19.01.2012 15:22
Janúar
01.01.2012 21:02
Gleðilegt nýtt ár
13.12.2011 21:10
Árið 2011 samantekt
23.11.2011 21:06
þjálfun gengur vel
17.11.2011 12:17
Ástund 35 ára!
Ástund, sérvöruverslun hestamannsins, fagnar 35 ára afmæli þann 19. nóvember. Ástund er til húsa í Austurveri við Háaleitisbraut 68 og hefur verið þar frá stofnun. Ástund er enn í eigu stofnenda þess og eru þeir stoltir af því að hafa rekið verslunina á sömu kennitölu í gegnum þykkt og þunnt. En lykillinn að velgengni fyrirtækisins er gott starfsfólk og stöðugleiki í starfsmannahaldi. Ástund hefur verið leiðandi í hönnun á reiðtygjum og reiðfatnaði um árabil. Ávallt hefur verið lögð mikil áhersla á faglega og persónulega þjónustu ásamt því að bjóða upp á fjölbreytt og vandað vöruúrval á viðráðanlegu verði.
Í tilefni þessara tímamóta verður margt um dýrðir. Nýr hnakkur úr smiðju Ástund lítur dagsins ljós: Ástund "Epona"
Kynnig á nýjum jafnvægispíski frá hinum virta framleiðanda Fleck og nýja gerð öryggishjálms!
25 - 35% afsláttur af öllum vörum í verslun okkar, helgina 18. - 19. - 20. nóvember!
Allir viðskiptavinir sem leggja leið sína í Ástund að versla um afmælishelgina komast í happdrættispott og vinningarnir eru ekki af verri endanum.
1. Vinningur 75.000.- kr gjafakort
2. Vinningur 50.000.- kr gjafakort
3. Vinningur 25.000.- kr gjafakort
Helgi Björns mun árita diska og skemmta viðskiptavinum á milli 17 -18 á föstudag og laugardag.
Opnunartími:
Föstudagur 10 -18
Laugardagur 10 - 18
Sunnudagur 12 - 17
14.11.2011 17:05
Staðfest Íslandsmet!
Á Íslandsmóti fullorðinna á Selfossi í sumar fóru þeir félagar Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti 250 metrana í skeiðinu undir þágildandi Íslandsmeti. Sótt var um tímann, 21,89 sek. sem nýtt Íslandsmet og hafa nú keppnisnefnd og stjórn LH samþykkt metið, sem sett var við löglegar aðstæður á Selfossi í sumar. (tekið af www.hestafrettir.is)
Glæsilegur árangur hjá þeim Elvari og Kóngi, innilega til hamingju
mynd GHP
09.11.2011 23:20
Vetrarstarfið að hefjast
30.10.2011 19:32
Stórskemmtilegri uppskeruhátíð lokið
Í gærkvöldi fór fram hin margrómaða uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu og Þyts. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði þar sem ýmsir félagsmenn fengu að vita hvað þeir hefðu gert af sér sl. ár. Sjaldan hefur verið hlegið eins mikið á einni kvöldstund, enda atriðin frábær. Lækjamótsfólkið fékk að sjálfsögðu aðeins að kenna á því og er spurning hvort myndavélin verði geymd heima á næsta hestamóti þar sem Ísólfur keppir .
Á hátíðinni voru einnig veitt verðlaun og hlaut undirrituð verðlaunin stigahæsti knapi ársins í 2. flokki og er bara ansi ánægð með það
(mynd af heimasíðu Þyts) Verðlaunahafar, knapi ársins Tryggvi Björns, stigahæst í 2.flokki Vigdís og stigahæst í ungmennaflokki Jónína Lilja Pálmad.
Fjölmörg önnur verðlaun voru veitt þetta kvöld og tók Þórir Ísólfsson við verðlaunum sem ræktandi stóðhestsins Hlekks frá Lækjamóti en hann var í 2.sæti hæst dæmdu 6 vetra stóðhesta ársins hjá Hrossaræktarsamökunum.
