunni sinni Alúð frá Lækjamóti urðu í 4.sæti


Friðrik kom úr Skagafirði með Sigurrósu frá Lækjamóti en þetta var fyrsta mót hennar og flottur árangur, þau enduðu í 8.sæti.


James og Flugar urðu í 9.sæti









08.03.2013 15:58

Norður yfir heiði

Fyrir skömmu tóku erlendir vinir okkur þá ákvörðun að kaupa sér nokkra góða hesta á Íslandi en þau eiga hesta í Bretlandi og eru miklir aðdáendur íslenska hestsins og íslenskrar náttúru.  Þau vilja hafa hestana áfram hér á landi og í þjálfun og umsjón okkar Ísólfs og Vigdísar á Lækjamóti. Við erum að sjálfsögðu verulega spennt yfir þessu og getum ekki beðið eftir að kynnast þessum frábæru hestum betur, en þeir eru komnir norður yfir heiði og líkar það vel emoticon
Í gæðingahópinn á Lækjamóti hafa því bæst eftirfarandi hestar: 


Sólbjartur frá Flekkudal  (f. Huginn frá Haga m. Pyttla frá Flekkudal) hefur sýnt að hann er frábær fimmgangari


Gulltoppur frá Þjóðólfshaga (f. Hugi frá Hafsteinsstöðum m. Gylling frá Kirkjubæ) er sérfræðingur í slaktaumatölti


Flosi frá Búlandi (f. Rammi frá Búlandi m. Tíbrá frá Búlandi) er efnilegur alhliða gæðingur


Vaðall frá Akranesi  (f. Aðall frá Nýjabæ m. Þræsing frá Garðabæ) frábær gæðingur sem er búin að vera hjá okkur frá því í desember en hefur nú skipt um eigendur og verður áfram hjá okkur í þjálfun. 



Korði frá Kanastöðum er mikill vekringur sem er gaman að þjálfa







21.02.2013 00:51

Ísólfur og Kristófer með glæsilegan sigur

Fyrsta mót meistaradeildar norðurlands fór fram í kvöld. Keppt var í fjórgangi. Ísólfur og Kristófer voru efstir eftir forkeppni og sigruðu svo glæsilega úrslitin með þónokkrum yfirburðum. Kristófer er stöðugt að bæta sig og byrjar árið í miklu stuði. 

Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi í KS deildinni í kvöld

A-úrslitin í fjórgangi urðu eftirfarandi
1.  Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,70
2.  Bjarni Jónasson og Roði frá Garði 7,37
3. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Hekla frá Hólshúsum 7,07
4. Viðar Bragason og Björg frá Björgum  7,03
5. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk  6,93
6. Elvar Einarsson og Hlekkur frá Lækjamóti  5,87



09.02.2013 21:04

Sögn frá Lækjamóti kemur sterk inn!

Í gærkvöldi fór fram fyrsta mót af fjórum í Húnvetnsku liðakeppninni á Hvammstanga. Keppt var í 4.gangi og voru alls 80 skráningar. Lækjamótsfólkið keppti að sjálfsögðu á þessu móti sem fulltrúar liðs 3 en auk þess skráði undirrituð til leiks lið í "bæjarkeppninni" undir nafninu FLESK.  

Það er óhætt að segja að vel hafi gengið, þau Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti sigruðu fjórganginn í 1.flokki eftir harða keppni við marga góða hesta en Ísólfur var eftir forkeppni efstur með Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Vigdís kom svo önnur með Freyði frá Leysingjastöðum II og þriðji eftir forkeppni var Ísólfur svo með Sögn. 

Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi voru lang efstir eftir forkeppni með 7,07

Ísólfur ákvað að leyfa Sögn að spreyta sig og mætti með hana í úrslitin og sigraði þau svo glæsilega. 

Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti byrja vel í sinni fyrstu keppni saman

A-úrslitin í 1.flokki urðu eftirfarandi:
1 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti liði 3 6,96
2 Ragnhildur Haraldsdóttir / Börkur frá Brekkukoti liði 1 6,88
3 Líney María Hjálmarsdóttir / Þytur frá Húsavík liði 1 6,83
4 Sæmundur Sæmundsson / Völsungur frá Húsavík liði 1 6,75
5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II liði 3 6,67
6 Þorsteinn Björnsson / Króna frá Hólum liði 3 6,54


Í Bæjarkeppninni var svo efst að stigum liðið FLESK eftir frábæra frammistöðu allra 4 meðlima sem komust allar beint í A-úrslit í sínum flokkum. Fékk liðið eftir kvöldið 28 stig og 1.sæti, í 2.sæti var lið Grafarkots með 21 stig og 3.- 4.sæti lið Lindarbergs og Syðri-Valla með 14 stig.

Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum II, urðu í 5.sæti í 1.flokki


Gréta B. Karlsdóttir og Dropi frá Áslandi sigruðu glæsilega 2.flokkinn 


Malin Person og Vorrós frá Syðra-Kolugili urðu í 4 sæti í 3.flokki


og Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þróttur frá Húsavík urðu í 2-3 sæti í unglingflokki

Í liðakeppninni er staðan þannig eftir fyrsta kvöldið að lið 1 (Draumaliðið) leiðir með 57,5 stig, lið 2 (2Good) í 2. sæti 55 og í þriðja sæti er lið 3 (Víðidalurinn) með 47,5 stig.

