16.04.2012 08:12

Punkturinn yfir i-ið

Hinni bráðfjörugu og vel heppnuðu mótaröð "Húnvetnska liðakeppnin" lauk sl. laugardag í blíðskaparveðri. Mótin hafa í vetur verið afar vel sótt með yfir 100 skráningar á hvert mót. Gaman hefur verið að upplifa þá stemmingu sem hefur myndast í kringum mótin og verður vonandi áframhald á næstu árin. 

Óhætt er að segja að vel hafi gengið á lokamótinu hjá Lækjamótsfólkinu og ekki síst hjá hjónunum á Lækjamóti II en með góðum árangri í töltinu náðu þau bæði að tryggja sér sigur í stigakeppni einstaklinga. 


3 (Víðidalur og Fitjárdalur) sigraði keppnina í ár með þó nokkrum yfirburðum eða alls 257 stigum. Í öðru sæti varð lið 2 með 184,5 stig og í þriðja sæti lið 1 með 140,5 stig. 


Bikarnum vel fagnað af liðstjóra liðs 3 og félögum

Í töltkeppninni komust öll hrossin í úrslit sem farið var með en velja þurfti milli þeirra þannig að, Sögn frá Lækjamóti, Flugar frá Barkarstöðum og Kvaran frá Lækjamóti sluppu því við að fara í úrslit á meðan Návist frá Lækjamóti, Freyðir frá Leysingjastöðum II og Vígtýr frá Lækjamóti tóku það verkefni að sér emoticon 

 Í 2.flokki sigraði Vigdís á Návist frá Lækjamóti. Glæsilegur árangur hjá þeim.          



2. flokkur
A-úrslit
1    Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti 6,17 

2-3    Harpa Rún Ásmundsdóttir / Spói frá Skíðbakka I 6,11 

2-3    Jóhanna Friðriksdóttir / Rauðka frá Tóftum 6,11 

4    Greta Brimrún Karlsdóttir / Hula frá Efri-Fitjum 6,00 

5    Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 5,78 

6    Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 5,50  



Í 1.flokki urðu þeir Ísólfur og Freyðir í 2.sæti með einkunnina 7,28 og James og Vígtýr urðu í 4.sæti. Virkilega flott hjá þeim félögum.

Ísólfur og Freyðir stóðu sig vel að vanda


James og Vígtýr komu sterkir inn

1. flokkur
A-úrslit
1    Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,39 

2    Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,28 

3    Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,89 

4    James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,39 

5    Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 5,89  



Í unglingaflokki urðu svo Birna og Jafet í 3. sæti, glæsilegt hjá þeim. En Birna varð einnig í 2.sæti í stigakeppni einstaklinga í sínum flokki.


Ásdís sigurvegari stigakeppninnar, Birna í 2.sæti og Helga Rún í 3.sæti. 

Unglingaflokkur
A-úrslit
1    Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 6,00 

2    Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 5,89 

3    Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 5,61 

4    Eva Dögg Pálsdóttir / Sjón frá Grafarkoti 5,28 

5    Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 4,89  

10.04.2012 13:45

Páskamót Þytsheima

Annan í páskum fór fram páskamót í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppt var í tölti og voru Þytsfélagar ánægðir með að fá eitt æfingamót fyrir lokakvöld Húnvetnsku liðakeppninnar sem fer fram næsta laugardag. Nokkur ný og spennandi hross sáust enda mótið kjörið til að æfa sig. 
Við á Lækjamótsbúinu fórum með 6 hross. Ísólfur keppti á hryssunum Framtíð frá Leysingjastöðum II og Hlökk frá Kolgerði en þetta var frumraun þeirra í keppni. Óhætt er að segja að það hafi gengið vel með þær báðar. Hlökk hlaut 6,2 í forkeppni og Framtíð 6,5. Mjög gott fyrsta mót. Ísólfur fór með Framtíð í úrslitin og sigraði 1.flokkinn með einkunnina 7,17. Í úrslitum var einnig James á stóðhestinum Tígur frá Hólum, hlutu þeir 6,17 og 6.sæti.