Hlekkur frá Lækjamóti undan Álf frá Selfossi og Von frá Stekkjarholti
28.10.2011 21:13
Framkvæmdir áður en tekið er á hús
Svona var gólfið orðið áður en hafist var handa
Það var engin smágræja fengin í þetta og þurfti að skáskjóta henni inn um hurðina
og svo þurfti líka eina nettari græju
Nokkrum pökkum af spæni var síðan blandað saman við til að auka mýkt gólfsins
sjá má glitta í Guðmar í dyrunum en hann fylgdist vel með framkvæmdunum
og varð auðvitað að hjálpa til líka
20.10.2011 22:55
Uppskeruhátíðarfjör
Ef þig langar að hlægja mjög mikið, borða góðan mat og dansa þá er uppskeruhátíðin kvöldið fyrir þig eins og sjá má á heimasíðu Þyts
smellið hér til að rifja upp stemminguna
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún
og Hestamannafélagsins Þyts 2011
Verður haldin laugardagskvöldið 29.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30
en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.
Potturinn á Blönduósi sér um matinn og á boðstólnum verður:
Forréttur
Grafinn lax - Reyktur lax - Sjávarréttapâté - Sveitapâté
Pastarami piparskinka
Meðlæti
Hunangssinnepssósa - Hvítlauksdressing - Ferskt salat - Fylltar ólífur
Brauð og smjör
Aðalréttur
Rosmarinkryddaður lambavöðvi - Hunagnsmarineruð kalkúnabringa - Grísa purusteikt
Meðlæti
Rauðvínssósa - Ofnbakaðar kartöflur - Eplasalat - Kartöflusalat
Rauðlauks-tómatsalat - Rauðkál og baunir - Brauð og smjör ofl.
Veislustjórn verður í höndum söngdívu og fyrrum Selamálaráðherra.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október, athugið ekki posi.
Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 2500 kr.
Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Stóra Ásgeirsá - Þóreyjarnúpur
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .
Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.
Athugið
Unnsteinn AndrésarAndar eða Steini hennar Þórdísar.... hlökkum sérstaklega til að sjá þig J
Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig
Sjáumst nefndin.
07.10.2011 08:56
Unga bjargað
Unginn flaug ítrekað á rúðuna og varð vankaður við það
Eftir að hann datt vankaður í gólfið náðist að handsama hann
og það var eins gott að vera í þykkum hönskum því hann beit frá sér
Ísólfur, smyrillinn og Víðidalsfjallið flott saman
Frelsinu feginn!
04.10.2011 15:21
Blysfari frá Fremra-Hálsi einn af hæst dæmdu kynbótahrossum ársins
Þar er gaman að sjá að Blysfari frá Fremra-Hálsi er 4. hæst dæmdi stóðhestur ársins í 6 vetra flokki með aðaleinkunn 8,49, þar af hæfileikaeinkunn 8,77.