03.02.2013 14:34

Skemmtilegt ísmót á Gauksmýrartjörn

Máltækið "allt er þegar þrennt er" átti við í gær þegar ísmót var haldið á Gauksmýrartjörn en tvo síðustu ár hefur alltaf komið svo mikil hláka þegar ísmót hefur verið auglýst á tjörninni að því hefur verið aflýst. Í ár kom reyndar hláka og var um 6°hiti þegar mótið fór fram en engu að síður var ísinn alveg traustur og sléttur.  Því var hægt að halda stórskemmtilegt ísmót og var þátttaka mjög góð. 

Við hjónin á Lækjamóti II skelltum okkur með tvo unga stóðhesta sem eru alveg reynslulausir í keppni, þetta voru þeir Vaðall frá Akranesi og Hausti frá Kagaðarhóli.  Vorum við mjög ánægð með hvernig þeir virkuðu á ísnum og létu þeir sé fátt um finnast að verið væri að horfa á þá. Það var helst að undirrituð væri aðeins stíf þar sem hún hef aldrei áður riðið á ís, en nú er ekki aftur snúið með það enda stórskemmtilegt :)



Ísólfur og Vaðall stóðu sig mjög vel á ísnum, ansi góð frumraun Vaðals á ís en þeir hlutu í einkunn 8,0 og urðu í 2.sæti á eftir Fanneyju og Gretti frá Grafarkoti.


Vigdís og Hausti frá Kagaðarhóli skemmtu sér vel á ísnum :)  (ljósm.Birna Agnarsdóttir)

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Tölt 1.flokkur

1. Fanney Dögg Indriðadóttir og Grettir frá Grafarkoti eink 8,16 (fork. 7,67)

2. Ísólfur L Þórisson og Vaðall frá Akranesi eink. 8,00 (fork. 7,83)

3. Herdís Einarsdóttir og Brúney frá Grafarkoti eink. 7,33 (fork. 7,16)

4. Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum eink. 7,16 (fork. 8)

5. Sverrir Sigurðsson og Dröfn frá Höfðabakk eink. 5,66 (fork. 7,33)


Tölt 2.flokkur

1. Ragnar Smári Helgason og Kóði frá Grafarkoti eink. 7,16 (fork. 6,67)

2. Jóhann Albertsson og Morgunroði frá Gauksmýri eink. 7,00 (fork. 6,83)

3. Anna - Lena Aldenhoff og Kreppa frá Stóhól eink. 5,83 (fork. 6,83)

4. Guðný Helga Björnsdóttir og Elfa frá Kommu eink. 5,67 (fork. 6,5)

5. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Líf frá Sauðá eink. 4,5 (fork. 5,67)


Unghrossaflokkur ( 4 og 5 vetra hross) (riðið frjálst)

1. Krossgáta frá Grafarkoti. M. Trú frá Grafarkoti. F. Þristur frá Feti. Knapi: Kolbrún Stella Indriðadóttir

2. Mynd frá Bessastöðum. M. Vilma frá Akureyri. F. Andvari frá Ey. Knapi: Jóhann B Magnússon

3. Katla frá Hrísum 2. M. Glóey frá Gröf. F. Hófur frá Varmalæk. Knapi: Elvar Logi Friðriksson

4. Kvörn frá Hrísum 2. M. Alin frá Grafarkoti. F. Geisli frá Sælukoti. Knapi: Fanney Dögg Indriðadóttir

5 - 6. Glufa frá Grafarkoti. M. Glæta frá Grafarkoti. F. Grettir frá Grafarkoti. Knapi: Herdís Einarsdóttir

5 - 6. Sálmur frá Gauksmýri. M. Svikamylla frá Gauksmýri. F. Borði frá Fellskoti. Knapi: Jóhann Albertsson

01.02.2013 12:58

Úrtöku Meistaradeildar Norðurlands lokið

Í vikunni fór fram úrtaka fyrir Meistaradeild Norðurlands, 15 keppendur börðust um 8 laus pláss í deildinni. Keppnin var hörð og var gaman að fylgjast með þessu fyrsta móti ársins.  James var einn þeirra sem tók þátt og tryggði sig inn sem 7.knapi en hann fór með hestana Sóma frá Ragnheiðarstöðum og Flugar frá Barkarstöðum í úrtökuna.  Þess má geta að Jóhann Magnússon komst einnig inn og eru því alls 4 Þytsfélagar sem taka þátt í KS deildinni í vetur en fyrir eru Tryggvi Björnsson og Ísólfur Líndal.  

félagarnir James og Flugar á góðri stund



Það verða nokkur ný andlit í Meistardeildinni í ár og er ekki laust við að manni hlakki mikið til, eftirtaldir knapar tryggðu sinn inn í vikunni:

1. Líney María Hjálmarsdóttir

2. - 3. Hekla Katarína Kristinsdóttir

2.-3. Teitur Árnason

4. Hörður Óli Sæmundarson

5. Þorsteinn Björnsson

6. Jóhann Magnússon

7. James Bóas Faulkner

8. Bergrún Ingólfsdóttir

11.01.2013 15:29

Velkomið 2013

Nýtt ár gengið í garð og lífið gengur sinn vanagang eftir hátíðirnar. Janúar hefur verið óvenju hlýr og er stundum eins og sé að koma vor! En þar sem maður veit að veturinn á eftir að láta finna fyrir sér er eins gott að njóta góða veðursins og vera glaður :)

Í dag skartaði himinninn sínu fegursta og stóðs undirrituð ekki mátið að smella af myndum á meðan við fórum með stóðhestana í "rekstur" en við búum svo vel að geta teymt þá við hliðina á bílnum frá og leyft þeim svo að hlaupa frjálsum heim í hús. Það finnst þeim auðvitað frábært frelsi og taka oft vel á því.  
Svona leit Víðidalsfjallið út í morgun þegar við lögðum af stað í rekstur


Nýr stóðhestur er kominn í húsið, Hausti frá Kagaðarhóli - hann er hér á heimleið á móti sólinni


Freyðir á fleygiferð með fjöllin á bakgrunni

27.12.2012 21:28

Íþróttamaður ársins hjá USVH 2012

 Í dag fór fram verðlaunaafhending til Íþróttamanns USVH. Að þessu sinni voru fjórir íþróttamenn tilnefndir:
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem æfði og keppti fyrra hluta árs í kraftlyftingum. Guðrún Gróa setti m.a  Íslandsmet í bekkpressu á Evrópumóti ungmenna í Danmörku. Seinni hluta ársins æfði hún körfuknattleik og leikur í úrvalsdeild með KR.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti m.a á árinu Íslandsmet í fimmtarþraut og varð í 2.sæti á EAA Permit móti í Eistlandi. Helga keppti einnig í sjöþraut á franska meistaramótinu í fjölþrautum.
Ísólfur Líndal Þórisson hefur um árabil skipaði sér í raðir bestu hestamanna landsins.  Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og var hann m.a í úrslitum á Landsmóti hestamanna þar sem hann endaði í 6.sæti. Ísólfur var einnig í úrslitum á Íslandsmóti í hestaíþróttum, 5.sæti í fjórgangi og 8,-9.sæti í tölti. Auk þessa keppti hann með góðum árangri á fjölmörgum öðrum mótum og var valin knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir varð á árinu Íslands-og bikarmeistari í körfuknattleik með liði sínu Njarðvík. Salbjörg spilaði 28 leiki og skoraði 143 stig. Salbjörg var valin í 22 manna æfingahóp kvennalandsliðsins á árinu. 

Úrslitin urðu þau að Íþróttamaður ársins 2012 hjá USVH varð Ísólfur Líndal Þórisson. Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. 

Íþróttamaður ársins 2012 hjá USVH 

Afar skemmtilegur endir á frábæru ári :)




23.12.2012 17:28

Gleðileg jól

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár kæru vinir nær og fjær. Með þökk fyrir árið sem er að líða.

 

Merry Christmas and Happy New Year dear friends all around the world, 
from all members of Lækjamót family.
 
 
 

19.12.2012 22:43

Stóðið í desember ofl.

Þegar þetta er ritað er hesthúsið óðum að fyllast af hrossum og líf og fjör á bænum. Við fengum skemmtilega sendingu fyrir stuttu þegar stóðhesturinn Vaðall frá Akranesi kom til okkar í þjálfun en við erum mjög hrifin af honum. Vaðall stóð sig mjög vel á síðasta landsmóti þar sem hann hlaut 8,42 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og vilja og geðslag. Virkilega gaman að fá þennan grip í hesthúsið. 

Vaðall og Karen Líndal sem sýndi hann fyrst. Myndin fengin af vefnum hestafl.com

En það eru ekki bara hrossin í hesthúsinu sem þarf að hugsa vel um. Vel er fylgst með stóðinu sem telur nokkra tugi og þau þurfa að fá nóg að éta. Við búum svo vel að hafa mikið landrými og aðgang að afrétt á sumrin og getum því friðað allt fjallhólfið hjá okkur sem eru nokkur hundruð hektarar. Við rekum stóðið reglulega heim til að líta á holdafar og heilbrigði og þrátt fyrir slæman nóvembermánuð veðurfarslega þá höfum við ekki þurft að taka mörg hross á heygjöf. 
En það er alltaf jafn gaman að komast í snertingu við stóðið og sjá ungviðið sem stækkar og dafnar jafnt og þétt.

hluti af stóðinu

Verið að "sortera"


Þessi prinsessa heitir Ísey og er fyrsta folald undan Hrönn frá Leysingjastöðum og Jóni frá Kjarri. 


Stóðið fegið að komast aftur upp í fjall emoticon
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556671
Samtals gestir: 58108
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 09:38:23
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]