Framtíð er glæsileg hryssa undan Orra frá Þúfu í eigu Hreins Magnússonar. Hún hlaut 2010 í kynbótadómi 8,17 í aðaleinkunn, þar af 8,44 fyrir sköpulag. Árið 2011 eignaðist Framtíð folald og nú í sumar er stefnt með hana aftur í dóm. 

Önnur úrslit í 1.flokki urðu þessi: 
1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Framtíð frá Leysingjastöðum II: 6,50/7,17
2. sæti Herdís Einarsdóttir og Brúney frá Grafarkoti: 6,50/7,00
3. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Greipur frá Syðri-Völlum 6,30/6,83
4. sæti Elvar Logi Friðriksson og Líf frá Sauðá 6,20/6,50
5. sæti Þóranna Másdóttir og Carmen frá Hrísum 5,70/6,33
6. sæti James Bóas Faulkner og Tígur frá Hólum 5,70/6,17


Í 2.flokki mætti Vigdís með alhliðahryssuna Návist frá Lækjamóti, var þetta þeirra fyrsta töltkeppni saman og gekk vel hlutu 6,83 í úrslitum og 2.sæti. 


1. sæti Gréta B Karlsdóttir og Hula frá Efri-Fitjum 6,00/7,00
2. sæti Vigdís Gunnarsdóttir og Návist frá Lækjamóti 6,00/6,83
3. sæti Þorgeir Jóhannesson og Bassi frá Áslandi 6,00/6,67
4.-5. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gæska frá Grafarkoti 5,80/6,33
4.-5. sæti Ragnar Smári Helgason og Kóði frá Grafarkoti 6,00/6,33
6. sæti Þórhallur Magnús Sverrisson og Vág frá Höfðabakka 5,70/6,17

Í unglingaflokki keppti svo Birna Agnarsdóttir á Jafet frá Lækjamóti og sigruðu þau með einkunnina 6,17.

1. sæti Birna Olivia Agnarsdóttir og Jafet frá Lækjamóti: 5,7/6,17
2. sæti Fríða Björg Jónsdóttir og Blær frá Hvoli 5,3/5,83
3. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Kasper frá Grafarkoti 5,2/5,33

05.04.2012 12:26

Spennandi og skemmtilegri KS deild lokið

Spennandi og skemmtilegri KS deild lauk í gærkvöldi með slaktaumatölti og skeiði. Staða efstu knapa var jöfn og því ljóst að úrslitin myndu ráðast á þessu kvöldi. Þónokkur titringur var meðal knapa fyrir slaktaumatöltinu en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í þeirri grein á KS móti. Reynsla knapa og hesta var því í mörgum tilvikum lítil en flestir sammála um þetta væri nauðsynleg viðbót við keppnina. Ekki sáust eins margir hvítir taumar og í Meistaradeild Suðurlands en engu að síður voru mörg flott tilþrif :)

 Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II reyndu fyrir sér í fyrsta sinn í slaktaumatölti. Gekk þeim félögum vel, fengu 6,33 í forkeppni og 6,96 í úrslitum sem dugði þeim í 6.sæti. Glæsileg frumraun.

A- úrslit í slaktaumatölti urðu þessi: .

1) Tryggvi Björnsson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7.98

2) Mette Mannseth Stjörnustæll frá Dalvík 7,38

3) Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 7,38

4) Sölvi Sigurðarson Glaður frá Grund 7,0 (upp úr b-úrslitum)

5) Bjarni Jónasson Svala frá Garði 6,83


Skeiðkeppnin var síðan mjög spennandi og frábærir tímar sem sáust. Ísólfur mætti með Flugar frá Barkarstöðum í skeiðið. Náðu þeir mjög góðum tíma eða 5,12 sek. sem þýddi einnig 6.sæti í þeirri grein.  Mette og Þúsöld frá Hólum sigruðu glæsilega á 4,96 og skutust þar með upp í 3.sæti í stigakeppni knapa. 