IS-2005.1.25-038 Blysfari frá Fremra-Hálsi
Sýnandi: Ísólfur Líndal ÞórissonMál (cm):141 128 136 66 145 36 45 44 6.4 30 18Hófa mál:V.fr. 8,7 V.a. 7,8Aðaleinkunn: 8,49 |
Sköpulag: 8,08 |
Kostir: 8,77 |
Höfuð: 7,5 2) Skarpt/þurrt K) Slök eyrnastaða Háls/herðar/bógar: 8,0 1) Reistur 5) Mjúkur D) Djúpur Bak og lend: 8,0 3) Vöðvafyllt bak 8) Góð baklína Samræmi: 8,5 4) Fótahátt 5) Sívalvaxið Fótagerð: 7,5 2) Sverir liðir G) Lítil sinaskil J) Snoðnir fætur Réttleiki: 8,0 Afturfætur: 1) Réttir Framfætur: D) Fléttar Hófar: 8,5 4) Þykkir hælar 7) Hvelfdur botn Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 3) Há fótlyfta 4) Mikið framgrip Brokk: 9,0 2) Taktgott 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta Skeið: 8,0 4) Mikil fótahreyfing Stökk: 8,5 2) Teygjugott 4) Hátt Vilji og geðslag: 9,5 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 9,0 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður Fet: 7,5 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0 |
03.10.2011 10:08
Farin að telja niður í stóðréttir 2012
Verið að reka inn í Lækjamótsdilkinn
Birna, James, Gunnar Andri og Atli Geir fylgjast vel með stóðinu
Frændurnir Guðmar og Benóný gæða sér á hákarli og ræða málin
Guðmar bíður upp á hákarl
26.09.2011 21:33
Stóðréttir í Víðidal
Það styttist í eina skemmtilegustu helgi ársins! Spennan magnast með degi hverjum enda fátt skemmtilegra en að fá góða vini í heimsókn, smala stóði niður af fjalli og fá stóðið sitt heim aftur. Auðvitað má ekki gleyma fjörinu á kvöldin og ballinu. Eins og sjá má á heimasíðu Þyts verður margt um að vera:
Stóðsmölun og stóðréttir
Föstudaginn 30.september verður stóðinu smalað til byggða.
Gestir sem ætla að taka þátt í gleðinni fara af stað frá Hrappstöðum um kl. 10.
Þeir sem ætla að vestan geta mætt í Valdarásrétt um hádegi.
Svo er líka mögnuð sjón að mæta bara síðdegis til að sjá stóðið renna heim í sveitina.
Allir velkomnir í kaffi í skemmuna á Kolugili !
Um kvöldið er kjörið að fá sér kjötsúpu í Víðigerði
eða hjá Siggu og Jóa á Gauksmýri.
Laugardaginn 1. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10
og hefjast þá réttarstörf.
Í réttinni stendur Kvenfélagið Freyja fyrir happdrætti
og fæst miði með því að versla veitingar af félaginu .
Aðalvinningurinn er folald !!
Í Víðidalstungurétt má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa.
Uppboð á gæðingsefnum og
Sölusýning verður við réttina um hádegið.
Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar
heldur uppi sveiflunni eins og honum einum er lagið.
Verið velkomin í Víðidal
í Húnaþingi vestra.
11.09.2011 15:27
Smalað í myrkri og dregið í sól
Ákveðið var að halda því til streitu að koma kindunum í réttina og fór svo að smalað var í myrkri við tunglskin og falleg norðurljós. Síðustu kindurnar komu á leiðarenda kl. 22:40.
Guðmar bíður spenntur við Hrappsstaði eftir að safnið komi niður
Hópurinn sem beið á Hrappsstöðum eftir safninu (Dæja tók myndina).
Vigdís eldri (81 ára) Vigdís yngri, Pálína (82 ára), Jóhanna, Jónína, Ísak og Guðmar
Þegar loksins var hægt að leggja af stað var spenningurinn orðin ansi mikill sem smitaðist yfir í hrossin og Setning gamla sem orðin er 24.vetra varð eins og unglamb aftur...
Réttardagurinn rann svo upp bjartur og fagur þar sem allir tóku þátt af miklum krafti
Eftir réttirnar var svo brunað á Sauðárkrók þar sem Gunnar Andri (sonur Hönnu systur) var að keppa með Aftureldingu í fótbolta þar sem þeir sigruðu Tindastól/Hvöt 2-1.
Gunnar (í bláu) stóð sig vel í vörninni hjá Aftureldingu
Það var fjölmennt á Lækjamóti II þessa helgi. Á myndinni eru ættmæðurnar Vigdís Gunnarsdóttir (móðir Gunnars) og Pálína Gísladóttir (móðir Jóhönnu). Svo eru Gunnar og Jóhanna og dæturnar þeirra 3 auk maka og barna.