Hryssur/breeding mares
Hryssur í ræktun Þóris og Elínar eru/Breeding mares owned by Þórir and Elin are:
Alúð frá Lækjamóti IS2006255108,(aðaleink. 8,24) owner: Þórir Ísólfsson
|
F: Þorsti frá Garði (a.e 8,40)
M: Von frá Stekkjarholti (7,63)
Alúð hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn þar af 8,40 fyrir hæfileika og 8,0 fyrir byggingu. Mikill gæðingur
með jafnar og góðar gangtegundir og mikinn fótaburð.
Gáta frá Lækjamóti IS2007255105, (aðaleink. 8,24) owner: Elín R. Líndal
F: Trúr frá Auðsholtshjáleigu
M:Toppa frá Lækjamóti
Gáta er mikill alhliða gæðingur sem hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn þar af 8,31 fyrir hæfileika og 8,13 fyrir sköpulag.
Gildra frá Lækjamóti IS1996255109, owner: Þórir Ísólfsson
F: Andvari frá Ey
M: Von frá Stekkjarholti
Gildra er geðgóður, hágengur og mjúkur töltari. Ósýnd vegna meiðsla.
Gildra hefur gefið eina 1.verðlauna hryssu, Návist frá Lækjamóti (a.e. 8.33)
Kosning frá Ytri-Reykjum IS1994255511, owner: Þórir Ísólfsson
F: Ljúfur frá Torfunesi
FF: Baldur frá Bakka
M: Líf frá Syðri-Reykjum
Kosning er myndarleg, viljug klárhryssa með góðar grunngangtegundir.
Fyrsta afkvæmi Kosningar er Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sem er mjög góður keppnishestur og hefur m.a verið í úrslitum á Íslandsmóti í fjórgangi og A-úrslitum í tölti á landsmóti.
Rán frá Lækjamóti IS2000255105, (aðaleink. 8,22) owner: Elín R. Líndal
F: Skorri frá Blönduósi
Rán er myndarleg alhliðahryssa með mikið og gott skeið. Hlaut m.a 9 fyrir skeið og vilja og geðslag í kynbótadómi. Í aðaleinkunn hefur Rán hlotið 8,22, 8,30 fyrir hæfileika og 8,11 fyrir byggingu.
Toppa frá Lækjamóti IS1991255103, (aðaleink. 7,88) owner: Elín R. Líndal
Toppa er alhliðahryssa með góðan árangur í 5-gangi. Er með 7,88 í aðaleinkunn, 7,86 fyrir hæfileika og 7,90 fyrir byggingu. Toppa hefur gefið góð afkvæmi og þar á meðal tvær 1.verðlauna hryssur. Rán frá Lækjamóti (a.e. 8,22) og Gátu frá Lækjamóti (a.e 8,24)
Vík frá Lækjamóti IS2010255109 (aðaleinkunn 8,08) owner: Þórir Ísólfsson
F: Ómur frá Kvistum M: Breyting frá Lækjamóti
Vík er einstaklega geðgóð með frábæra hæfileika. Hún var sýnd vorið 2014 þá 4.vetra og fór beint í 1.verðlaun. Á Landsmóti sama ár hækkaði Vík fyrir hæfileika í 8,30 þar sem bar hæst 9 fyrir vilja&geðslag og 8,5 fyrir tölt og skeið. Fyrir sköpulag er Vík með 7,75. Aðaleinkunn 8,08.
|