Mette Mannseth Þúsöld frá Hólum 4,96

Þórarinn Eymundsson Bragur frá Bjarnastöðum 4,98

Bjarni Jónasson Hrappur frá Sauðárkróki 5,04

Þorbjörn Hreinn Matthíasson Möttull frá Torfunesi 5,08

Sölvi Sigurðarsson Steinn frá Bakkakoti 5,09

Ísólfur Líndal Flugar frá Barkarstöðum 5,12

Ísólfur varð samanlagt í 4.sæti sem er besti árangur hans í KS deildinni frá upphafi. Sigurvegari KS deildarinnar varð Bjarni Jónasson eftir harða baráttu við Sölva Sigurðarson sem var jafn honum að stigum fyrir skeiðið. 




Sigurvegari KS deildarinnar 2012 "tolleraður" þegar úrslitin voru ljós 




31.03.2012 16:57

Atriðið "Guðmar, Eyvör og afi" sló í gegn



Það er óhætt að segja að atriðið "Guðmar, Eyvör og afi" hafi slegið í gegn í gær á reiðhallarsýningu Þyts í gærkvöldi. Sýningin sem haldin var í Þytsheimum á Hvammstanga var vel heppnuð og gaman að sjá hversu atriðin voru fjölbreytt. Áður nefnt atriði vakti mikla athygli fyrir samspil manns og hests en Þórir hefur kennt Eyvöru ýmsar kúnstir eins og að hneygja sig, leggjast, fara upp á háan pall, vega salt og hoppa. Þessar þrautir leysti hún af mikilli gleði og var um einskonar þrautakóng að ræða því fyrst gerði Guðmar kúnstirnar og svo Eyvör :) Hægt er að sjá atriðið í heild sinni með því að velja þennan link 

25.03.2012 22:12

hestalíf

Þegar ekki er verið að þjálfa, keppa eða sýna þá eru fundin önnur hestatengd verkefni. Reglulega rekum við stóðið heim til að athuga fóðurástand og almenna líðan. 17.mars sl. var tekinn einn þannig dagur, athyglisvert er líka að sjá sveiflurnar í veðrinu en þennan dag var töluvert magn af snjó en í dag viku seinna þegar þetta er ritað er nánast allur snjór farinn og hitastigið farið yfir 10 gráður um helgina. 


Þórir fór á tveimur jafnfljótum upp í fjall að ná í þann hluta stóðsins sem þar var

  
Grýlukertin eru alltaf vinsæl         


Áfram er síðan í nógu að snúast. Næstkomandi föstudagskvöld er Stórsýning Þyts en það er árleg reiðhallarsýning Þyts sem haldin er á Hvammstanga. Þangað verður skundað með nokkra hesta. Í vikunni þar á eftir er svo lokamót KS deildarinnar þar sem keppt verður í slaktaumatölti og skeiði og svo er lokakvöld Húnvetnsku liðakeppnarinnar eftir páska þannig að það er nóg framundan.

21.03.2012 23:42

Töltkeppni KS


Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II

Töltkeppni KS deildarinnar fór fram í kvöld en Ísólfur mætti þar með Freyði frá Leysingjastöðum II. Gekk þeim félögum vel, komust í b-úrslit og enduðu í 9. sæti og eitt stig. Eru þeir ört vaxandi og verður gaman að fylgjast með þeim áfram á brautinni. Sigurvegari í töltinu varð hinsvegar reynsluboltinn og gæðingurinn Gáski frá Sveinsstöðum og félagi hans Ólafur Magnússon. Úrslitin urðu að öðru leiti þessi:

A-úrslit: 
1. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum
2. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði
3. Sölvi Sigurðarson og Glaður frá Grund
4. Baldvin Ari Guðlaugson og Senjor frá Syðri Ey (upp úr b)
5. Tryggvi Björnsson og Stórval frá Lundi

B-úrslit
5. Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri Ey
6.-7. Elvar Einarsson og Lárus frá Syðra Skörðugili
6.-7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Grettir frá Grafarkoti
8. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk
9. Ísólfur Líndal Þórisson og Freyðir frá Leysingjastöðum II
10. Erlingur Ingvarsson og Skrugga frá Kýrholti


B-úrslitin voru mjög jöfn og spennandi. Eftir forkeppni voru þessir 6 knapar allir á bilinu 6,77-6,83.

