09.12.2012 21:20
Reiðkennsla og örfá pláss laus í þjálfun
02.12.2012 10:23
Vel heppnaðar sýnikennslur
29.11.2012 21:40
Sýnikennslur og hnakkaprófun - allt að gerast í Þytsheimum á laugardaginn!
|
24.11.2012 16:24
Mánuður til jóla
15.11.2012 11:41
Eyjólfur Ísólfsson heiðraður
Samúel Örn Erlingsson las á uppskeruhátíðinni upp nokkur af afrekum Eyjólfs og fengum við góðfúslegt leyfi til að birta orð hans hér á heimasíðunni.
Eyjólfur Ísólfsson
kynntist íslenska hestinum barn og hefur starfað við tamningar, þjálfun og
reiðkennslu í rúmlega 40 ár, hér heima og erlendis. Áhrif hans á hestamennsku
nútímans eru mikil.
Hann er einn af stofnendum Félags tamningamanna
og mótaði mjög starf þess.
Þegar nýtt framfaraskeið hófst á Íslandi upp úr
1970 kom hann mikið að þróun reiðmennskunnar . Markmið og þjálfunaraðferðir
Eyjólfs kristölluðust í tímamótasýningu og eftirminnilegum sigri hans á Hlyni
frá Bringu í B flokki gæðinga á Landsmóti á Þingvöllum 1978.
Margt mætti síðan telja, en nægir að nefna sigur hans í tölti á Rás frá Ragnheiðarstöðum á Landsmóti á Vindheimamelum 2002, það sama ár var Eyjólfur valinn knapi ársins.
Eyjólfur hefur starfað við Háskólann á Hólum í um 20 ár, lengst af sem yfirreiðkennari. Hann hefur gengt lykilhlutverki við faglega uppbyggingu námsins. Breytingarnar sem hafa orðið á menntun atvinnufólks í greininni á þessum 20 árum eru meiri en nokkurn gat órað fyrir. Hundruð tamningamanna og á annað hundrað reiðkennara hafa útskrifast frá Hólakóla frá því að stofnuð var sérstök hestafræðideild við skólann 1996.
Eyjólfur hefur helgað sig þessu starfi og byggt á því besta úr íslenskri reiðmennskuhefð en viðað að sér hugmyndum og aðferðum hvaðanæva úr heiminum, prófað þær og aðlagað með hestvænar, fágaðar og árangursríkar leiðir að markmiði.
Hugmyndir Eyjólfs um hestamennsku má draga saman
með orðum hans sjálfs:
Öll vinna með hestinum þarf að byggja á trausti
hans til mannsins. Reiðmennskan þarf að
sýnast auðveld til að vera falleg og eftirsóknarverð.
04.11.2012 13:11
Snjórinn er líka skemmtilegur
29.10.2012 21:43
Knapar ársins hjá Þyt og hæst dæmda hryssan
25.10.2012 09:27
Veigar frá Lækjamóti stendur sig vel í Bandaríkjunum
24.10.2012 11:00
Allir að taka laugardagskvöldið frá :)
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún
og Hestamannafélagsins Þyts 2012
Hátíð í heimabyggð
Verður haldin laugardagskvöldið 27. október
í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00
en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Þórhallur Magnús Sverrisson sér um matinn og á boðstólnum verður:
Forréttur
Sjávarréttarsúpa með bláskel og humar.
Graskerssúpa.
Aðalréttur
Grillhlaðborð að hætti kokksins.
Veislustjórn verður í höndum Ingvars Helga Guðmundssonar.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 24.október. Greiða þarf fyrir miðana með reiðufé.
Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6500 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Klaufum, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.
Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2012 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Efri Fitjar - Grafarkot - Lækjamót
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .
Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.
Athugið
Til sölu: Betan hennar Sonju Eðvalds.
Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig
Sjáumst nefndin.
14.10.2012 14:23
James kominn heim og á batavegi
dilk og var hann fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Ekki er vitað
hvað hann er mikið slasaður."