Í stigakeppni knapa er staða efstu orðin þessi:
Bjarni Jónasson 22 stig 
Sölvi Sigurðarson  21 stig
Ólafur Magnússon 18 stig 
Ísólfur Líndal Þórisson  17 stig
Baldvin Ari Guðlaugsson 15 stig  og
Mette Manseth 12 stig


Maður fer varla á hestamót í Svaðastaðahöllinni án þess að sjá hrossaræktandann og hestamanninn Svein Guðmundsson fylgjast grant með því sem þar fer fram. Til gamans fylgir því hér ein mynd af Sveini þar sem hann er spallar við Magnús Magnússon og Sigríði Elku Guðmundsdóttur.

 

17.03.2012 00:42

Lækjamót í A-úrslitum :)

Kvaran frá Lækjamóti, Alúð frá Lækjamóti, Jafet frá Lækjamóti og Návist frá Lækjamóti stóðu sig öll mjög vel í kvöld þegar þau komust öll ásamt knöpum sínum í A-úrslit í Húnvetnsku liðakeppninni. 
Jafet frá Lækjamóti og Birna riðu á vaðið og enduðu í 2. sæti í tölti unglinga. Því næst komu Návist frá Lækjamóti og Vigdís en þær kepptu í fimmgangi 2.flokki og höfnuðu í 5 sæti. Í fimmgangi 1.flokki komu Alúð frá Lækjamóti og Elvar Logi upp úr B-úrslitum og höfnuðu í 4 sæti. Að lokum settu Kvaran frá Lækjamóti og Ísólfur punktinn yfir i-ið með glæsilegri sýningu sem tryggði þeim 1. sætið. Frábært kvöld þar sem okkar lið (lið 3) stóð sig frábærlega, landaði fullt af stigum og er komið með forystuna aftur í liðakeppninni :)

A-úrslit 5-gangur
1. Ísólfur Líndal Þórisson / Kvaran frá Lækjamóti eink. 7,19 
2. Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum eink. 7,12
3. Sölvi Sigurðarson / Dóri frá Melstað eink. 6,98
4. Elvar Logi Friðriksson / Alúð frá Lækjamóti eink. 6,48 (vann b-úrslit)
5. Sæmundur Sæmundsson / Mirra frá Vindheimum 6,12

Ísólfur, Mette, Sölvi, Elvar Logi og Sæmundur



Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti eru vaxandi par

Úrslit unglingaflokkur - Tölt
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti eink. 6,89
2. Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti eink. 6,56
3. Helga Rún Jóhannsdóttir / Unun frá Vatnshömrum eink. 6,50
4. Ingunn Ingólfsdóttir / Hágangur frá Narfastöðum eink. 6,39
5. Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga eink. 6,17

Ásdís, Birna, Helga, Ingunn og Atli 

Birna og Jafet eru flott par


A-úrslit 2. flokkur fimmgangur
1. Gréta B Karlsdóttir / Hula frá Efri Fitjum eink. 6,36
2. Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti eink. 6,36
3. Jóhann Albertsson / Ræll frá Gauksmýri eink. 6,26 (vann b-úrslit)
4. Fjóla Viktorsdóttir / Vestri frá Borgarnesi eink. 6,02
5. Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti eink. 5,86


Vigdís og Návist frá Lækjamóti kepptu í fyrsta sinn saman í 5-gangi

Einstaklingskeppnin stendur þá þannig þegar aðeins Tölt er eftir:

Einstaklingskeppnin 

1. flokkur


1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson 28 stig
2. sæti Elvar Logi Friðriksson 24 stig
3 -4. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir 22 stig
3-4. sæti Líney María Hjálmarsdóttir 22 stig

2. flokkur

1.sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir 21 stig
2.sæti Vigdís Gunnarsdóttir 15 stig
3.sæti Gréta B Karlsdóttir 13 stig

4.sæti Halldór Pálsson 12 stig

5.sæti Jónína Lilja Pálmadóttir 11 stig


3.flokkur 


1.sæti Rúnar Guðmundsson 12stig
2.sæti Höskuldur Birkir Erlingsson 6 stig
3. sæti Irina Kamp 5 stig

Unglingar
1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir 12 stig
2. sæti Birna Olivia Agnarsdóttir 8 stig
3. sæti Hákon Ari 6 stig

08.03.2012 00:38

Ísólfur enn efstur að stigum í KS deildinni


Spennandi keppni í fimmgangi KS deildarinnar fór fram nú í kvöld. Margir góðir hestar háðu harða keppni og fór svo að Ísólfur og gæðingurinn Kvaran frá Lækjamóti urðu í 4. sæti. Er Ísólfur því enn efstur í stigakeppninni, komin með 16 stig en keppnin er jöfn og spennandi því næstur er Sölvi með 14 stig. Næsta mót í KS deildinni er tölt og verður gaman að sjá hvað gerist þá.

Úrslitin í fimmgangi fóru þannig:

A - úrslit

Mette Mannseth - Hnokki frá Þúfum  7,26

Bjarni Jónasson - Djásn frá Hnjúki  7,17

Sölvi Sigurðarsson - Kristall frá Hvítanesi  6,76

Ísólfur L Þórisson - Kvaran frá Lækjamóti  6,74

Þorbjörn Hreinn Matthíasson - Gígja frá Litla Garði 6,57

Baldvin Ari Guðlaugsson - Jökull frá Efri Rauðalæk  6,55

B - úrslit

Þorbjörn Hreinn Matthíasson - Gígja frá Litla Garði  6,60

Viðar Bragson - Sísí frá Björgum  6,50

Tryggvi Björnsson - Rammur frá Höfðabakka  6,40

Þorsteinn Björnsson - Kylja frá Hólum  6,38



Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti voru í miklu stuði 

Sigurvegarar kvöldsins Mette og Hnokki frá Þúfum

05.03.2012 12:53

Birna og Jafet frá Lækjamóti láta að sér kveða

Grunnskólamót hestamannafélaga á norðurlandi vestra hófst sl. sunnudag en æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari skemmtilegu mótaröð sem telur alls þrjú mót.
Birna Agnarsdóttir tók þátt á Jafet frá Lækjamóti en Birna kemur til okkar á Lækjamót og þjálfar þá meðal annars hann Jafet. Birna byrjaði að keppa síðasta sumar á Jafet og eru stöðugar framfarir hjá þeim og gaman að sjá hvernig þau vaxa við hvert mót. Unnu þau sig upp í 2. sæti í úrslitum og hlutu einkunnina 6,83 sem er glæsilegur árangur. 
mynd fengin af heimasíðu Þyts

Helga Rún, Fanndís, Ásdís, Birna og Þórdís


23.02.2012 07:59

Sigur í fjórgangi KS deildar



Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þegar þeir sigruðu fjórganginn í KS deildinni. Eftir forkeppni voru þeir í 7.sæti en komust upp úr B-úrslitum og sigruðu síðan A-úrslitin glæsilega með einkunnina 7,47 eftir spennandi úrslitakeppni. Annar Þytsfélagi stóð sig einnig frábærlega en Fanney Dögg og Grettir frá Grafarkoti komust beint í A-úrslit eftir forkeppni og höfnuðu í 6.sæti með 7,0. 
A-úrslitin urðu þessi (fengið af fax.is)

Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,47

Ólafur Magnússon -  Gáski frá Sveinsstöðum  7,40

Sölvi Sigurðsson - Óði- Blesi frá Lundi  7,37

Bjarni Jónasson - Roði frá Garði  7,23

Baldvin Ari Guðlaugsson - Senjor frá Syðri Ey  7,13

Fanney Dögg Indriðadóttir - Grettir frá Grafarkoti  7,0

19.02.2012 19:52

Lækjamótshross njóta sín á skautasvelli


Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti


Ísólfur og Návist frá Lækjamóti

Bautatölt 2012 fór fram í gærkvöldi. Góð þátttaka var að venju þetta kvöld og fór Ísólfur með Návist frá Lækjamóti og Kvaran frá Lækjamóti á ísinn.  Óhætt er að segja að þau hafi notið sín vel á ísnum en þau komust bæði í úrslit. Návist í B-úrslit með einkunnina 6,47 og 7.sæti eftir forkeppni og Kvaran í A-úrslit með einkunnina 7,0 og efsta sæti eftir forkeppni. Ísólfur varð því fyrir því lúxusvandamáli að þurfa að velja á milli þessara tveggja gæðinga en Návist er ung 1.verðlauna hryssa í eigu Þóris og Kvaran er vaxandi alhliðagæðingur sem verður meðal annars þátttakandi í 5-gangi KS deildar, meistaradeildar Norðurlands, í vetur. Hvorugt þeirra hefur þó farið á ísmót áður og var því gaman að sjá hve þau nutu sín vel á svellinu. Ísólfur tók þá ákvörðun að fara með Kvaran í A-úrslitin sem voru jöfn og spennandi. Lokaniðurstaðan varð sú að þeir urðu í þriðja sæti með einkunnina 7,33, glæsilegur árangur það. 
Úrslitin þetta kvöld urðu þessi (tekið af vef hestafrettir.is)

1. Guðmundur Karl Tryggvason og Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,50 - 7,50 - 7,83 =7,58
2. Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri-Ey 7,33 - 7,33 - 7,50 =7,38
3. Ísólfur Líndal og Kvaran frá Lækjarmóti 7,17 - 7,50 - 7,50 = 7,33
4. Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund 7,00 - 7,00 - 7,50 =7,13
5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,67 - 6,83 - 7,00 = 6,79

B úrslit
5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,83 - 7,17 - 7,00 = 6,96
6. Atli Sigfússon og Krummi frá Egilsá 6,67 - 7,00 - 7,00 = 6,83
7. Nikólína Rúnarsdóttir og Ronja frá Kollaleiru 7,00 - 6,50 - 6,50 = 6,75
8. Hörður Óli Sæmundarson og Hreinn frá Vatnsleysu 6,50 - 6,67 - 6,83 = 6,63
9. Þorbjörn Hr. Matthíasson og Vaka frá Hólum 6,17 - 6,67 - 6,83 = 6,46
10.-11. Tryggvi Björnsson og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 6,00 - 6,33 - 6,67 = 6,25
10.-11. Þorvar Þorsteinsson og Einir frá Ytri-Bægisá I 6,17 - 6,17 - 6,50 = 6,25


18.02.2012 09:12

Tvö gull í hús í Húnvetnsku liðakeppninni og lið 3 efst stiga eftir fjórganginn

Spennandi og skemmtilegt fjórgangsmót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram í gærkvöldi á Hvammstanga. Þrátt fyrir að veðrið tæki að versna um það leiti sem keppni hófst létu keppendur það ekki á sig fá. Auk keppenda í Húnavatnssýslum mættu keppendur alla leið frá Snæfellsnesi, Reykjavík og Skagafirði! Húnvetnska liðakeppnin hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir skemmtilega kynningarherferð en birst hafa áhugaverð myndbönd á vefmiðlum í tengslum við keppnina. Auk þess vakti sérstaka athygli að tvöfaldur sigurvegari Meistaradeildar Suðurlands, Artemisia Bertus, mætti til leiks í Húnvetnsku liðakeppninni. 
Vel gekk hjá Lækjamótsfólki á þessu móti, Ísólfur sigraði 1. flokk á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Vigdís sigraði 2. flokk á Freyði frá Lækjamóti eftir að hafa komið upp úr b-úrslitum og Birna Agnarsdóttir sem hefur þjálfað með okkur í hesthúsinu í vetur hafnaði  í 2. sæti í unglingaflokki á Jafet frá Lækjamóti. Lið 3 (Víðidalur og Fitjárdalur) stendur svo efst eftir kvöldið í liðakeppninni  með 56,5 stig. Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður, Miðfjörður) er næst með 43,5 stig, lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) í þriðja sæti með 39,5 stig og í fjórða sæti er lið 4 (Austur Húnavatnssýsla) með 28,5 stig.
Úrslit kvöldsins urðu þessi: 


Fjórgangur A-úrslit 1. flokkur 
1 Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Fork / úrslit 6,60 / 7,00
2 Artemisia Bertus / Þytur frá Húsavík Fork / úrslit 6,60 / 6,90
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,83 vann B-úrslit
4 Tryggvi Björnsson og Goggur frá Skáney Fork / úrslit 6,50 / 6,77
5 Ragnhildur Haraldsdóttir Fork / úrlsti 6,33 / 6,33 

Fjórgangur B-úrslit 1. flokkur
5 Fanney Dögg Indriðadóttir/Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,8
6 Jakob Víðir Kristjánsson/Börkur frá Brekkukoti Fork / úrslit 6,13 / 6,47
7 Líney María Hjálmarsdóttir/völsungur frá Húsavík Fork / úrslit 6,23 / 6,47
8 Elvar Einarsson/Ópera frá Brautarholti Fork / úrslit 6,13 / 6,37
9 Kolbrún Grétarsdóttir/Stapi frá Feti Fork / úrslit / 6,23 /6,10
10 Sæmundur Sæmundsson/Mirra frá Vindheimum Fork / úrslit / 6,17 / 6,07 




Fjórgangur A-úrslit 2. flokkur 
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,63 vann B-úrslit
2 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 6,33 /6,37
3 Jóhanna Friðriksdóttir / Burkni frá Stóru-Ásgeirsá Fork/úrslit 6,03 / 6,17
4 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kasper frá Grafarkoti Fork/úrlslit 6,00 / 6,13
5 Ragnar Smári Helgason / Vottur frá Grafarkoti Fork/úrslit 6,00 / 5,93 

Fjórgangur B-úrslit 2. flokkur
5 Vigdís Gunnarsdóttir/Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,47
6 Gréta Brimrún Karlsdóttir/Þróttur frá Húsavík Fork/úrslit 5,83 / 6,13
7 Jóhann Albertsson/Viðburður frá Gauksmýri Fork/úrslit 5,97 / 6,13
8 Þórhallur Magnús Sverrisson/Arfur frá Höfðabakka Fork/úrslit 5,77 / 5,3
9 Þórður Pálsson/Áfangi frá Sauðanesi Fork/úrslit 5,73 / 5,13

Fjórgangur A-úrslit unglingaflokkur
1 Ásdís ósk Einarsdóttir / Lárus frá Syðra Skörðugili Fork/úrslit 5,57 / 6,37
2 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti Fork/úrslit 5,73 / 6,10
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 5,73
4 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir /Demantur Fork/úrslit 5,70 / 5,50
5 Brynja Kristinnsdóttir / Tryggvi Geir frá Steinnesi Fork/úrslit 5,70 / 1,80 lauk ekki keppni 

Fjórgangur B-úrslit unglingaflokki
5 Eva Dögg Pálsdóttir/Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 6,0
6 Viktoría Eik Elvarsdóttir/Máni frá Fremri Hvestu Fork/úrslit 5,47 / 5,83
7 Aron Orri Tryggvason/Kátína frá Steinnesi Fork/úrslit 5,43 / 5,7
8 Fríða Björg Jónsson/Blær frá Hvoli Fork / úrslit 5,4 / 5,53
9 Kristófer Smári Gunnarsson/Djákni frá Höfðabakka Fork / úrslit 5,23 / 5,2


Fjórgangur A-úrslit 3.flokkur

1 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi Fork/úrslit 5,50 / 5,57
2 Irena Kamp / Glóð frá Þórukoti Fork/úrslit 4,70 / 5,37
3 Hanefe Muller / Silfurtígur frá Álfhólum Fork/úrslit 5,03 / 5,07
4 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 5,17 / 4,23
5 Jón Benedikts Sigurðsson / Dama frá Böðvarshólum Fork/úrslit 5,03 / 4,13 

14.02.2012 21:50

Sýnikennsla nýútskrifaðra reiðkennar

Fjórir nýútskrifaðir reiðkennarar héldu sýnikennslu í reiðhöllinni hjá Herði í Mosfellsbæ sl. sunnudagskvöld. FT stóð fyrir þessari kvöldstund sem bar heitið "ungir á uppleið". Ánægjulegt er að Félag tamningamanna styðji við bakið á ungu og efnilegum reiðkennurum með þessum hætti. Þau James Faulkner, Linda Rún Pétursdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og Rósa Birna Þorvaldsdóttir fjölluðu um hugleikin þjálfunaratriði.

Reiðkennararnir Rósa, Ragnhildur, James og Linda kynna við upphaf sýnikennslu


James hóf sýnikennsluna á því að koma á hjólhesti og teymdi við hlið sér stóðhestinn Vígtý frá Lækjamóti sem lét sér fátt um finnast.


Síðan skellti hann sér á bak beislislaust og gerði nokkar æfingar

sveiflaði svo snúrupriki fyrir ofan höfuð og enn var hesturinn hinn rólegasti og greinilegt að traust ríkir milli þeirra félaga.


Rósa Birna með sína hryssu við upphaf sýnikennslu


Ragnhildur og hryssan Heppa. Ragnhildur fjallaði meðal annars um taumsamband


Linda Rún og Máni frá Galtanesi. Linda fjallaði meðal annars um jafnvægi

12.02.2012 12:16

Húnvetnska liðakeppnin 2012 - opnun

Spennan magnast, Húnvetnska liðakeppnin hefst nk. föstudag og er byrjað á fjórgangi. Liðstjórar og aðrir liðsmenn orðnir verulegar spenntir! Nær lið 3 að verja titilinn? 
Sjáið myndband af opnun á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts hér


02.02.2012 12:57

Fjórir Þytsfélagar í KS deildinni

Úrtöku fyrir KS deildina lauk í gærkvöldi með góðum árangri hjá okkar manni. Það var ekki laust við tilhlökkun á heimilinu fyrir þessu móti enda alltaf gaman að byrja keppnistímabilið aftur eftir margra vikna hlé.
Fimmtán keppendur tókust á um átta laus sæti. Þrír Þytsfélagar þau Ísólfur, Fanney Dögg og Elvar Logi tóku þátt í þessa úrtöku og komust öll inn. Verða því fjórir Þytsfélagar í KS deildinni í ár en auk þessara þriggja er Tryggvi Björnsson með sæti í deildinni. Það er því nokkuð ljóst að sætaferðir verða í vetur úr Húnavatnssýslunni, til að fylgjast með KS deildinni, enda Þytsfélagar sérstaklega duglegir að styðja við bakið á sínu fólki emoticon

Öll úrslit kvöldsins má t.d sjá á heimasíðu hestablaðsins hér. Ísólfur sem keppti á þeim Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Kvaran frá Lækjamóti gekk nokkuð vel, sigraði fimmganginn og varð annar í fjórgangi. Kristófer og Kvaran eru báðir efnilegir keppnishestar sem verður gaman að fylgjast með hvernig þróast á þessu ári.


Kvaran frá Lækjamóti og Ísólfur sigruðu fimmganginn með glæsibrag og hlutu 6,60



Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Ísólfur urðu í 2.sæti í fjórgangi með 6,40


Návist frá Lækjamóti og Elvar Logi tóku vel á því í fimmgangi. Logi varð samanlagt í 6.sæti á úrtökunni.


Stóðhesturinn Grettir frá Grafarkoti og Fanney Dögg kepptu í fjórgangi og urðu þar í þriðja sæti með 6,37 í einkunn. Fanney varð samanlagt í 7.sæti.


Það er alltaf gaman þegar keppnistímabilið byrjar aftur og verður vonandi mikið fjör í vetur. Næsta mót á dagskrá er fjórgangur í Húnvetnsku liðakeppninni sem byrjar 17.febrúar nk. Svo er fjórgangur KS deildarinnar 22. febrúar svo það er nóg framundan emoticon
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556671
Samtals gestir: 58108
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 09:38:23
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]